Fréttasafn



Fréttasafn: 2017 (Síða 10)

Fyrirsagnalisti

8. sep. 2017 Almennar fréttir Mannvirki : Félagsmenn SI geta forskráð sig á stórsýninguna Verk og vit 2018

Félagsmenn SI geta forskráð sig á stórsýninguna Verk og vit fyrir 15. september næstkomandi.

8. sep. 2017 Almennar fréttir Starfsumhverfi : Hægir á hröðum vexti iðnaðar og hagkerfisins

Ingólfur Bender, hagfræðingur SI, segir í grein sinni að þó hagvöxtur sé enn hraður þá eru merki um að það hægi á vextinum. 

8. sep. 2017 Almennar fréttir Menntun : Verðlauna framúrskarandi lausnir í starfsnámi í Evrópu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett í gang samkeppni um góðar lausnir í starfsnámi í litlum og meðalstórum fyrirtækjum í Evrópu. 

7. sep. 2017 Almennar fréttir Menntun : Ný menntakönnun kynnt á morgunfundi um menntamál

Kynna á niðurstöður nýrrar menntakönnunar á vegum SA um umfang menntunar og fræðslu innan ólíkra fyrirtækja á morgunfundi í Húsi atvinnulífsins. 

7. sep. 2017 Almennar fréttir Mannvirki : Kosningabaráttan mun snúast um aukið framboð á lóðum

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, segir í viðtali Viðskiptablaðsins að kosningabaráttan í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu hljóti að miklu leyti að snúast um aukið framboð á lóðum. 

7. sep. 2017 Almennar fréttir : Samtök iðnaðarins fagna áherslum ríkisstjórnarinnar

Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar leggja áherslu á að styrkja innviðina í samfélaginu.

 

6. sep. 2017 Almennar fréttir Nýsköpun : Kynning á stuðningi við lengra komin sprotafyrirtæki

Icelandic Startups í samstarfi við Samtök iðnaðarins efna til kynningarfundar um nýtt verkefni, Nordic Scalers, sem ætlað er að styðja lengra komin sprotafyrirtæki að sækja á erlenda markaði.

6. sep. 2017 Almennar fréttir Mannvirki : Hægt að spara stórfé með einfaldara og skilvirkara kerfi

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, víkur að mikilvægi góðrar umgjarðar fyrir byggingariðnaðinn í viðtali Viðskiptablaðsins. 

6. sep. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk : Mikill áhugi framleiðslufyrirtækja á stuðningi við nýsköpun

Samtök iðnaðarins stóðu fyrir tveimur fundum fyrir framleiðslufyrirtæki á Akureyri og í Reykjavík þar sem fjallað var um stuðning við nýsköpun. 

5. sep. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk : Styrking krónunnar hefur áhrif á kvikmyndagerð á Íslandi

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um áhrif styrkingar krónunnar á kvikmyndagerð á Íslandi sem hefur dregist saman í ár.

5. sep. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk : Opnað fyrir tilnefningar fyrir Hönnunarverðlaun Íslands

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Hönnunarverðlaun Íslands 2017. Um er að ræða tvo flokka sem er annars vegar hönnun ársins og hins vegar besta fjárfesting í hönnun ársins. 

5. sep. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Menntun : Alcoa Fjarðaál efnir til ráðstefnu um mannauðsstjórnun

Alcoa Fjarðaál fagnar tíu ára afmæli með því að bjóða til opinnar ráðstefnu um mannauðsstjórnun 15. september í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. 

5. sep. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk : Má bæta gagnatengingar og raforkuverð til gagnavera

Rætt var um uppbyggingu gagnaversiðnaðar hér á landi við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær í tilefni þess að skipaður hefur verið starfshópur sem á að greina og meta starfsumhverfi gagnavera. 

5. sep. 2017 Almennar fréttir : Óraunhæft að hið opinbera geti fjármagnað allt sem þarf

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, segir í viðtali Viðskiptablaðsins að það sé algerlega óraunhæft að hið opinbera geti fjármagnað allt sem þarf að gera á ásættanlegum tíma.

4. sep. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk : Fagna skipan starfshóps um starfsumhverfi gagnavera

SI og DCI fagna stofnun starfshóps sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur sett á laggirnar í samráði við samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að greina og meta starfsumhverfi gagnavera. 

1. sep. 2017 : Fjárfesting í dag er hagvöxtur á morgun

Í Morgunblaðinu í dag er birt grein eftir Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI.

31. ágú. 2017 Almennar fréttir : Forseti Íslands tekur áskorun framkvæmdastjóra SI

Forseti Íslands hefur tekið áskorun framkvæmdastjóra SI sem kom fram í Viðskiptablaðinu í dag um að vinna með samtökunum að því að íslensk hönnun og framleiðsla sjáist á Bessastöðum.

31. ágú. 2017 Almennar fréttir : Við ætlum að vinna með stjórnvöldum að umbótum

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, er í viðtali í Viðskiptablaðinu í dag þar sem hann fer yfir helstu áherslumál samtakanna.

31. ágú. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk : Berjadagar í bakaríum landsins

Í tilefni uppskerutíma berja efnir Landssamband bakarameistara, LABAK, til berjadaga í bakaríum í septembermánuði. 

31. ágú. 2017 Almennar fréttir Orka og umhverfi : Leitað eftir hugmyndum að grænum lausnum

Norræni loftslagssjóðurinn (Nordic Climate Facility) leitar nú, sjöunda árið í röð, eftir hugmyndum að grænum lausnum sem draga úr áhrifum loftslagsbreytinga í þróunarlöndum.

Síða 10 af 25