Fréttasafn



Fréttasafn (Síða 255)

Fyrirsagnalisti

11. sep. 2012 : Fjármögnunarumhverfi fyrirtækja

Grein eftir Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdstjóra Stjörnu-Odda og formann Samtaka sprotafyrirtækja um fjármögnunarumhverfi fyrirtækja birtist í Morgunblaðinu í gær. Fleiri greinar eftir Sigmar um málefnið munu birtast í blaðinu á næstunni.

10. sep. 2012 : Námsvísir IÐUNNAR 2012 kominn út

Námsvísir IÐUNNAR fyrir haustönn 2012 er kominn út. Í námsvísinum er að finna fjölda námskeiða í margvíslegum greinum.

7. sep. 2012 : Vinnuverndarvika á Íslandi 22.-26. október

Dagarnir 22.-26. október eru helgaðir vinnuvernd en þá fer fram viðamikil dagskrá um vinnuvernd út um alla Evrópu undir yfirskriftinni Vinnuvernd - allir vinna. Vinnuverndarvikan er haldin árlega en hluti af henni er ráðstefna á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 23. október. Tilgangur vinnuverndarvikunnar að gera vinnustaði heilsusamlegri og öruggari.

4. sep. 2012 : Nauðsynlegt að sett verði löggjöf um vernd vöruheita á Íslandi

Samtök iðnaðarins, Samtök mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði stóðu fyrir morgunverðarfundi um landfræðilegar merkingar á Grand Hótel Reykjavík í morgun. Á fundinum kom glögglega fram nauðsyn þess að farið sé að vinna af fullri alvöru í þessum málaflokki og að sett verði löggjöf um vernd landfræðilegra merkinga á Íslandi eigi íslenskar útflutningsvörur að geta aðgreint sig á erlendum mörkuðum.

31. ágú. 2012 : Hjartabrauð fyrir heilsuna

Landssamband bakarameistara (LABAK) og Hjartavernd taka saman höndum um að stuðla að heilsusamlegri brauðneyslu þjóðarinnar. Markmiðið með samvinnu LABAK og Hjartaverndar er að vekja athygli á hollustu heilkornabrauða og mikilvægi þess að draga úr salt- og sykurneyslu.

29. ágú. 2012 : Allir vinna - Minnum á að endurgreiðsla VSK af vinnu á byggingastað var framlengd til ársloka 2012

Átakinu „Allir vinna“ hefur verið framlengt til 1. janúar 2013. Endurgreiðsla virðisaukaskatts verður áfram 100% á árinu 2012 en heimild til lækkunar tekjuskattsstofns hefur verið felld niður. Heimildin nær til byggjenda og eigenda íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis, auk húsnæðis sem er alfarið í eigu sveitarfélaga eða stofnana og félaga sem alfarið eru í eigu sveitarfélaga.

27. ágú. 2012 : Vantar íbúðir fyrir næstu árganga

Samtök iðnaðarins stóðu nýverið fyrir talningu íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan er sú að íbúðir í fjölbýli, sem eru fokheldar og lengra komnar, eru 545 talsins. Þar af eru ekki nema 192 íbúðir íbúðarhæfar (á byggingarstigi 6 og 7 samkvæmt ÍST,51).

24. ágú. 2012 : Átak til atvinnusköpunar

Iðnaðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átaki atvinnusköpunar.

Átak til atvinnusköpunar veitir styrki til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja.

24. ágú. 2012 : Kjarnafæði hlýtur D - vottun

Kjarnafæði hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Í því felst að rekstur fyrirtækis er gerður skilvirkari.

21. ágú. 2012 : Hugleiðingar um virði vinnunnar

Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún veltir fyrir sér orsökum atvinnuleysis á Íslandi og hvaða stefnu er rétt að taka til að vinna bug á því.

21. ágú. 2012 : Vantar 1000 tæknimenntaða á ári

Það sárvantar forritara og annað tæknimenntað fólk hér á landi, eins og annars staðar í heiminum. Það má gera ráð fyrir að íslensk fyrirtæki vanti um þúsund manns á ári. Ólafur Andri Ragnarsson, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og hönnunarstjóri hjá Betware, var gestur Morgunútvarpsins 10. ágúst sl. Þar sagði hann mikilvægt að reynt verði að mæta þessari þörf.

21. ágú. 2012 : Íslensk stúlka vann bandaríska forritunarkeppni

Íslensk ellefu ára stúlka, Ólína Helga Sverrisdóttir, bar sigur úr býtum í sínum aldursflokki í bandarískri keppni, Alice Challenge, en í henni átti að forrita sögu sem hvetur ungt fólk til að gæta öryggis á netinu. Luis E. Arreaga sendiherra Bandaríkjanna á íslandi afhenti Ólínu Helgu verðlaunin í sendiráðinu.

17. ágú. 2012 : Carbon Recycling fær einkaleyfi í Bandaríkjunum

Íslenska fyrirtækið Carbon Recycling International hefur fengið einkaleyfi í Bandaríkjunum á framleiðsluaðferð fyrirtækisins á endurnýjanlegu metanóli. Einkaleyfið er mikilvæg staðfesting á brautryðjendastarfi fyrirtækisins.

7. ágú. 2012 : Evrópumet í skattahækkunum

Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI skrifar grein í Fréttablaðið í dag um síhækkandi skatta og versnandi rekstrarumhverfi íslenska fyrirtækja og lífskjör almennings. Samkvæmt gögnum sem KPMG hefur tekið saman hafa skattar á fyrirtæki og einstaklinga hækkað um þriðjung frá árinu 2008.

23. júl. 2012 : Hagrænt sjálfshól

Grein eftir Orra Hauksson, framkvæmdastjóra SI birt í Morgunblaðinu sl. laugardag: Efnahagsráðherra hafði hárrétt fyrir sér þegar hann í kvöldfréttum RÚV hinn 17. júlí sl. benti á að íslensku hagkerfi stafaði rík hætta af hnignandi efnahagshorfum helstu viðskiptaþjóða okkar. Fá þróuð ríki flytja jafnmikið út af eigin framleiðslu og Ísland.

20. júl. 2012 : Opið fyrir umsóknir vegna skattfrádráttar rannsókna- og þróunarverkefna fyrir árið 2012

Samtök iðnaðarins minna á að umsóknarfestur vegna skattafrádráttar rannsókna- og þróunarverkefna fyrir árið 2012 er til 1. septembers n.k. Rannís tekur á móti og sér um umsóknir.

16. júl. 2012 : Fyrsti fundur ráðgjafanefndar Íslands og Evrópusambandsins

Fyrsti fundur ráðgjafanefndar Íslands og Evrópusambandsins (ESB) fór fram í Reykjavík þann 13. júlí 2012. Tólf aðilar skipa ráðgjafanefndina, sex frá hvorum samningsaðila. Að auki sátu fundinn fulltrúar efnahags- og félagsmálanefndar Evrópusambandsins (EESC), aðilar vinnumarkaðarins og ýmissa félagasamtaka sem og áheyrnarfulltrúar frá báðum samningsaðilum.

16. júl. 2012 : CCP verðlaunað

CCP tók í síðustu viku við verðlaunum evrópska leikjaiðnaðarins á Developráðstefnunni í Bretlandi. CCP var tilnefnt í flokknum „Best Independent Studio“, sem er ætlaður sjálfstæðum leikjaframleiðendum í Evrópu.

16. júl. 2012 : SI bjóða fyrirtækjum þátttöku á nýju námskeiði: umsóknarfrestur framlengdur

Samtök iðnaðarins bjóða fyrirtækjum að taka þátt í þriggja mánaða prógrammi sem miðar að því að fara í gegnum stöðu, stefnu og framtíðarsýn fyrirtækja með tækifæri og nýsköpun að leiðarljósi. Prógrammið er unnið í samvinnu við Klak – Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins, Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands og er rekið sem hluti af Viðskiptasmiðju Klaks.

4. júl. 2012 : Útflutningstekjur Fjarðaáls 95 milljarðar króna á síðasta ári

Fjarðaál flutti út vörur fyrir um 95 milljarða króna á síðasta ári. Ál nemur um 40% af öllum vöruútflutningi frá landinu, sem er svipað hlutfall og útflutningur sjávarafurða, og nemur hlutur Fjarðaáls í honum um 17 prósentum. Ekkert annað fyrirtæki flytur út meira vörumagn. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirliti Fjarðaáls um helstu hagstærðir í starfsemi álversins á síðasta ári og nýlega voru gefnar út.
Síða 255 af 287