Fréttasafn (Síða 225)
Fyrirsagnalisti
Opnað fyrir umsóknir í Forritara framtíðarinnar
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Forritarar framtíðarinnar. Umsóknarfrestur rennur út 20. maí.
Fagna frumkvæði þingmanns um málefni nýs fjarskiptastrengs
Áframhaldandi uppbygging á starfsemi gagnavera hér á landi er mikið hagsmunamál fyrir íslenskan upplýsingatækniiðnað þar sem aukin netvæðing og þróun í upplýsingatækni krefst þess að gögn séu vistuð í sífellt meiri mæli í þar til gerðum gagnaverum.
Íslenskur iðnaður á Sjónvarpsstöðinni Hringbraut
Seinni þáttur sýndur í kvöld 25. apríl
Harald & Sigurður hlýtur D-vottun
Harald & Sigurður ehf. hefur hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins.
Hannes Frímann Sigurðsson ráðinn verkefnastjóri við Byggingavettvang
Hannes Frímann Sigurðsson hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri við Byggingavettvang, BVV, sem er samstarfsvettvangur Samtaka iðnaðarins og fleiri aðila.
Neyðarþjónustan hlýtur D-vottun
Neyðarþjónustan hefur hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins.
Mikilvægt að uppræta brotastarfsemi
Samtök iðnaðarins vilja árétta í ljósi umræðu um möguleg lögbrot fyrirtækja í byggingariðnaði og mannvirkjagerð að þau fordæma vinnubrögð af því tagi sem fjallað hefur verið um.
Tökum vel á móti erlendu starfsfólki
Mikilvægt er að Íslendingar taki vel á móti erlendu starfsfólki sem þjóðfélagið þarf á að halda næstu ár og áratugi.
Íslenskur iðnaður á Hringbraut
Íslenskur iðnaður verður til umfjöllunar í tveimur þáttum á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.
42% fyrirtækja innan SI segja styrkingu krónunnar koma sér vel
Í könnun sem Samtök iðnaðarins (SI) hafa gert meðal aðildarfyrirtækja sinna sést að 38% svarenda telja íslensku krónuna hentugan gjaldmiðil fyrir þann atvinnurekstur sem viðkomandi stendur í. Þá telja 23% svarenda að gjaldmiðillinn henti starfsemi sinni illa.
Framleiðni eykst með bættu öryggi
Öryggi og framleiðni var yfirskrift fundar sem SI stóð fyrir í morgun í Húsi atvinnulífsins. Þetta var 9. fundurinn í fundaröð þar sem framleiðni er í brennidepli.
Óskað er eftir tilnefningum til Vaxtarsprotans 2016
Frestur til að skila tilnefningum til forvals er til miðvikudags 25. apríl.
Hægt er að tilnefna fyrirtæki með tölvupósti á david@si.is.
Mikilvægur stuðningur við íslenskt nýsköpunarumhverfi
Samtök iðnaðarins hafa ávallt lagt áherslu á að rekstrarumhverfi íslenskra nýsköpunarfyrirtækja þurfi að komast nær því sem gerist annars staðar til að þau nái að dafna vel og vaxa hratt.
Í stjórn SI er hlutfall kvenna 40%
Hlutfall kvenna í stjórn Samtaka iðnaðarins er 40% en af tíu stjórnarmönnum eru fjórar konur og formaður samtakanna er kona.
Hvað viltu læra?
Guðrún Hafsteinsdóttir fjallar um tækifærin sem felast í iðnnámi í Fréttablaðinu í dag.
Þátttökuskólum fjölgar í GERT
Á vorfundi GERT – Grunnmenntun efld í raunvísinum og tækni - sem haldinn var 7. apríl s.l. var farið yfir skólaárið sem er að líða. Verkefninu hefur miðað vel og er það sérstakt fagnaðarefni að að þátttökuskólum fjölgaði úr fjórum í tólf.
Ófullnægjandi lagaumhverfi um upprunamerkingar
Neytendastofa hefur ákvarðað í tveimur málum sem varða erindi Samtaka iðnaðarins vegna auglýsinga og upprunamerkinga tveggja fyrirtækja
Ársfundur leikjaframleiðenda, IGI – Icelandic Game Industry
Ársfundur leikjaframleiðenda, IGI – Icelandic Game Industry, verður haldinn þriðjudag 5. apríl á Vox Club Hilton Reykjavík Nordica kl. 16.00-18.00.
Ársfundur SA
Ársfundur atvinnulífsins verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl í Hörpu.
Kjarasamningarnir stærsta verkefnið
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI í viðtali í Fréttablaðinu.