Fréttasafn



Fréttasafn (Síða 268)

Fyrirsagnalisti

6. maí 2011 : Handpoint hlýtur VAXTARSPROTANN 2011

Fyrirtækið Handpoint ehf. hlaut í morgun Vaxtarsprotann 2011 sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Fyrirtækið meira en fjórfaldaði veltu sína milli áranna 2009 og 2010 úr 66,7 m.kr í um 347 m.kr. Fyrirtækin Marorka, Trackwell og Gogogic fengu einnig viðurkenningar fyrir góðan vöxt á síðasta ári.

5. maí 2011 : Áfangalok í verkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur

Jenný Ruth Hrafnsdóttir frá fyrirtækinu Krumma var verðlaunuð í gær fyrir bestu markaðsáætlunina við áfangalok í verkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH) sem Íslandsstofa stendur að í samvinnu við Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og Félag kvenna í atvinnurekstri.

4. maí 2011 : Látum gott af okkur leiða og kaupum brjóstabollur með kaffinu

Landssamband bakarameistara leggur styrktarfélaginu Göngum saman lið mæðradagshelgina, 5. – 8. maí, með sölu á brjóstabollum í bakaríum um land allt. Ágóðinn rennur til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.  

3. maí 2011 : Ný tækifæri í orkuöflun - fundur á morgun

Samtök iðnaðarins og Háskólinn í Reykjavík efna til fundaraðar í maí um orkumál. Fyrsti fundurinn ber yfirskriftina: Ný tækifæri í orkuöflun og verður 6. maí. Á fundinum verður fjallað um nýjar leiðir í orkuframleiðslu og hugsanlega framleiðslugetu í raforku. Sjónum er beint m.a. að djúpborunum, vindorku og sjávarföllum. Einnig verður horft til  betri nýtingar í kerfinu og hvernig megi fara betur með það sem fyrir er.  

2. maí 2011 : Vaxtarsprotinn 2011 verður afhentur á föstudag - fjögur fyrirtæki tilnefnd 

Vaxtarsprotinn árið 2011 verður veittur við hátíðlega athöfn í Grasagarðinum í Laugardal 6. maí næstkomandi klukkan 8:30. Tilgangurinn með Vaxtarsprotanum er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa um leið aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja.

1. maí 2011 : Vaxtarlaus verðbólga raunveruleg ógn

Samningar á vinnumarkaði tókust ekki fyrir helgi né virtust þeir þokast nær niðurstöðu, eins og búast hefði mátt við eftir tilboð SA um að ljúka gerð samnings til þriggja ára. Orri Hauksson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins óskar launþegum til hamingju með daginn á 1. maí, en segir vonbrigði að enn sé ósamið.

29. apr. 2011 : Aukin verðbólga ofan í efnahagsslaka áhyggjuefni

Verðbólga mælist nú 2,8% en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% í apríl. Líkur eru á að verðbólgan geti farið í um 4% síðar á árinu ef spár rætast. „Þetta eru vond tíðindi“, segir Bjarni Már Gylfason hagfræðingur SI. „Verðbólgan er knúin áfram af margvíslegum kostnaðarhækkunum, einkum á eldsneyti og flugfargjöldum en einnig er húsnæðisliðurinn að hækka.

27. apr. 2011 : Rannsóknir í erfðatækni ræddar á fjölmennum fundi

Tæplega 100 manns sóttu málstofu Samtaka íslenskra líftæknifyrirtækja og Samtaka iðnaðarins um erfðatækni, notagildi og möguleika til atvinnusköpunar á Grand Hótel Reykjavík í morgun. Fjallað var um sögu erfðatækninnar, kosti og takmarkanir og hugtök skilgreind sem nota má til faglegrar og upplýstrar umræðu.

26. apr. 2011 : Full samstaða um ATVINNULEIÐINA í stjórn SA

Samtök atvinnulífsins telja að besti kosturinn fyrir þjóðina sé að atvinnuleiðin verði farin út úr kreppunni og að sátt skapist um að atvinnulífið verði tekið úr handbremsu. Mikilvægur þáttur í atvinnuleiðinni er gerð kjarasamninga til þriggja ára sem SA vinna enn að því að gera. Samningaviðræðum hefur ekki verið slitið og hafa aðilar rætt saman þótt tímabundið hlé hafi verið gert á formlegum fundum fyrir páska.

20. apr. 2011 : Ótækt að vextir lækki ekki

Seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 4,25% þrátt fyrir að áætlanir um hagvöxt í fyrra og á þessu ári hafi verið lækkaðar. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI, segir ljóst að Seðlabankinn meti stöðu efnahagslífsins verri en áður og frá þeim sjónarhóli sé ótækt að vextir lækki ekki.

19. apr. 2011 : Fjármögnunarleigusamningar eru ólögleg erlend lán samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag dóm um að fjármögnunarleigusamningar eru ólögleg erlend lán. Dómurinn er í samræmi við hæstaréttardóm um kaupleigusamninga sem féll í fyrrasumar. Gera má ráð fyrir að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar og mun niðurstaða Hæstaréttar sennilega liggja fyrir í byrjun sumars.

18. apr. 2011 : Rannsóknir og atvinnusköpun í erfðatækni

Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja og Samtök iðnaðarins efna til málstofu um erfðatækni, notagildi og möguleika til atvinnusköpunar á Grand Hótel Reykjavík, 27. apríl kl. 9.00 – 12.00.

18. apr. 2011 : Vonast til að kjaraviðræður hefjist á ný eftir páska

Formaður SA, Vilmundur Jósefsson, segist í samtali við fréttastofu RÚV, vonast til þess að kjaraviðræður á almennum vinnumarkaði hefjist á ný eftir páska en hlé varð á viðræðum á föstudaginn. Undir það tekur Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins

14. apr. 2011 : Mikill uppgangur í líftækniiðnaði

Vel á annað hundrað manns sóttu fund um líftækniiðnaðinn í húsakynnum Matís í morgun þar sem komu fram mikilvægar upplýsingar um allt sem tengist þessum arðbæra en þó ögrandi iðnaði.

14. apr. 2011 : Hönnun í útflutning – umsóknarfrestur til 27. apríl

Samtök iðnaðarins minna á verkefnið Hönnun í útflutning en umsóknarfrestur rennur út 27. apríl nk. Markmiðið er að hvetja til samstarfs fyrirtækja og hönnuða, skapa ný tækifæri í útflutningi jafnframt því að hvetja fyrirtæki til að hefja útflutning.

14. apr. 2011 : Alcoa Fjarðaál veitir 38 milljónum króna til samfélagsverkefna

 

Alcoa Fjarðaál veitti í gær 26 styrki til samfélagsverkefna á Austurlandi að upphæð samtals 38 milljónir króna. Afhendingin fór fram í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði.

12. apr. 2011 : Hagstofa Íslands leiðréttir vísitölu byggingakostnaðar

Vísitala byggingakostnaðar verður leiðrétt 20. apríl vegna alvarlegrar villu í útreikningum Hagstofunnar á vísitölunni. Samtök iðnaðarins bentu Hagstofunni á ósamræmi milli þróunar vinnuliðs vísitölunnar og almennrar þróunar á markaði. Í kjölfarið endurskoðaði Hagstofan útreikningana.

12. apr. 2011 : Þversagnir einkenna

 

Forseti Íslands gagnrýndi samtök atvinnulífs á blaðamannafundi fyrir að tala niður íslenskt atvinnulíf. Helgi Magnússon, formaður SI svaraði þeirri gagnrýni í grein í Fréttablaðinu í dag og Samtök atvinnulífsins sendu frá sér yfirlýsingu í gær.

12. apr. 2011 : Tilnefningar til Vaxtarsprota ársins

Samtök iðnaðarins auglýsa eftir tilnefningum til Vaxtarsprota ársins. Frestur til að skila tilnefningum til forvals er til þriðjudagsins 19. apríl n.k. Þau fyrirtæki sem komast í gegnum forvalið þurfa síðan að skila staðfestingum endurskoðanda um þau atriði sem fram koma í viðmiðum dómnefndar fyrir 28. apríl n.k.

11. apr. 2011 : RóRó sigrar Gulleggið 2011

Sprotafyrirtækið RóRó sigraði í frumkvöðlakeppni Innovit um Gulleggið 2011. RóRó er viðskiptahugmynd Eyrúnar Eggertsdóttur sem hefur fundið upp tæki sem hjálpar ungbörnum að sofa betur, líða betur og eykur öryggi þeirra. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti sigurlaunin við fjölmenna athöfn á Háskólatorgi.

Síða 268 af 287