Fréttasafn



Fréttasafn (Síða 267)

Fyrirsagnalisti

8. jún. 2011 : Íbúðalánasjóður dæmdur til greiða félagsmanni SI skaðabætur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Íbúðalánasjóð til að greiða byggingafyrirtækinu Norðurvík ehf. skaðabætur vegna ólögmætrar kröfu sjóðsins um bankaábyrgð samhliða lánveitingu úr sjóðnum. SI sáu um rekstur dómsmálsins fyrir Norðurvík ehf.

8. jún. 2011 : Veikburða hagvöxtur

Þótt hagvöxtur hafi aukist um 2% að raungildi á fyrsta ársfjórðungi 2010 frá fjórðungnum á undan er hagvöxturinn veikburða að mati Bjarna Más Gylfasonar, hagfræðings Samtaka iðnaðarins. „Það mælist 1,6% samdráttur í einkaneyslu, 6,8% í fjárfestingu og 8,2% samdráttur í útflutningi. Þessi vöxtur er drifinn áfram af birgðabreytingum, þ.e. vöruframleiðslu sem á eftir að selja.

8. jún. 2011 : Vel heppnuð þátttaka í Nordic Game 2011

CAOZ og Plain Vanilla hlutu þróunarstyrki á tölvuleikjaráðstefnunni Nordic Game Conference 2011 sem haldin var í Malmö í maí. Þá voru fyrirtækin CCP, Gogogic og Fancy Pants Global tilnefnd til Nordic Game-verðlauna.

8. jún. 2011 : Hörður G. Kristinsson hlýtur Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2011

Dr. Hörður G. Kristinsson rannsóknastjóri Matís hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs fyrir 2011 sem voru afhent á Rannsóknaþingi Rannís í dag. Tók Hörður við viðurkenningunni úr hendi forsætisráðherra sem jafnframt er formaður Vísinda- og tækniráðs.

8. jún. 2011 : CCP og Sony í samstarf

Sony Computer Entertainment Inc. og íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hafa gert samstarfssamning um útgáfu á tölvuleiknum DUST 514 fyrir Playstation 3 leikjatölvuna.

7. jún. 2011 : Trésmiðjan Rein fyrsta fyrirtækið sem tekur upp nýtt gæðakerfi SI

Trésmiðjan Rein er fyrsta fyrirtækið sem gerir samning við SI um innleiðingu gæðastjórnunar ásamt uppbyggingu og miðlægri vistun gæðakerfa í mánaðalegri áskrift. Samtökin gerðu á sínum tíma drög eða sýnishorn af gæðakerfi sem félagsmönnum hefur staðið til boða að laga að eigin rekstri. Kerfið hefur í tímans rás smám saman þróast yfir í vefræna útfærslu sem félagsmönnum stendur nú til boða. 

1. jún. 2011 : Orri Hauksson kosinn formaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins

Stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins var endurskipuð á ársfundi sem haldinn var í gær. Orri Hauksson var  kjörin formaður stjórnar og tók við af Arnari Sigurmundssyni. Guðný Hrund Karlsdóttir var kjörin varaformaður.

1. jún. 2011 : ICEconsult hlýtur önnur verðlaun í "Future Internet Summit Award"

Íslenskur hugbúnaður, City Direct frá ICEconsult, hafnaði í öðru sæti í alþjóðlegri samkeppni, „Future Internet Summit Award“, sem haldin er í tengslum við ráðstefnuna „European Summit on the Future Internet“.  Markmið hennar er leita uppi nýjar lausnir sem eru líklegar til að hafa afgerandi áhrif á mótun notkunar á internetinu í framtíðinni á ákveðnum sviðum.

27. maí 2011 : Endurnýjanlegir orkugjafar fyrir samgöngur

Þriðji og síðasti fundurinn í fundaröð SI, HR og Samáls um orkumál fór fram í morgun í Háskólanum í Reykjavík. Gestafyrirlesari var Philip Metcalfe, ráðgjafi á sviði endurnýjanlegrar orku. Philip er rafmagnsverkfræðingur og starfar sem ráðgjafi með áherslu á fjárfestingar í endurnýjanlegri orku. Hann hefur m.a. starfað í verkefnum um lífdísel, vindmyllur og kolefnisviðskipti.

25. maí 2011 : Verðbólgan og Seðlabankinn áhyggjuefni

Verðbólgan er á hraðri uppleið en í maí hækkaði vísitala neysluverðs um 0,94%. Verðbólgan mælist nú 3,4% á ársgrundvelli en var til samanburðar aðeins 1,9% í febrúar sl. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI, segist hafa verulegar áhyggjur af þessari þróun en ekki síst af mögulegum viðbrögðum Seðlabankans enda þurfi hagkerfið síst á vaxtahækkunum að halda við þær erfiðu aðstæður sem nú ríkja.

24. maí 2011 : Hönnun í útflutning - auglýst er eftir umsóknum hönnuða

Auglýst er eftir hönnuðum til samstarfs í þróunarverkefni á vegum Hönnunarmiðstöðvar, Íslandsstofu, Samtaka iðnaðarins og Nýsköpunarmiðstöðvar. Markmið verkefnisins er að leiða saman hönnuði og fyrirtæki í samvinnu um hönnun og framleiðslu á útflutningsvörum.

24. maí 2011 : Fundur um opinber innkaup til nýsköpunar 25. maí

Rannís og Samtök iðnaðarins boða til opins fundar um möguleika til að nýta opinber innkaup sem tæki til að örva nýsköpun í samfélaginu. Fundurinn verður haldinn áHótel Sögu, miðvikudaginn 25. maí kl. 13:30-17.

23. maí 2011 : Orka fyrir samgöngur

Þriðji fundurinn í fundaröð Samtaka iðnaðarins, Háskólans í Reykjavík og Samáls verður haldinn föstudaginn 27. maí kl. 8.30 - 10.00. Fjallað verður um orku í samgöngum. Philip Metcalfe, ráðgjafi á sviði endurnýjanlegrar orku verður meðal fyrirlesara. 

19. maí 2011 : Gartner velur GreenQloud sem eitt af 5 áhugaverðustu umhverfistæknifyrirtækjum heims

Ráðgjafa- og greiningafyrirtækið Gartner gaf nýverið út skýrslu yfir 300 áhugaverðustu sprotafyrirtæki heims. GreenQloud var valið eitt af 5 fyrirtækjum í flokki umhverfistæknifyrirtækja eða “Cool Vendors in GreenIT and Sustainability 2011".

18. maí 2011 : Tvö hundraðasti nemandinn útskrifast úr Stóriðjuskólanum - námið nú metið sem hálft stúdentspróf

Útskrift nemenda úr grunnnámi Stóriðjuskóla álversins í Straumsvík fór fram, mánudaginn 16. maí, í sextánda sinn. Að þessu sinni útskrifuðust ellefu nemendur og hafa þá alls 206 nemendur lokið grunnnámi og hlotið titilinn „stóriðjugreinir“ frá stofnun skólans árið 1998.

13. maí 2011 : Þjóðhagsleg áhrif orkunýtingar

Annar fundur í fundaröð SI, HR og Samáls um orkumál fór fram í morgun í Háskólanum í Reykjavík. Fjallað var um þjóðhagsleg áhrif orkunýtingar. Flutt voru þrjú erindi, Dr. Helga Kristjánsdóttir, hagfræðingur fjallaði um flæði beinnar erlendrar fjárfestingar á orkufrekan iðnað á íslandi, Þórður Hilmarsson, forstöðumaður fjárfestingasviðs Íslandsstofu fjallaði um orkutengd verkefni til atvinnuuppbyggingar og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samáls um þjóðhagslegan ávinning orkutengds iðnaðar. 

10. maí 2011 : Annar fundur í fundaröð um orkumál

Samtök iðnaðarins, Háskólinn í Reykjavík og Samál standa fyrir fundaröð um orkumál í Háskólanum í Reykjavík, Herkúles 5, 2. hæð. Annar fundur er um þjóðhagsleg áhrif orkunýtingar og er föstudaginn 13. maí kl. 8.30 - 10.00.

9. maí 2011 : Ný tækifæri í orkuöflun

Fyrsti fundur í fundaröð SI og HR um orkumál fór fram sl. föstudag í Háskólanum í Reykjavík. Fjallað var um nýjar leiðir í orkuframleiðslu og hugsanlega framleiðslugetu í raforku og sjónum m.a. beint að djúpborunum, vindorku og sjávarföllum. Einnig var horft til  betri nýtingar í kerfinu og hvernig megi fara betur með það sem fyrir er.

9. maí 2011 : Vistvænni borgir beggja vegna Atlantsála

Á ráðstefnunni CanNord 2011 komu fulltrúar Norðurlandanna og Kanada saman til þess að ræða þau stóru verkefni sem borgir landanna standa frammi fyrir í skipulags-, samgöngu- og orkumálum. Guðný Reimarsdóttir framkvæmdastjóri íslenska fyrirtækisins Econord sem framleiðir umhverfisvænar lausnir í sorpiðnaði tók þátt í ráðstefnunni sem fulltrúi Cleantech Iceland.

6. maí 2011 : Skrifað undir kjarasamninga til þriggja ára

Samtök atvinnulífsins hafa skrifað undir nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði til þriggja ára við Alþýðusamband Íslands og landssambönd þess. Samningarnir fela í sér umtalsverðar launahækkanir, mun meiri en í samkeppnislöndum Íslands.
Síða 267 af 287