Fréttasafn (Síða 267)
Fyrirsagnalisti
Íbúðalánasjóður dæmdur til greiða félagsmanni SI skaðabætur
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Íbúðalánasjóð til að greiða byggingafyrirtækinu Norðurvík ehf. skaðabætur vegna ólögmætrar kröfu sjóðsins um bankaábyrgð samhliða lánveitingu úr sjóðnum. SI sáu um rekstur dómsmálsins fyrir Norðurvík ehf.
Veikburða hagvöxtur
Þótt hagvöxtur hafi aukist um 2% að raungildi á fyrsta ársfjórðungi 2010 frá fjórðungnum á undan er hagvöxturinn veikburða að mati Bjarna Más Gylfasonar, hagfræðings Samtaka iðnaðarins. „Það mælist 1,6% samdráttur í einkaneyslu, 6,8% í fjárfestingu og 8,2% samdráttur í útflutningi. Þessi vöxtur er drifinn áfram af birgðabreytingum, þ.e. vöruframleiðslu sem á eftir að selja.
Vel heppnuð þátttaka í Nordic Game 2011
CAOZ og Plain Vanilla hlutu þróunarstyrki á tölvuleikjaráðstefnunni Nordic Game Conference 2011 sem haldin var í Malmö í maí. Þá voru fyrirtækin CCP, Gogogic og Fancy Pants Global tilnefnd til Nordic Game-verðlauna.
Hörður G. Kristinsson hlýtur Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2011
Dr. Hörður G. Kristinsson rannsóknastjóri Matís hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs fyrir 2011 sem voru afhent á Rannsóknaþingi Rannís í dag. Tók Hörður við viðurkenningunni úr hendi forsætisráðherra sem jafnframt er formaður Vísinda- og tækniráðs.
CCP og Sony í samstarf
Trésmiðjan Rein fyrsta fyrirtækið sem tekur upp nýtt gæðakerfi SI
Trésmiðjan Rein er fyrsta fyrirtækið sem gerir samning við SI um innleiðingu gæðastjórnunar ásamt uppbyggingu og miðlægri vistun gæðakerfa í mánaðalegri áskrift. Samtökin gerðu á sínum tíma drög eða sýnishorn af gæðakerfi sem félagsmönnum hefur staðið til boða að laga að eigin rekstri. Kerfið hefur í tímans rás smám saman þróast yfir í vefræna útfærslu sem félagsmönnum stendur nú til boða.
Orri Hauksson kosinn formaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins
Stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins var endurskipuð á ársfundi sem haldinn var í gær. Orri Hauksson var kjörin formaður stjórnar og tók við af Arnari Sigurmundssyni. Guðný Hrund Karlsdóttir var kjörin varaformaður.
ICEconsult hlýtur önnur verðlaun í "Future Internet Summit Award"
Íslenskur hugbúnaður, City Direct frá ICEconsult, hafnaði í öðru sæti í alþjóðlegri samkeppni, „Future Internet Summit Award“, sem haldin er í tengslum við ráðstefnuna „European Summit on the Future Internet“. Markmið hennar er leita uppi nýjar lausnir sem eru líklegar til að hafa afgerandi áhrif á mótun notkunar á internetinu í framtíðinni á ákveðnum sviðum.
Endurnýjanlegir orkugjafar fyrir samgöngur
Þriðji og síðasti fundurinn í fundaröð SI, HR og Samáls um orkumál fór fram í morgun í Háskólanum í Reykjavík. Gestafyrirlesari var Philip Metcalfe, ráðgjafi á sviði endurnýjanlegrar orku. Philip er rafmagnsverkfræðingur og starfar sem ráðgjafi með áherslu á fjárfestingar í endurnýjanlegri orku. Hann hefur m.a. starfað í verkefnum um lífdísel, vindmyllur og kolefnisviðskipti.
Verðbólgan og Seðlabankinn áhyggjuefni
Verðbólgan er á hraðri uppleið en í maí hækkaði vísitala neysluverðs um 0,94%. Verðbólgan mælist nú 3,4% á ársgrundvelli en var til samanburðar aðeins 1,9% í febrúar sl. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI, segist hafa verulegar áhyggjur af þessari þróun en ekki síst af mögulegum viðbrögðum Seðlabankans enda þurfi hagkerfið síst á vaxtahækkunum að halda við þær erfiðu aðstæður sem nú ríkja.
Hönnun í útflutning - auglýst er eftir umsóknum hönnuða
Auglýst er eftir hönnuðum til samstarfs í þróunarverkefni á vegum Hönnunarmiðstöðvar, Íslandsstofu, Samtaka iðnaðarins og Nýsköpunarmiðstöðvar. Markmið verkefnisins er að leiða saman hönnuði og fyrirtæki í samvinnu um hönnun og framleiðslu á útflutningsvörum.
Fundur um opinber innkaup til nýsköpunar 25. maí
Rannís og Samtök iðnaðarins boða til opins fundar um möguleika til að nýta opinber innkaup sem tæki til að örva nýsköpun í samfélaginu. Fundurinn verður haldinn áHótel Sögu, miðvikudaginn 25. maí kl. 13:30-17.
Orka fyrir samgöngur
Þriðji fundurinn í fundaröð Samtaka iðnaðarins, Háskólans í Reykjavík og Samáls verður haldinn föstudaginn 27. maí kl. 8.30 - 10.00. Fjallað verður um orku í samgöngum. Philip Metcalfe, ráðgjafi á sviði endurnýjanlegrar orku verður meðal fyrirlesara.
Gartner velur GreenQloud sem eitt af 5 áhugaverðustu umhverfistæknifyrirtækjum heims
Ráðgjafa- og greiningafyrirtækið Gartner gaf nýverið út skýrslu yfir 300 áhugaverðustu sprotafyrirtæki heims. GreenQloud var valið eitt af 5 fyrirtækjum í flokki umhverfistæknifyrirtækja eða “Cool Vendors in GreenIT and Sustainability 2011".
Tvö hundraðasti nemandinn útskrifast úr Stóriðjuskólanum - námið nú metið sem hálft stúdentspróf
Þjóðhagsleg áhrif orkunýtingar
Annar fundur í fundaröð SI, HR og Samáls um orkumál fór fram í morgun í Háskólanum í Reykjavík. Fjallað var um þjóðhagsleg áhrif orkunýtingar. Flutt voru þrjú erindi, Dr. Helga Kristjánsdóttir, hagfræðingur fjallaði um flæði beinnar erlendrar fjárfestingar á orkufrekan iðnað á íslandi, Þórður Hilmarsson, forstöðumaður fjárfestingasviðs Íslandsstofu fjallaði um orkutengd verkefni til atvinnuuppbyggingar og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samáls um þjóðhagslegan ávinning orkutengds iðnaðar.
Annar fundur í fundaröð um orkumál
Samtök iðnaðarins, Háskólinn í Reykjavík og Samál standa fyrir fundaröð um orkumál í Háskólanum í Reykjavík, Herkúles 5, 2. hæð. Annar fundur er um þjóðhagsleg áhrif orkunýtingar og er föstudaginn 13. maí kl. 8.30 - 10.00.
Ný tækifæri í orkuöflun
Fyrsti fundur í fundaröð SI og HR um orkumál fór fram sl. föstudag í Háskólanum í Reykjavík. Fjallað var um nýjar leiðir í orkuframleiðslu og hugsanlega framleiðslugetu í raforku og sjónum m.a. beint að djúpborunum, vindorku og sjávarföllum. Einnig var horft til betri nýtingar í kerfinu og hvernig megi fara betur með það sem fyrir er.
Vistvænni borgir beggja vegna Atlantsála
Á ráðstefnunni CanNord 2011 komu fulltrúar Norðurlandanna og Kanada saman til þess að ræða þau stóru verkefni sem borgir landanna standa frammi fyrir í skipulags-, samgöngu- og orkumálum. Guðný Reimarsdóttir framkvæmdastjóri íslenska fyrirtækisins Econord sem framleiðir umhverfisvænar lausnir í sorpiðnaði tók þátt í ráðstefnunni sem fulltrúi Cleantech Iceland.