Fréttasafn(Síða 22)
Fyrirsagnalisti
Afnema þarf þak til að ná metnaðarfullum markmiðum
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, segir afnám þaks á endurgreiðslum vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar fyrsta skrefið til að ná metnaðarfullum markmiðum stjórnvalda.
Umsóknum um einkaleyfi fækkar
Í ViðskiptaMogganum er sagt frá því að fjöldi einkaleyfa hér á landi er úr takt við þróun erlendis.
Vel sótt Nýsköpunarmót Álklasans
Nýsköpunarmót Álklasans fór fram fyrir fullum sal í gær í stofu M105 í Háskólanum í Reykjavík.
Opnað fyrir skráningar á Nýsköpunarmót Álklasans
Opnað hefur verið fyrir skráningar á Nýsköpunarmót Álklasans sem verður haldið fimmtudaginn 22. febrúar kl. 14-16 í Háskólanum í Reykjavík.
Hampiðjan skarar framúr í nýsköpun
Hampiðjan, sem er eitt af aðildarfyrirtækjum Samtaka iðnaðarins, hlaut viðurkenningu Creditinfo fyrir að vera framúrskarandi nýsköpunarfyrirtæki ársins.
Styrkir og endurgreiðslur skipta atvinnulífið miklu máli
Á fundi SI í samstarfi við Rannís kom meðal annars fram að styrkir og endurgreiðslur skipta atvinnulífið miklu máli.
Kynningarfundur fyrir félagsmenn SI um nýsköpunarverkefni
Samtök iðnaðarins standa fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn SI um Tækniþróunarsjóð og skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna.
Skýr merki um að skattalegir hvatar efla nýsköpun
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, segir í Morgunblaðinu í dag að skattalegir hvatar virki til að efla nýsköpun.
Starfsumhverfi rannsókna og þróunar er lakara hér á landi
Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um þá staðreynd að útgjöld til rannsókna og þróunar lækkuðu hér á landi á milli ára sem hlutfall af vergri landsframleiðslu úr 2,17% í 2,08%.
Hvetja nýja ríkisstjórn til að lyfta þaki af endurgreiðslu
Forstjórar fjögurra nýsköpunarfyrirtækja skrifuðu grein í ViðskiptaMoggann þar sem þeir hvetja nýja ríkisstjórn til að afnema þak af endurgreiðslu vegna kostnaðar við nýsköpun og þróun.
Næsta ríkisstjórn hefur val um nýsköpun eða stöðnun
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, skrifar í Morgunblaðinu í dag um að næsta ríkisstjórn hafi val um stöðnun eða að bæta lífskjör til framtíðar litið með nýsköpun.
Sigurvegarar á uppskeruhátíð íslenska tæknigeirans
Guide to Iceland, DTE og Platome líftækni voru sigurvegarar á uppskeruhátíð íslenska tæknigeirans.
Sex sprota- og tæknifyrirtæki kynna sig á Fast 50 viðburðinum
Sex sprota- og tæknifyrirtæki hafa verið valin til að taka þátt í alþjóðlegu keppninni Rising Star.
Fjórða iðnbyltingin birtist í prentuðum fiskrétti hjá Matís
Fjórða iðnbyltingin birtist fundargestum Matís ljóslifandi þegar fiskréttur varð smám saman til í þrívíddarprentara, þeim fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndum.
Íslensk sprotafyrirtæki geta sótt um þátttöku í Nordic Scalers
Verkefnið Nordic Scalers sem er fyrir sprotafyrirtæki var kynnt á fundi í Húsi atvinnulífsins í dag.
Kynning á stuðningi við lengra komin sprotafyrirtæki
Icelandic Startups í samstarfi við Samtök iðnaðarins efna til kynningarfundar um nýtt verkefni, Nordic Scalers, sem ætlað er að styðja lengra komin sprotafyrirtæki að sækja á erlenda markaði.
Mikill áhugi á kynningu Rannís og SI á stuðningi við nýsköpun
Fjölmennt var á fundi Rannís og SI í Húsi atvinnulífsins þar sem kynntur var stuðningur við nýsköpun.
Ísland er í 8. sæti í nýsköpun
Ísland er í 8. sæti á listanum yfir þau ríki sem standa sig hvað best í nýsköpun samkvæmt nýrri mælingu European Innovation Scoreboard.
Opið fyrir tilnefningar í bókina Startup Guide Reykjavik
Hægt er að senda inn tilnefningar fyrir útgáfu bókar um frumkvöðlaumhverfið á höfuðborgarsvæðinu sem nefnist Startup Guide Reykjavik
Kynningarfundur um styrki Tækniþróunarsjóðs
Rannís og Samtök iðnaðarins standa fyrir kynningarfundi með Tækniþróunarsjóði næstkomandi fimmtudag 17. ágúst kl. 8.30-10.00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.