Fréttasafn(Síða 24)
Fyrirsagnalisti
Nýsköpun er drifkraftur verðmætasköpunar
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar SI, skrifar um mikilvægi þess að nýsköpun fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar.
Nýjar afurðir verða til úr íslenskum gulrófum
Búi Bjarmar Aðalsteinsson, hönnuður, stýrði verkefni þar sem íslenskar gulrófur eru notaðar í nýjar afurðir sem stefnt er að setja á neytendamarkað á næsta ári.
Kjósum gott líf – fundur í Hörpu
Samtök iðnaðarins bjóða til opins fundar í Kaldalóni í Hörpu þriðjudaginn 4. október kl. 8.30-10.00 með forystufólki stjórnmálaflokkanna.
Slush Play í Reykjavík og Helsinki
Slush Play verður í Reykjavík í lok september og í Helsinki í lok nóvember.
Skráningar í Fast 50 & Rising Star eru hafnar
Fast 50 & Rising Star er alþjóðlegur fjárfesta- og kynningarviðburður fyrir frumkvöðla, sprota og tæknifyrirtæki í örum vexti sem Deloitte stendur fyrir. Samtök iðnaðarins eru samstarfsaðilar Fast 50 & Rising Star ásamt FKA, Íslandsbanka og NMÍ.
Nýjar tæknilausnir fyrir eldri borgara og fatlaða
Samtök iðnaðarins og Reykjavíkurborg stóðu fyrir stefnumóti frumkvöðla, fyrirtækja og aðila á velferðarsviði.
Nýir styrkjaflokkar Tækniþróunarsjóðs
Tækniþróunarsjóður kynnti breytingar á styrkjaflokkum og umsóknarferli.
Ísland aftur í 13. sæti í nýsköpun
Nýsköpunarmælikvarðinn Global Innovation Index 2016 hefur verið birtur og kemur í ljós að Ísland er í 13. sæti yfir þau ríki sem standa fremst í nýsköpun.
Bætt umgjörð nýsköpunar
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá SI, hrósar stjórnvöldum og Alþingi fyrir að hafa náð að koma breytingum fyrir nýsköpunarfyrirtæki í gegn fyrir þinghlé og að þær séu nauðsynlegar til að halda í við þróun og harða samkeppni frá nærliggjandi löndum.
Nýsköpunarfrumvarp samþykkt á Alþingi
Samtök iðnaðarins fagna því að nýsköpunarfrumvarp fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í gær.
Vaxtarsproti ársins er Eimverk
Sprotafyrirtækið Eimverk ehf. hefur verið valið Vaxtarsprotinn 2016 sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis á síðasta ári.
Mikilvægur stuðningur við íslenskt nýsköpunarumhverfi
Samtök iðnaðarins hafa ávallt lagt áherslu á að rekstrarumhverfi íslenskra nýsköpunarfyrirtækja þurfi að komast nær því sem gerist annars staðar til að þau nái að dafna vel og vaxa hratt.
Úthlutun Tækniþróunarsjóðs desember 2015
Tækniþróunarsjóður úthlutaði í gær styrkjum til verkefna tæplega 50 aðila. Um er að ræða frumherjastyrki, verkefnastyrki og markaðsstyrki.
Tækifæri í tækni- og hugverkaiðnaði leyst úr læðingi
Ný framtíðarsýn og áhersluverkefni voru rædd á góðum fundi Samtaka iðnaðarins og Hátækni- og sprotavettvangs (HSV) með ráðherra, fulltrúum ráðuneyta og fyrirtækja í húsakynnum Orf Líftækni sl. fimmtudag. Fundinn sátu Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, fulltrúar iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis, forsætisráðuneytis, fulltrúar SI og stjórn HSV.
Viltu sigra heiminn?
Deloitte á Íslandi tekur nú í fyrsta skipti þátt í alþjóðlega átakinu Technology Fast 50 sem keyrt hefur verið í yfir 20 ár hjá um 30 aðildarfyrirtækjum Deloitte á alþjóðavísu. Átakið snýst í grunninn um að kortleggja þau tæknifyrirtæki sem vaxa hraðast m.t.t. veltuaukningar á hverju fjögurra ára tímabili.
Álklasinn formlega stofnaður
Yfir 30 fyrirtæki og stofnanir stóðu að vel sóttum stofnfundi Álklasans sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins sl. mánudag. Markmið Álklasans er að efla samkeppnishæfni með virðisauka fyrir þau fyrirtæki sem í Álklasanum eru og auka sýnileika, rannsóknir og nýsköpun á þessu sviði.
Kvikna hlýtur Vaxtarsprotann 2015
Fyrirtækið Kvikna ehf. hlaut í dag Vaxtarsprotann 2015 sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis á síðasta ári. Sölutekjur fyrirtækisins jukust úr tæplega 124 m.kr í rúmlega 209 m.kr. eða um 69%. Á sama tíma hefur starfsmannafjöldinn vaxið úr 12 í 15 og útflutningur nemur yfir 90% af veltu.
Vaxtarsprotinn 2015 afhentur á fimmtudag
Viðurkenningarathöfn Vaxtarsprotans fer fram fimmtudaginn 7. maí á Kaffi Flóru í Grasagarðinum Laugardal kl. 8:30. Léttur morgunverður og ljúfir tónar í byrjun fundar.
Una skincare hlýtur viðurkenningu fyrir bestu markaðs- og aðgerðaáætlun
Á ársfundi Íslandsstofu í síðustu viku hlaut fyrirtækið UNA skincare viðurkenningu fyrir bestu markaðs- og aðgerðaáætlun í útflutningsverkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH).
Zymetech hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands
Fyrirtækið Zymetech hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í morgun, en Zymetech er leiðandi íslenskt líftæknifyrirtæki á sviði rannsókna, þróunar, framleiðslu og sölu náttúrulegra sjávarensíma til hagnýtingar í húðvörur, lækningatæki og lyf.