Fréttasafn



Fréttasafn: Nýsköpun (Síða 24)

Fyrirsagnalisti

20. okt. 2016 Iðnaður og hugverk Nýsköpun : Nýjar afurðir verða til úr íslenskum gulrófum

Búi Bjarmar Aðalsteinsson, hönnuður, stýrði verkefni þar sem íslenskar gulrófur eru notaðar í nýjar afurðir sem stefnt er að setja á neytendamarkað á næsta ári. 

3. okt. 2016 Almennar fréttir Mannvirki Menntun Nýsköpun Orka og umhverfi Starfsumhverfi : Kjósum gott líf – fundur í Hörpu

Samtök iðnaðarins bjóða til opins fundar í Kaldalóni í Hörpu þriðjudaginn 4. október kl. 8.30-10.00 með forystufólki stjórnmálaflokkanna.

5. sep. 2016 Iðnaður og hugverk Nýsköpun : Slush Play í Reykjavík og Helsinki

Slush Play verður í Reykjavík í lok september og í Helsinki í lok nóvember.

2. sep. 2016 Almennar fréttir Nýsköpun : Skráningar í Fast 50 & Rising Star eru hafnar

Fast 50 & Rising Star er alþjóðlegur fjárfesta- og kynningarviðburður fyrir frumkvöðla, sprota og tæknifyrirtæki í örum vexti sem Deloitte stendur fyrir. Samtök iðnaðarins eru samstarfsaðilar Fast 50 & Rising Star ásamt FKA, Íslandsbanka og NMÍ.

24. ágú. 2016 Almennar fréttir Nýsköpun : Nýjar tæknilausnir fyrir eldri borgara og fatlaða

Samtök iðnaðarins og Reykjavíkurborg stóðu fyrir stefnumóti frumkvöðla, fyrirtækja og aðila á velferðarsviði. 

23. ágú. 2016 Almennar fréttir Nýsköpun : Nýir styrkjaflokkar Tækniþróunarsjóðs

Tækniþróunarsjóður kynnti breytingar á styrkjaflokkum og umsóknarferli. 

16. ágú. 2016 Almennar fréttir Nýsköpun : Ísland aftur í 13. sæti í nýsköpun

Nýsköpunarmælikvarðinn Global Innovation Index 2016 hefur verið birtur og kemur í ljós að Ísland er í 13. sæti yfir þau ríki sem standa fremst í nýsköpun. 

20. jún. 2016 Iðnaður og hugverk Nýsköpun : Bætt umgjörð nýsköpunar

Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá SI, hrós­ar stjórn­völd­um og Alþingi fyr­ir að hafa náð að koma breyt­ing­um fyrir nýsköpunarfyrirtæki í gegn fyr­ir þing­hlé og að þær séu nauðsynleg­ar til að halda í við þróun og harða sam­keppni frá nærliggjandi lönd­um.

3. jún. 2016 Nýsköpun : Nýsköpunarfrumvarp samþykkt á Alþingi

Samtök iðnaðarins fagna því að nýsköpunarfrumvarp fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í gær.

1. jún. 2016 Iðnaður og hugverk Nýsköpun : Vaxtarsproti ársins er Eimverk

Sprotafyrirtækið Eimverk ehf. hefur verið valið Vaxtarsprotinn 2016 sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis á síðasta ári.

13. apr. 2016 Iðnaður og hugverk Mannvirki Nýsköpun : Mikilvægur stuðningur við íslenskt nýsköpunarumhverfi

Samtök iðnaðarins hafa ávallt lagt áherslu á að rekstrarumhverfi íslenskra nýsköpunarfyrirtækja þurfi að komast nær því sem gerist annars staðar til að þau nái að dafna vel og vaxa hratt.

16. des. 2015 Nýsköpun : Úthlutun Tækniþróunarsjóðs desember 2015

Tækniþróunarsjóður úthlutaði í gær styrkjum til verkefna tæplega 50 aðila. Um er að ræða frumherjastyrki, verkefnastyrki og markaðsstyrki.

19. ágú. 2015 Nýsköpun : Tækifæri í tækni- og hugverkaiðnaði leyst úr læðingi

Ný framtíðarsýn og áhersluverkefni voru rædd á góðum fundi Samtaka iðnaðarins og Hátækni- og sprotavettvangs (HSV) með ráðherra, fulltrúum ráðuneyta og fyrirtækja í húsakynnum Orf Líftækni sl. fimmtudag. Fundinn sátu Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, fulltrúar iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis, forsætisráðuneytis, fulltrúar SI og stjórn HSV.

8. júl. 2015 Nýsköpun : Viltu sigra heiminn?

Deloitte á Íslandi tekur nú í fyrsta skipti þátt í alþjóðlega átakinu Technology Fast 50 sem keyrt hefur verið í yfir 20 ár hjá um 30 aðildarfyrirtækjum Deloitte á alþjóðavísu. Átakið snýst í grunninn um að kortleggja þau tæknifyrirtæki sem vaxa hraðast m.t.t. veltuaukningar á hverju fjögurra ára tímabili.

1. júl. 2015 Nýsköpun : Álklasinn formlega stofnaður

Yfir 30 fyrirtæki og stofnanir stóðu að vel sóttum stofnfundi Álklasans sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins sl. mánudag. Markmið Álklasans er að efla samkeppnishæfni með virðisauka fyrir þau fyrirtæki sem í Álklasanum eru og auka sýnileika, rannsóknir og nýsköpun á þessu sviði.

7. maí 2015 Nýsköpun : Kvikna hlýtur Vaxtarsprotann 2015

Fyrirtækið Kvikna ehf. hlaut í dag Vaxtarsprotann 2015 sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis á síðasta ári. Sölutekjur fyrirtækisins jukust úr tæplega 124 m.kr í rúmlega 209 m.kr. eða um 69%. Á sama tíma hefur starfsmannafjöldinn vaxið úr 12 í 15 og útflutningur nemur yfir 90% af veltu. 

4. maí 2015 Nýsköpun : Vaxtarsprotinn 2015 afhentur á fimmtudag

Viðurkenningarathöfn Vaxtarsprotans fer fram fimmtudaginn 7. maí á Kaffi Flóru í Grasagarðinum Laugardal kl. 8:30.  Léttur morgunverður og ljúfir tónar í byrjun fundar.    

4. maí 2015 Nýsköpun : Una skincare hlýtur viðurkenningu fyrir bestu markaðs- og aðgerðaáætlun

Á ársfundi Íslandsstofu í síðustu viku hlaut fyrirtækið UNA skincare viðurkenningu fyrir bestu markaðs- og aðgerðaáætlun í útflutningsverkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH).

9. apr. 2015 Nýsköpun : Zymetech hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands

Fyrirtækið Zymetech hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í morgun, en Zymetech er leiðandi íslenskt líftæknifyrirtæki á sviði rannsókna, þróunar, framleiðslu og sölu náttúrulegra sjávarensíma til hagnýtingar í húðvörur, lækningatæki og lyf.

15. jan. 2015 Nýsköpun : Áhugi fyrirtækja á stefnu Tækniþróunarsjóðs og endurgreiðslum vegna rannsókna og þróunar

Samtök iðnaðarins efndu til kynningarfundar með Rannís um nýja stefnumótun stjórnar Tækniþróunarsjóðs og endurnýjun laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Næsti umsóknarfrestur Tækniþróunarsjóðs er 15. febrúar nk. En eftir harða varnarbaráttu SI og Hátækni- og sprotavettvangs gegn niðurskurðaráformum hefur ríkisstjórnin ákveðið að hækka aftur framlög til sjóðsins á þessu ári. 

Síða 24 af 25