Fréttasafn



Fréttasafn: 2013 (Síða 4)

Fyrirsagnalisti

22. ágú. 2013 : Verðlaunabrauð LABAK

Landssamband bakarameistara (LABAK) og Matís kynna verðlaunabrauð LABAK. Brauðið er afrakstur keppni sem efnt var til meðal félagsmanna fyrr í sumar og var valið úr 11 innsendum brauðum. Höfundur uppskriftarinnar, Sigurður M. Guðjónsson Bernhöftsbakaríi tók við verðlaunum í húsakynnum Matís í gær þar sem viðstöddum gafst kostur á að smakka á brauðinu og kynna sér það nánar.

21. ágú. 2013 : Skapandi hönnun úr áli

13Al+ kannar þá framtíðarmöguleika sem felast í framleiðslu á áli á Íslandi á ráðstefnu miðvikudaginn 28. ágúst kl. 13.00 - 17.00 í Arion Banka, Borgartúni 19.

19. ágú. 2013 : Dýrt að gera ekki neitt

Í júní 2013 birti Bertelsmann Foundation í Þýskalandi skýrslu um rannsókn á efnahagslegum áhrifum fyrirhugaðs fríverslunarsamnings milli Bandaríkjanna og ESB. Þar kemur fram að áhrif fríverslunarsamningsins á Ísland yrðu fremur neikvæð. Svana Helen Björnsdóttir fjallaði um rannsóknina í grein í Fréttablaðinu.

14. ágú. 2013 : Merkingar á vörum frá ICEWEAR og NORWEAR ólögmætar að mati Neytendastofu

Með ákvörðun sinni í dag komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að Drífa ehf. , sem selur m.a. lopahúfur og vettlinga í verslunum víða um land undir vörumerkjunum ICEWEAR og NORWEAR, hafi brotið gegn lögum um eftirliti með viðskiptaháttum og markaðssetningu nr. 57/2005.

13. ágú. 2013 : BIOEFFECT húðvörurnar seldar í yfir tuttugu löndum

Húðvörurnar frá Sif Cosmetics eru nú seldar í yfir 400 verslunum í yfir tuttugu löndum víðs vegar um heim undir vörumerkinu BIOEFFECT. Þeirra á meðal eru margar þekktustu snyrtivöru- lífstíls- og stórverslanir heims, á borð við Colette í París, Selfridges í London, Magasin du Nord í Kaupmannahöfn og La Rinascente í Mílanó.

13. ágú. 2013 : Mentis Cura gerir samkomulag við kínverskt hátæknisjúkrahús

Íslenska rannsóknarfyrirtækið Mentis Cura hefur gert samkomulag við kínverska hátæknisjúkrahúsið WanJia Yuan International Geriatric Hospital um að sjúkrahúsið noti hugbúnað fyrirtækisins við greiningu á Alzheimer og öðrum heilabilunarsjúkdómum.

9. júl. 2013 : Góður árangur íslenskra keppenda á WorldSkills

WorldSkills – heimsmeistaramót iðn- og starfsnámsnemenda 2013 var haldið í Leipzig dagana 3. – 6. júlí. Íslenskir keppendur og dómarar sóttu sér mikla reynslu sem á eftir að skila sér í umræðu um þekkingu iðnnema hér á landi auk þess að lyfta þessum keppnisgreinum á Íslandsmóti iðn- og verkgreina á nýjan stað.

8. júl. 2013 : STYRKIR VEGNA VINNUSTAÐANÁMS

Mennta- og menningamálaráðuneytið auglýsir styrki vegna vinnustaðanáms.
Umsóknartímabilið er 1. júlí 2013 til 31. desember 2013.

5. júl. 2013 : Félagsfundur tækni- og hugverkagreina ályktar

Tækni- og hugverkagreinar innan SI sendu í gær ályktun um nýsköpun, nýtingu vaxtartækifæra og eflingu útflutningsgreina framtíðarinnar til allra þingmanna. Samtökin innan þessara greina ásamt Samtökum iðnaðarins óska eftir áframhaldandi samstarfi við stjórnvöld og lýsa sig reiðubúin að að starfa með nýrri ríkisstjórn að vexti og framgangi greinanna.

4. júl. 2013 : Óskað eftir tilnefningum til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

3. júl. 2013 : Pétur Blöndal ráðinn framkvæmdastjóri Samáls

Pétur Blöndal hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samáls. Hann mun hefja störf í næsta mánuði. Pétur tekur við af Þorsteini Víglundssyni sem tók nýverið við stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.

3. júl. 2013 : Samningur við Verkiðn um Skills Iceland og World Skills

Á dögunum undirrituðu Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Björn Ágúst Sigurjónsson formaður Verkiðnar samstarfssamning við Verkiðn um Íslandsmót iðn- og verkgreina árið 2014 og þátttöku íslenskra keppenda á World Skills í Brasilíu árið 2015.

25. jún. 2013 : Söfnunarfé vegna brjóstabollunnar afhent styrktarfélaginu Göngum saman

Við upphaf vikulegrar göngu styrktarfélagsins Göngum saman í gær afhenti Jóhannes Felixson formaður Landssambands  bakarameistara (LABAK) styrktarfélaginu afrakstur sölu á brjóstabollunni í ár samtals 1.7  milljónir króna.  Allt fé sem Göngum saman safnar fer í styrktarsjóð en félagið veitir árlega styrki til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.

19. jún. 2013 : Mentor eitt af þremur framsæknustu tæknifyrirtækjum í Evrópu á sviði menntunar

Á ráðstefnunni EdTech Europe 2013, sem fram fór í London sl. föstudag, hlaut Mentor viðurkenningu sem eitt af þremur framsæknustu fyrirtækjum í Evrópu sem samþætta tækni og menntun. Mentor er framsækið og metnaðarfullt fyrirtæki sem hefur jákvæð áhrif á skólastarf auk þess að hafa sýnt mikinn vöxt á síðustu árum.

19. jún. 2013 : Tvær íslenskar tilnefningar til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna og íslenska fyrirtækið Carbon Recycling International eru meðal þeirra tíu sem tilnefndir eru til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Verðlaunahafinn hlýtur 350.000 danskar krónur í verðlaun auk verðlaunagrips.

13. jún. 2013 :

Jafningjafræðsla  - háskólanemar kynna verk- og tækninám

Actavis, Íslandsbanki, Nýherji, Síminn, Samtök iðnaðarins, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík tóku á liðnum vetri höndum saman í baráttunni við að auka áhuga ungmenna á verk- og tækninámi og fengu til liðs við sig 20 öfluga nemendur beggja háskóla til að fara í framhaldsskóla landsins með kynningu undir heitinu Tækniáhugi.

12. jún. 2013 : Bútur hlýtur D - vottun

Pípulagningaþjónustan Bútur ehf. hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun.

12. jún. 2013 : Rafeyri hlýtur C - vottun

Rafeyri ehf. hefur hlotið C-vottun SI sem staðfestir að reksturinn er í góðum höndum, studdur með öflugu verkbókhaldi, góðri skipulagningu og með mikla sérstöðu varðandi áherslur í öryggis- og heilbrigðismálum.

12. jún. 2013 : Handpoint snjallgreiðslur komnar á íslenskan markað

Snjallgreiðslur Handpoint veitir einyrkjum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum möguleika á að taka á móti kortagreiðslum án þess að greiða mánaðargjöld. Lausnin samanstendur af ókeypis Handpoint appi, snjallsíma eða spjaldtölvu og Handpoint snjallposanum, sem er greiðslukortalesari.

10. jún. 2013 : Frumkvöðlabraut í rekstri lítilla fyrirtækja

Í haust hefst kennsla á nýrri námsbraut við Borgarholtsskóla sem nefnist Frumkvöðlabraut í verslun og þjónustu. Námið fer að mestu fram í gegnum netið á þeim stað sem nemendum hentar. Það er ætlað þeim sem vilja ná tökum á rekstri lítilla fyrirtækja, stuðla að nýbreytni í rekstri lítilla fyrirtækja, stofna eigið fyrirtæki og á sama tíma safna einingum upp í stúdentspróf.

Síða 4 af 8