Fréttasafn: 2017 (Síða 12)
Fyrirsagnalisti
Neyslustýring stjórnvalda í bílakaupum hefur tekist
Stefna stjórnvalda að hækka vörugjöld á stærri bíla sem menga meira hefur ýtt undir innflutning og sölu á minni og sparneytnari bílum.
Góðgæti úr illseljanlegu og útlitsgölluðu hráefni
Boðið var upp á góðgæti úr illseljanlegum og útlitsgölluðum vörum á viðburðinum Óhóf sem haldinn var í Petersen svítunni í Gamla bíói í gær.
Þarf meiri áræðni stjórnvalda í uppbyggingu gagnavera
Í leiðara Viðskiptablaðsins þessa vikuna er kastljósinu beint að uppbyggingu gagnavera hér á landi.
Samkeppnishæfnin þverrandi vegna sterks gengis krónunnar
Í umfjöllun Viðskiptablaðsins í dag kemur fram að samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs fari þverrandi vegna þess mikla kostnaðar sem fylgir sterku gengi krónunnar.
Skráning hafin í Fast 50 og Rising Star
Opnað hefur verið fyrir skráningar í Fast 50 og Rising Star sem nú er haldið í þriðja sinn.
Skortur á gagnatengingum hefur áhrif á erlendar fjárfestingar
Í Viðskiptablaðinu er sagt frá því að hagsmunaaðilar á Íslandi hafi gagnrýnt harðlega að ekki sé lögð meiri áhersla á eflingu erlendrar fjárfestingar hér á landi og uppbyggingu gagnavera á sama tíma og gríðarleg áhersla virðist vera lögð á málaflokkinn í nágrannaríkjum okkar.
Alltof flókið kerfi borgarinnar
Í Morgunblaðinu er rætt við formann Meistarafélags húsasmiða sem segir meðal annars að kerfið sem starfsmenn borgarinnar hafi búið til sé orðið alltof flókið.
Embættið ætlar að hlusta á gagnrýni SI
Í samtali við Morgunblaðið segir byggingarfulltrúi Reykjavíkur að embættið muni hlusta á gagnrýni Samtaka iðnaðarins.
Færri störf í hátækniiðnaði hér á landi vegna gengissveiflna
Í ViðskiptaMogganum er rætt við Ingólf Bender, hagfræðing SI, um vísbendingar um að styrking krónunnar muni hafa áhrif á samsetningu iðnaðar í landinu.
Byggingarfulltrúi Reykjavíkur vísar gagnrýni á bug
Í frétt Stöðvar 2 er sagt frá því að byggingarfulltrúi Reykjavíkur, Nikulás Úlfur Másson, vísi á bug gagnrýni formanns Samtaka iðnaðarins, verktaka og arkitekta um að þjónusta embættisins sé slök og tefji fyrir framkvæmdum.
Fundur í lok ágúst með borgaryfirvöldum
Fundur með borgaryfirvöldum hefur verið boðaður í lok ágúst, um ársfjórðungi frá því óskað var eftir fundi í maí síðastliðnum.
Samtök iðnaðarins gagnrýna skipulagsyfirvöld í Reykjavík
Morgunblaðið fjallar um frestun mála hjá byggingarfulltrúa í Reykjavík sem hafi kostað fjölda fyrirtækja mikið fé og dæmi séu um að verktakar hafi gefist upp á skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og tekið ákvörðun um að hætta uppbyggingu í miðborginni vegna mikilla og ítrekaðra tafa á afgreiðslu mála.
Vantar meira af iðnmenntuðu fólki út í atvinnulífið
Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að tölur Vinnumálastofnunar sýni að atvinnuleysi meðal þeirra sem hafa lokið iðnnámi er minna en þeirra sem hafa lokið stúdentsprófi og mun minna en meðal þeirra sem hafa lokið háskólanámi.
Aðrar forsendur fyrir hækkun íbúðaverðs
Ingólfur Bender, hagfræðingur SI, segir í samtali við Fréttablaðið allt aðrar forsendur fyrir hækkun íbúðaverðs nú en á árunum fyrir hrun.
Sumarlokun
Skrifstofur Samtaka iðnaðarins verða lokaðar 24. júlí - 7. ágúst.
Hvatt til aukinnar áherslu á starfsnám og tækninám
Í helgarútgáfu Morgunblaðsins skrifar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um mikilvægi þess að við reynum ekki að steypa alla í sama mótið heldur gefum hverjum og einum svigrúm og frelsi til að finna fjölina sína.
Iðnaður hefur átt stóran þátt í núverandi efnahagsuppsveiflu
Iðnaður er mjög umfangsmikill í íslensku efnahagslífi. Greinin er fjölþætt og snertir nær alla þætti hagkerfisins. Iðnaður hefur átt stóran þátt í núverandi efnahagsuppsveiflu.
Bakarar agnúast ekki út í aukinn innflutning á brauði og kökum
Jóhannes Felixsson, formaður Landssambands bakarameistara (LABAK), segir í frétt Morgunblaðsins um stóraukinn innflutning á brauði og kökum að viðskiptavinir sem versla við bakarí innan LABAK geti verið 99% vissir um að í þeim bakaríum sé varan bökuð frá grunni.
Talsverð veltuaukning í iðnaði á fyrsta ársþriðjungi
Velta í iðnaði nam 424 mö.kr. á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun.
Samræmd stefnumótun iðnaðar í Evrópu til ársins 2030
SI og SA eru meðal aðila BusinessEurope sem hefur gefið út skýrslu þar sem ný stefnumörkun er kynnt undir yfirskriftinni „Building a Strong and Modern European Industry“.