Fréttasafn (Síða 239)
Fyrirsagnalisti
Samstarf er lykill að árangri
Skráning er hafin á STEFNUmót íslensks byggingariðnaðar sem fram fer 4. nóvember nk. á Grand Hótel.
Krafa um gæðastjórnunarkerfi í byggingariðnaði tekur gildi 1. janúar 2015
Allir sem skrá sig á byggingarleyfisskyld verk sem hönnuðir, hönnunarstjórar, iðnmeistarar eða byggingarstjórar eftir 1. janúar 2015 skulu vera með gæðastjórnunarkerfi sem samþykkt er af Mannvirkjastofnun. Kynningarfundir um innleiðingu gæðastjórnunarkerfa í byggingariðnaði verða haldnir í september og október.
Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill betri upprunamerkingar matvæla
Það skiptir meira en fjóra af hverjum fimm Íslendingum máli að upplýsingar um upprunaland séu á umbúðum matvæla við ákvörðun um kaup. Þar af telur tæpur helmingur (48%) að það skipti miklu máli og rúmur þriðjungur (35%) að það skipti nokkru máli. Aðeins 17% telja að það skipti litlu eða engu máli.
SA og SI mótmæla auknu eftirliti
Leiðrétting vegna greinar í Morgunblaðinu 13. september
Ályktun stjórnar Samtaka sprotafyrirtækja
Stjórn Samtaka sprotafyrirtækja fagnar áformum um eflingu Tækniþróunarsjóðs og áframhaldandi uppbyggingu endurgreiðslna rannsókna- og þróunarkostnaði skv. lögum nr. 152/2009 í fjárlagafrumvarpi 2015. Jafnframt fagna samtökin þeirri stefnu sem birtist í aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs í samráði við stjórnvöld.
Forritum framtíðina - CodeWeek 2014
Breytingar á neyslusköttum - mikilvægt skref í rétta átt
Blikksmiðurinn með D - vottun
Blikksmiðurinn hf. hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun.D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum.
Einingaverð eiga að vera trúnaðarmál
Gámaþjónustan hf. sem er aðili að Samtökum iðnaðarins hefur ásamt sveitarfélaginu Ölfusi ákveðið að höfða mál til ógildingar á úrskurði nr. A 541/2014 sem Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp nýlega. Málið varðar aðgang að öllum tilboðsgögnum Gámaþjónustunnar hf. í opnu útboði á sorphirðuþjónustu fyrir sveitarfélagið Ölfus.
Viðurkenning fyrir snyrtilega lóð
Fyrirtækið Þykkvabæjar hlaut viðurkenningu Garðabæjar fyrir snyrtilegustu lóð fyrirtækis eða stofnunar þann 23. júlí. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri og Jóna Sæmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar afhentu viðurkenninguna við hátíðlega athöfn á Garðatorgi.
Íslenska kalkþörungafélagið færir Bíldudalsskóla spjaldtölvur
Íslenska kalkþörungafélagið á Bíldudal afhenti í morgun Bíldudalsskóla níu iPad spjaldtölvur að gjöf. Fjöldi tölvanna samsvarar fjölda núverandi starfsmanna hjá Kalkþörungafélaginu sem luku á sínum tíma námi frá skólanum á Bíldudal.
Almar Guðmundsson nýr framkvæmdastjóri SI
Almar Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Samtök iðnaðarins styðja afnám vörugjalda
Samtök iðnaðarins fagna hugmyndum fjármálaráðherra um að einfalda skattkerfið og fella niður vörugjöld. Samtökin hafa margítrekað bent á að innheimtukerfi vörugjalda af matvælum (sykurskattsins svonefnda) er geysilega flókið og kostnaðarsamt bæði fyrir framleiðendur og hið opinbera.
Framkvæmdastjóri lætur af störfum
Kristrún Heimisdóttir lætur nú af störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins samkvæmt samkomulagi við stjórn Samtakanna.
„Ég vil fyrir hönd stjórnar Samtaka iðnaðarins þakka Kristrúnu fyrir góð störf hennar í þágu SI og óska henni góðs gengis í framtíðinni,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins.
Aukum framleiðni - býrðu yfir góðri hugmynd?
Frestur til að senda inn hugmyndir er til 31. ágúst næstkomandi og sendist á framleidni@si.is
Framleiðslulandið Ísland færist efst á dagskrá - Rætt við Kristúnu Heimisdóttur, framkv.stj. SI
„Við héldum fjölsóttasta Iðnþing frá upphafi í mars sl. undir yfirskriftinni Drifkraftur nýrrar sóknar. Ég hef orðið vör við hve mörgum eru minnisstæðar styttri ræðurnar sem fluttar voru á þinginu þar sem forystufólk Sets, Kaffitárs, Kerecis og Jáverks sögðu söguna af því hvernig þeim auðnaðist að stýra fyrirtækinu farsællega gegnum hrunið.
Vinnustaðanámssjóður - umsóknarfrestur til 29. ágúst
Vinnustaðanámssjóður veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári.
Næsti umsóknarfrestur er til 29. ágúst vegna vinnustaðanáms.
Neytendastofa sektar Drífu ehf.
Kallað eftir tilnefningum til Fjöreggs MNÍ 2014
Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands kallar eftir tilnefningum til FJÖREGGS MNÍ 2014. Fjöreggið er íslenskt glerlistaverk, hannað og framleitt hjá Gleri í Bergvík og er veitt árlega á Matvæladegi fyrir lofsvert framtak á matvæla og/eða næringarsviði.