Fréttasafn (Síða 240)
Fyrirsagnalisti
Gagarín hlýtur silfurverðlaun European Design Awards
Ólöglegar merkingar
Iðnaður á Austurlandi – drifkraftur nýrrar sóknar
Stjórn Samtaka iðnaðarins gerði sér ferð á Austurland í liðinni viku, heimsótti fyrirtæki á svæðinu og ræddi við starfsfólk og stjórnendur um horfur í atvinnumálum. Mikill kraftur og bjartsýni einkennir viðmælendur að mati stjórnar. Á síðustu tíu árum hafa orðið stórkostlegar breytingar á atvinnulífinu á svæðinu en þær byggjast á iðnaði og tæknivæðingu
Þróun á endurvinnslumarkaði
Á undanförnum áratugum hefur þróun í úrgangsmálum verið hröð. Fyrst var aukin áhersla á endurvinnslu, orkuvinnslu og jarðgerð. Í upphafi aldarinnar var mikið rætt um flokkun á úrgangi, hvort venjulegt fólk gæti og vildi flokka úrgang og hvernig þetta yrði gert á sem hagkvæmastan hátt í fámennu landi með dreifða byggð. En þróunin heldur áfram.
Málstofa um orkustjórnun
Á Nýsköpunartorgi þann 23. maí sl. var haldin málstofa um orkustjórnun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum á vegum Staðlaráðs, SI og CleanTech Iceland. Orkureikningurinn getur vegið þungt í heildarrekstri fyrirtækja; rafmagn, hiti og eldsneyti á vélar og farartæki. Staðlaráð hefur gefið út bækling og leiðbeiningar um innleiðingu á orkustjórnun í takt við staðalinn ÍST EN ISO 50001:2011.
Ályktun frá Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðenda
Ný stjórn var kjörin á aðalfundi SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda sem haldinn var í vikunni. Á aðalfundinum var rætt um mikilvægi þess að framlög í Kvikmyndasjóð verði aukin og ályktun þar að lútandi samþykkt einróma.
Alefli hlýtur C-vottun
Helgi Már Halldórsson nýr formaður SAMARK
Aðalfundur Samtaka arkitektastofa, SAMARK, var haldinn í gær. Á fundinum var Helgi Már Halldórsson kjörinn nýr formaður samtakanna en hann tekur við af Ögmundi Skarphéðinssyni. Aðrir í stjórn voru kosnir Ásdís Helga Ágústsdóttir og Þráinn Hauksson.
Mikið um að vera á Nýsköpunartorgi
Vel tókst til á Nýsköpunartorgi sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík dagana 23. og 24 maí. Um var að ræða fagráðstefnu um starfsumhverfi og uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja og sýningu þar sem fyrirtæki og stofnanir kynntu árangur í nýsköpun.
Rio Tinto Alcan hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála
Rio Tinto Alcan á Íslandi hf. hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála sem veitt voru í fyrsta sinn í dag á ráðstefnunni "Aukið jafnrétti - aukin hagsæld".Að verðlaununum standa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, UN Women á Íslandi, Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og Samtök atvinnulífsins.
Datamarket hlýtur VAXTARSPROTANN 2014
Fyrirtækið Datamarket ehf. hlaut Vaxtarsprotann 2014 sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis á síðasta ári. Fyrirtækið jók sölutekjur sínar milli áranna 2012 og 2013 um 134%. Fyrirtækin Valka, Nox Medical og Skema fengu einnig viðurkenningar fyrir góðan vöxt.
Þaramajónesið Fjaran sigrar í EcoTrophelia Ísland
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra veitti verðlaun í keppninni EcoTrophelia Ísland sl .föstudag á Nýsköpunartorgi í í Háskólanum í Reykjavík. EcoTrophelia Ísland er hluti af alþjóðlegri keppni og er vöruþróunarkeppni meðal háskólanemenda sem felst í því að þróa vistvæna matvöru.
Aðalfundur Félags ráðgjafarverkfræðinga
Aðalfundur Félags Ráðgjafarverkfræðingavar haldinn 15. maí. Áður en eiginleg aðalfundarstörf hófust flutti Þórður Hilmarsson, forstöðumaður fjárfestingasviðs Íslandsstofu, áhugavert erindi þar sem fjallað var um vinnu við að laða að erlenda fjárfestingu til Íslands.
Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknarseturs í áli og efnisvísindum
Undirbúningur er hafinn að stofnun og rekstri rannsóknarseturs í áli og efnisvísindum. Viljayfirlýsing um það var undirrituð í morgun af Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Þorsteini Inga Sigfússyni forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Guðrúnu Sævarsdóttur forseta tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík, Ólafi Pétri Pálssyni deildarforseta iðnaðar, vélaverkfræði og tölvunarfræði Háskóla Íslands og Rannveigu Rist stjórnarformanni Samáls, samtakaálframleiðenda.
True North hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, veitti kvikmyndafyrirtækinu Truenorth Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2014 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Það voru Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri og Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður Truenorth, sem veittu verðlaununum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins.
IÐAN fræðslusetur flytur í Vatnagarða 20
Föstudaginn 16. maí nk. flytur IÐAN fræðslusetur starfsemi sína í nýtt húsnæði að Vatnagörðum 20 í Reykjavík. Skrifstofur IÐUNNAR verða lokaðar allan daginn 16. maí. Við opnum svo stundvíslega kl. 9:00 mánudaginn 19. maí í Vatnagörðum 20. Aðstaða bílgreinasviðs IÐUNNAR að Gylfaflöt 19 verður á sínum stað til mánaðarmóta.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið leggur Forriturum framtíðarinnar lið
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að leggja Forriturum framtíðarinnar lið með tveggja milljóna króna styrk í gegnum GERT verkefnið. Forritarar framtíðarinnar er sjóður sem hefur það að markmiði að forritun verði kennd sem hluti af skólanámskrá grunn- og framhaldskóla á Íslandi.
Brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina
Félagsmenn í Landssambandi bakarameistara, LABAK, efna til sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land um mæðradagshelgina, dagana 8.-11. maí. Bollusalan er til stuðnings styrktarfélaginu Göngum saman semstyrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert.