Fréttasafn



Fréttasafn (Síða 265)

Fyrirsagnalisti

23. sep. 2011 : Nýtt vinnslukerfi frá Marel á leið til Pacific Andes í Kína

Marel hefur skrifað undir samning við kínverska fiskvinnslufyrirtækið Pacific Andes um hönnun, framleiðslu og uppsetningu á nýju vinnslukerfi fyrir hvítfisk. Verður línan sett upp í vinnslustöð fyrirtækisins í Qingdao.

21. sep. 2011 : Landsmenn vilja kjósa

Tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið þannig að unnt verði að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þetta kom fram í marktækri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birtist þann 12. september.

20. sep. 2011 : Stefnumót og upplýsingafundur um tækifæri til nýsköpunar á menntasviði

Stefnumót og upplýsingafundur um tækifæri til nýsköpunar á menntasviði var haldinn á Grand hóteli í gær. Markmið fundarins var að kynna nýja markáætlun Tækniþróunarsjóðs um klasasamstarf á menntasviði, gefa fyrirtækjum kost á því að koma á framfæri hugmyndum að fjölbreyttum lausnum á menntasviði og gefa menntastofnunum tækifæri á því að kynna þarfir fyrir nýsköpun á menntasviði.

17. sep. 2011 : Framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE: útflutningsdrifinn hagvöxtur og sköpun nýrra starfa lykilatriði

Phillippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUOROPE (samtaka atvinnulífsins í Evrópu) flutti í gær erindi á opnum morgunverðarfundi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins. Þar ræddi hann um hagvaxtarhorfur í Evrópu, evruna, stöðu atvinnulífsins, og leiðir til að auka samkeppnishæfni fyrirtækja í álfunni og bæta lífskjör.

17. sep. 2011 : Matardagar 2011 og Full borg matar

Matarhátíðin Full borg matar og Matardagar 2011 í Kópavogi standa yfir nú um helgina. Dagskráin er sneisafull af skemmtilegum viðburðum fyrir alla fjölskylduna.

15. sep. 2011 : Fresti til umsókna um styrki til vinnustaðakennslu framlengt

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að framlengja frest til umsókna um styrki til vinnustaðakennslu til og með föstudagsins 23. september nk.

14. sep. 2011 : Hugmyndaríkir grunnskólanemendur verðlaunaðir

Verðlaun voru veitt í lokahófi Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda sl. sunnudag en keppnin var nú haldin í 20.
sinn. Athöfnin fór fram í höfuðstöðvum Marel, sem verið hefur bakhjarl keppninnar frá upphafi. Tólf hugmyndir af þeim 1.872 sem bárust frá 46 grunnskólum víða um land voru verðlaunaðar í ár.

9. sep. 2011 : Þversagnir á íslenskum vinnumarkaði

Einkennileg staða er uppi á íslenskum vinnumarkaði. Atvinnuleysi er enn afar hátt í sögulegu samhengi en horfur eru á að smávægilegur hagvöxtur komi fram á þessu ári eftir djúpa kreppu síðustu ára. En þrátt fyrir hátt atvinnuleysi kvarta fyrirtæki í öllum greinum iðnaðarins undan skorti á hæfu starfsfólki.

5. sep. 2011 : Full borg matar 14. - 18. september

Full Borg Matar / Reykjavík Real Food Festival er matar- og uppskeruhátíð tileinkuð íslenskum mat og matargerð sem haldin verður í fyrsta sinn dagana 14. – 18. September í haust. Markmið hátíðarinnar er að kynna íslenskan mat og matarhefðir á léttan og skemmtilegan hátt fyrir öllum sem áhuga hafa á góðum og girnilegum mat.

1. sep. 2011 : Brúðkaup á Ljósanótt

Á Ljósanótt þann 2. september nk. ætlar ungt par úr Reykjanesbæ, fótboltakappinn Magnús Sverrir Þorsteinsson og Guðrún Sædal Björgvinsdóttir, að ganga í það heilaga. Undirbúningur brúðkaupsins er liður í dagskrá Ljósanætur en gestum er boðið að fylgjast með förðun og hárgreiðslu á veitingastaðnum í Duus húsi frá kl. 10.00 til 14.00.

31. ágú. 2011 : Frumtak fjárfestir í DataMarket

Frumtak hefur fest kaup á hlut í DataMarket ehf. DataMarket hjálpar fólki að finna og skilja töluleg gögn. Fyrirtækið hefur þróað og rekur gríðarmikið safn slíkra gagna frá tugum alþjóðlegra fyrirtækja og stofnanna, svo sem Sameinuðu Þjóðunum, Alþjóðabankanum, Eurostat og BP.

31. ágú. 2011 : Aðgerðin heppnaðist - en sjúklingurinn lést

Til er sönn eða login saga af færum lækni sem átti að hafa framkvæmt vandasaman uppskurð sem honum þótti takast einkar vel. Að loknu verki átti hann að hafa lýst því yfir að uppskurðurinn hafi heppnast fullkomlega. Bætti svo við: En sjúklingurinn lést því miður.

29. ágú. 2011 : Styrkir til vinnustaðanáms

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til fyrirtækja eða stofnana sem taka nemendur í vinnustaðanám. Umsóknarfrestur er til 15. september 2011.

26. ágú. 2011 : Fyrsta starfsár CleanTech Iceland viðburðaríkt

Á fyrsta aðalfundi CleanTech Iceland sem haldinn var í morgun var farið yfir viðburðaríkt ár í starfsemi félagsins, En CTI sem var stofnað 1. júní 2010 hefur nú lokið sínu fyrsta starfsári. Á félagaskrá CTI eru 14 fyrirtæki, þau starfa á ýmsum sviðum en eiga það sameiginlegt að vinna að þróun umhverfisvænna tæknilausna.

26. ágú. 2011 : Óskað eftir tilnefningum til Fjöreggs MNÍ 2011

Þekkir þú til fyrirtækis, stofnunar eða einstaklings sem sýnt hefur frumkvæði og skarað fram úr á matvæla- og/eða næringarsviði? Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Ísland 2011 verður haldinn 18. október. Á matvæladeginum verða veitt árleg verðlaun, FJÖREGG MNÍ, fyrir lofsvert framtak á matvæla og/eða næringarsviði.

25. ágú. 2011 : Fagfólk í matvælagreinum ánægt

Matvæla- og veitingasvið IÐUNNAR lét gera könnun, síðastliðið vor, sem hafði að markmiði að meta vinnuumhverfi fagmanna í matvælagreinum. Niðurstöðurnar sýna, svo ekki verður um villst, að mikill meirihluti svarenda er ánægður bæði með nám og starf í sinni grein og telur sig geta mælt með henni við ungt fólk.

19. ágú. 2011 : Harpa Einarsdóttir vann fyrstu hönnunarkeppni Reykjavík Runway

Hönnuðurinn Harpa Einarsdóttir sem hannar undir merkinu ZISKA vann fyrstu hönnunarkeppni Reykjavík Runway sem var haldin í Listasafni Reykjavíkur 18. ágúst.

18. ágú. 2011 : Ljúka aðildarviðræðum og kjósa

Ísland hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Samtök iðnaðarins telja mikilvægt að umsóknarferlinu sé haldið áfram af fullum heilindum og í náinni samvinnu við atvinnulíf og aðra hagsmunaaðila.

18. ágú. 2011 : Átak til atvinnusköpunar

Opnað verður fyrir styrkumsóknir í verkefnið Átak til atvinnusköpunar 20. ágúst nk. Umsóknarfrestur er til 22. september. Markmið með verkefninu er að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta og að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða í frumkvöðla- og
sprotafyrirtækjum.

17. ágú. 2011 : Vaxtahækkun er slæm tíðindi

Seðlabankinn ákvað í dag að hækka vexti um 0,25% prósentur í 4,5% og ber fyrir sig versnandi verðbólguhorfum. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir þessa ákvörðun vera óskiljanlega og hafa komið á óvart þrátt fyrir yfirlýsingar Seðlabankans í vor um að vextir kynnu að verða hækkaðir.
Síða 265 af 287