Fréttasafn



Fréttasafn: Mannvirki (Síða 84)

Fyrirsagnalisti

21. sep. 2016 Mannvirki : Skipulagskvaðir í Hafnarfirði hækka byggingarkostnað íbúða

Óánægja er með skipulagskvaðir á fjölbýlishúsalóðum í Skarðshlíð í Hafnarfirði sem hækkar byggingarkostnað íbúðanna.

15. sep. 2016 Mannvirki Starfsumhverfi : Starfsmannaskortur einkennir vinnumarkaðinn

Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI, ræðir um áhrifin af starfsmannaskorti í Speglinum á RÚV. 

14. sep. 2016 Mannvirki : Norrænu lýsingarverðlaunin afhent í Hörpu

Norrænu lýsingarverðlaunin verða afhent í Kaldalónssal Hörpu 10. október næstkomandi. 

8. sep. 2016 Mannvirki : „Vandað, hagkvæmt, hratt“ – vel heppnað málþing um stöðu mála og næstu skref

Íslenski byggingavettvangurinn, ÍBVV og velferðarráðuneytið stóðu fyrir málþingi í morgun þar sem farið var yfir stöðu mála og næstu skref í verkefninu „Vandað, hagkvæmt, hratt“.

7. sep. 2016 Almennar fréttir Mannvirki : Málþing um stöðu húsnæðismála

Íslenski byggingavettvangurinn (ÍBVV) og velferðarráðuneytið boða til málþings þar sem farið verður yfir stöðu mála og næstu skref í verkefninu „Vandað, hagkvæmt, hratt“.

1. sep. 2016 Almennar fréttir Mannvirki : Fagfólk getur skipt sköpum

Grein eftir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóra SI, birtist í Fréttablaðinu þar sem vakin er athygli á mikilvægi þess að fá fagfólk til starfa.

8. ágú. 2016 Mannvirki : Samstarf sem leiðir til framfara

Grein eftir ellefu formenn meistarafélaganna í Meistaradeild Samtaka iðnaðarins sem birtist í Morgunblaðinu 6. ágúst 2016.

9. maí 2016 Mannvirki Starfsumhverfi : Árangursríkt samstarf um samgöngur

Það blasir við öllum þeim sem vilja vita að samgöngur víða um landið eru komnar að fótum fram. Viðhaldi hefur ekki verið sinnt sem skyldi og staðan því orðin verulega slæm á mörgum stöðum.

5. maí 2016 Mannvirki : Stórt skref stigið í átt að lækkun byggingarkostnaðar

Samtök iðnaðarins fagna þeirri breytingu sem gerð hefur verið á byggingareglugerð og undirrituð hefur verið af umhverfis- og auðlindaráðherra.

25. apr. 2016 Almennar fréttir Mannvirki : Hannes Frímann Sigurðsson ráðinn verkefnastjóri við Byggingavettvang

Hannes Frímann Sigurðsson hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri við Byggingavettvang, BVV, sem er samstarfsvettvangur Samtaka iðnaðarins og fleiri aðila.

22. apr. 2016 Mannvirki : Mikilvægt að uppræta brotastarfsemi

Samtök iðnaðarins vilja árétta í ljósi umræðu um möguleg lögbrot fyrirtækja í byggingariðnaði og mannvirkjagerð að þau fordæma vinnubrögð af því tagi sem fjallað hefur verið um.

13. apr. 2016 Iðnaður og hugverk Mannvirki Nýsköpun : Mikilvægur stuðningur við íslenskt nýsköpunarumhverfi

Samtök iðnaðarins hafa ávallt lagt áherslu á að rekstrarumhverfi íslenskra nýsköpunarfyrirtækja þurfi að komast nær því sem gerist annars staðar til að þau nái að dafna vel og vaxa hratt.

2. mar. 2016 Mannvirki : Verk og vit hefst á fimmtudag

Stórsýningin Verk og vit verður haldin í þriðja skipti dagana 3.–6. mars næstkomandi í íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Sýningin er tileinkuð byggingariðnaði, skipulagsmálum, mannvirkjagerð og tengdum greinum.

26. feb. 2016 Mannvirki : Veruleg aukning framkvæmda

Útboðsþing Samtaka iðnaðarins var haldið fyrir fullu húsi á Grand Hótel Reykjavík í dag. Helstu framkvæmdaaðilar hins opinbera kynntu áformaðar framkvæmdir fyrir tæpa 100 milljarða króna sem er veruleg aukning frá því í fyrra.

14. jan. 2016 Mannvirki Starfsumhverfi : Ný sýn á fjármögnun innviðaframkvæmda

Síðustu 6-7 ár hafa fjárfestingar á Íslandi verið takmarkaðar, sérstaklega í opinberum fjárfestingum og í innviðum. Ekki eru horfur á þær aukist mikið að óbreyttu.

9. des. 2015 Mannvirki : Kortlagning byggingarferlis varpar ljósi á sóun tíma og fjármuna

Flókið regluverk eykur bæði tíma og kostnað sem fer í byggingu húsnæðis hér á landi. Þetta er niðurstaða kortlagningar byggingarferlisins sem unnin var af Samtökum iðnaðarins og Viðskiptaráði Íslands. Flækjustigið leiðir á endanum til hærra húsnæðisverð

12. nóv. 2015 Mannvirki : Jafnvægi gæti skapast á íbúðamarkaði

Íbúðum í byggingu fjölgar og framleitt magn verður í takti við þörf næstu ára. Enn er þó áskorun að mæta uppsafnaðri þörf á markaðnum.

29. okt. 2015 Mannvirki : Markaðurinn á alltaf síðasta orðið

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði nýlega að lágt lóðaverð skili sér ekki í lægra fasteignaverði og vísaði þar í hugmyndir Samtaka iðnaðins og fleiri um að sveitarfélög lækki lóðaverð.

28. okt. 2015 Mannvirki : 115 fm íbúð gæti lækkað um 5 milljónir

Friðrik Á. Ólafsson, forstöðumaður byggingasviðs SI sagði í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun framleiðslukostnað við húsbyggingu allt of háan. Komi til ýmsir þættir en hátt lóðaverð, gjöld sveitarfélaga og önnur óbein gjöld spili þar stóra rullu.

22. okt. 2015 Mannvirki : Samstaða um nauðsyn smærri og hagkvæmari íbúða

Lækka þarf lóðaverð, nýta fjárfestingu í innviðum, einfalda byggingareglugerð, stytta afgreiðslutíma leyfa og lækka fjármagnskostnað til þess að hægt sé að byggja vandaðar og hagkvæmar íbúðir með sem hröðustum hætti.

Síða 84 af 85