Fréttasafn



Fréttasafn: Menntun (Síða 27)

Fyrirsagnalisti

27. jan. 2016 Menntun : Menntastofa SI - Þú færð pottþétt starf

Málstofa Samtaka iðnaðarins verður helguð vinnustaðanámi undir yfirskriftinni Þú færð pottþétt starf - atvinnurekendur axla ábyrgð á vinnustaðanámi

19. jan. 2016 Menntun : Menntadagur atvinnulífsins 2016

Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu verður í kastljósinu á menntadegi atvinnulífsins 28. janúar næstkomandi en þetta er í þriðja sinn sem dagurinn er haldinn.

23. nóv. 2015 Menntun : Menntaverðlaun atvinnulífsins 2016 – óskað eftir tilnefningum

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 28. janúar. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála fyrir 11. desember nk. 

19. nóv. 2015 Menntun : Mannauðsstjórar veita stjórnendum ráðgjöf

Það var þægileg og létt stemmning í Hús Atvinnulífsins 17. nóvember síðastliðinn þar sem fjallað var um málefni mannauðsstjórnunar með áherslu á stöðu hennar í dag.

2. nóv. 2015 Menntun : MA vann Boxið 2015

Lið Menntaskólans á Akureyri vann Boxið – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna í ár

23. okt. 2015 Menntun : Styrktaraðilakvöld Team Spark

Árlegt styrktaraðilakvöld Team Spark fór fram í gær hjá Marel.

22. okt. 2015 Menntun : Áttin - ný vefgátt

Áttin - ný vefgátt sem auðveldar fyrirtækjum að sækja um styrki til starfsmenntasjóða og fræðslustofnana verður opnuð í nóvember. Áttin er sameiginlegt verkefni atvinnurekenda og launafólks á almennum vinnumarkaði.

21. okt. 2015 Menntun : Metþátttaka í Boxinu

Átta lið frá átta skólum erum kominn í úrslit í framkvæmdarkeppninni Boxið og munu taka þátt í aðalkeppninni sem verður haldin í fimmta sinn í HR laugardaginn 31. október.

20. okt. 2015 Menntun : Nýir starfsnemar til Samtaka iðnaðarins

Samtök iðnaðarins vilja leggja sitt af mörkum til að efla menntun fyrir atvinnulífið og sem liður í menntastefnu samtakanna eru reglulega ráðnir inn starfsnemar sem sinna þar fjölbreyttum störfum. Samtök iðnaðarins hafa fengið til sín í starfsþjálfun fjóra nýja meistaranema.

6. okt. 2015 Iðnaður og hugverk Menntun : 11 milljónir veittar í styrki til skóla

Í dag voru styrkir úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar afhentir fyrir árið 2015. Sjóðnum bárust alls 42 umsóknir í þessari úthlutun, flestar frá grunnskólum. Virði styrkjanna er samtals ríflega ellefu milljónir króna.

22. sep. 2015 Menntun : Viðurkenningar fyrir þátttöku í GERT verkefninu

Þátttökuskólar í GERT verkefninu skólaárið 2014-2015 hafa hlotið viðurkenningu fyrir þátttöku í verkefninu. Skólarnir eru frumkvöðlar við útfærslu vinnunnar og ákvað stýrihópur verkefnisins að veita þeim viðurkenningu fyrir vel unnin störf.

24. ágú. 2015 Menntun : Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr vinnustaða­námssjóði

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr vinnustaðanámssjóði. Umsóknarfrestur rennur út 31. ágúst, kl. 17:00. Vinnustaðanámssjóður veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.

 

19. ágú. 2015 Menntun : Tækifæri til að öðlast verðmæta starfsþjálfun

Samtök iðnaðarins leita eftir þremur meistaranemum til að sinna fjölbreyttum verkefnum undir leiðsögn sérfræðinga samtakanna á hinum ýmsu sviðum.

25. jún. 2015 Menntun : Annað starfsár GERT verkefnisins á enda

GERT verkefnið ( grunnmenntun  efld í  raunvísindum og  tækni) hefur nú lokið öðru starfsári sínu. Um er að ræða samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka iðnaðarins og mennta- og menningarmálaráðuneytis um að auka áhuga grunnskólanemenda á sviði raunvísinda og tækni.

3. jún. 2015 Menntun : Fyrsti hópurinn útskrifast úr Lyfjagerðarskóla Actavis

Útskrift frá Lyfjagerðarskóla Actavis og Framvegis – miðstöðvar símenntunar fór fram við hátíðlega athöfn á dögunum þegar 14 nemendur útskrifuðust en þetta er fyrsti hópurinn sem útskrifast frá skólanum.

14. apr. 2015 Menntun : Team Spark afhjúpar TS15

Rafknúni kappakstursbíllinn TS15, sem verkfræðinemar í liðinu Team Spark við Háskóla Íslands hafa hannað, var frumsýndur að viðstöddu fjölmenni á Háskólatorgi fyrir helgi. Team Spark fer með bílinn á alþjóðlegu kappaksturs- og hönnunarkeppnina Formula Student sem haldin verður á Silverstone-kappakstursbrautinni í Englandi í júlí.

31. mar. 2015 Menntun : Öflugur liðsauki til Samtaka iðnaðarins

Þrjár öflugar konur hafa ráðist til starfa hjá Samtökum iðnaðarins. Elínrós Líndal Ragnarsdóttir, Björg Ásta Þórðardóttir og Jóhanna Klara Stefánsdóttir.

27. mar. 2015 Menntun : Metfjöldi stúlkna í rennismíði

Fimm ungar konur stunda í vetur nám í rennismíði í Borgarholtsskóla og ein nám í stál- og blikksmíði. Að sögn Aðalsteins Ómarssonar kennslustjóra í málm- og véltæknideild hafa aldrei fleiri stúlkur stundað þetta nám í einu.

24. mar. 2015 Menntun : Sjónvarpsþáttur um BOXIÐ - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna

Sjónvarpsþáttur um Boxið - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna verður sýndur á RÚV á morgun kl. 20.30. Keppnin var haldin í nóvember og kepptu 8 framhaldsskólar til úrslita.

23. feb. 2015 Menntun : Málstofa SI - fjallað um fjölgun nemenda í iðnnám

Á Menntastofu Samtaka iðnaðarins sem haldin var á Menntadegi atvinnulífsins var fjallað um hvernig við getum kveikt áhuga fleiri nemenda á iðnnámi og hvort leiðin sé að leita á ný mið og leitað eftir að jafna kynjahlutfall.

Síða 27 af 28