Fréttasafn (Síða 28)
Fyrirsagnalisti
Metþátttaka í Boxinu
Átta lið frá átta skólum erum kominn í úrslit í framkvæmdarkeppninni Boxið og munu taka þátt í aðalkeppninni sem verður haldin í fimmta sinn í HR laugardaginn 31. október.
Nýir starfsnemar til Samtaka iðnaðarins
Samtök iðnaðarins vilja leggja sitt af mörkum til að efla menntun fyrir atvinnulífið og sem liður í menntastefnu samtakanna eru reglulega ráðnir inn starfsnemar sem sinna þar fjölbreyttum störfum. Samtök iðnaðarins hafa fengið til sín í starfsþjálfun fjóra nýja meistaranema.
11 milljónir veittar í styrki til skóla
Í dag voru styrkir úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar afhentir fyrir árið 2015. Sjóðnum bárust alls 42 umsóknir í þessari úthlutun, flestar frá grunnskólum. Virði styrkjanna er samtals ríflega ellefu milljónir króna.
Viðurkenningar fyrir þátttöku í GERT verkefninu
Þátttökuskólar í GERT verkefninu skólaárið 2014-2015 hafa hlotið viðurkenningu fyrir þátttöku í verkefninu. Skólarnir eru frumkvöðlar við útfærslu vinnunnar og ákvað stýrihópur verkefnisins að veita þeim viðurkenningu fyrir vel unnin störf.
Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr vinnustaðanámssjóði
Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr vinnustaðanámssjóði. Umsóknarfrestur rennur út 31. ágúst, kl. 17:00. Vinnustaðanámssjóður veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.
Tækifæri til að öðlast verðmæta starfsþjálfun
Samtök iðnaðarins leita eftir þremur meistaranemum til að sinna fjölbreyttum verkefnum undir leiðsögn sérfræðinga samtakanna á hinum ýmsu sviðum.
Annað starfsár GERT verkefnisins á enda
GERT verkefnið ( grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni) hefur nú lokið öðru starfsári sínu. Um er að ræða samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka iðnaðarins og mennta- og menningarmálaráðuneytis um að auka áhuga grunnskólanemenda á sviði raunvísinda og tækni.
Fyrsti hópurinn útskrifast úr Lyfjagerðarskóla Actavis
Útskrift frá Lyfjagerðarskóla Actavis og Framvegis – miðstöðvar símenntunar fór fram við hátíðlega athöfn á dögunum þegar 14 nemendur útskrifuðust en þetta er fyrsti hópurinn sem útskrifast frá skólanum.
Team Spark afhjúpar TS15
Rafknúni kappakstursbíllinn TS15, sem verkfræðinemar í liðinu Team Spark við Háskóla Íslands hafa hannað, var frumsýndur að viðstöddu fjölmenni á Háskólatorgi fyrir helgi. Team Spark fer með bílinn á alþjóðlegu kappaksturs- og hönnunarkeppnina Formula Student sem haldin verður á Silverstone-kappakstursbrautinni í Englandi í júlí.
Öflugur liðsauki til Samtaka iðnaðarins
Þrjár öflugar konur hafa ráðist til starfa hjá Samtökum iðnaðarins. Elínrós Líndal Ragnarsdóttir, Björg Ásta Þórðardóttir og Jóhanna Klara Stefánsdóttir.
Metfjöldi stúlkna í rennismíði
Fimm ungar konur stunda í vetur nám í rennismíði í Borgarholtsskóla og ein nám í stál- og blikksmíði. Að sögn Aðalsteins Ómarssonar kennslustjóra í málm- og véltæknideild hafa aldrei fleiri stúlkur stundað þetta nám í einu.
Sjónvarpsþáttur um BOXIÐ - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna
Sjónvarpsþáttur um Boxið - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna verður sýndur á RÚV á morgun kl. 20.30. Keppnin var haldin í nóvember og kepptu 8 framhaldsskólar til úrslita.
Málstofa SI - fjallað um fjölgun nemenda í iðnnám
Á Menntastofu Samtaka iðnaðarins sem haldin var á Menntadegi atvinnulífsins var fjallað um hvernig við getum kveikt áhuga fleiri nemenda á iðnnámi og hvort leiðin sé að leita á ný mið og leitað eftir að jafna kynjahlutfall.
Marel er menntafyrirtæki ársins
Menntafyrirtæki ársins 2015 er Marel, eitt af framsæknustu fyrirtækjum landsins. Marel er í fararbroddi þegar kemur að menntun og starfsþróun starfsmanna. Lögð er áhersla á markvissa þjálfun og símenntun fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins.
Stelpur forrita með Skema og /syst/rum
Skema og /sys/tur, félag kvenna í Tölvunarfræðideild við Háskólann í Reykjavík, hafa tekið höndum saman og ætla á vorönn 2015 að bjóða upp á tækninámskeið fyrir skapandi stelpur á aldrinum 16-20 ára.
Menntastofa Samtaka iðnaðarins
Menntastofa Samtaka iðnaðarins verður haldin á Menntadegi atvinnulífsins 19. febrúar kl. 12.30 á Hilton Reykjavík Nordica. Fjallað verður um hvaða leiðir eru færar til að kveikja áhuga fleiri nemenda.
Úthlutaði styrkjum að fjárhæð átta milljóna
Fyrsti aðalfundur sjóðsins Forritara framtíðarinnar var haldinn í húsakynnum Reiknistofu bankanna (RB) 5. febrúar síðastliðinn. Sjóðurinn hóf starfsemi sína í byrjun árs 2014 og er meginhlutverk hans að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins.
Samtök iðnaðarins gerast bakhjarl Team Spark
Samtök iðnaðarins hafa gerst bakhjarl Team Spark en undirritun fór fram á UT Messunni í Hörpu nú um helgina. Team Spark er lið verkfræðinema við Háskóla Íslands sem hanna og smíða rafkappakstursbíla til keppni á alþjóðlegum vettvangi í „Formula Student“ keppninni.
Samkeppnisréttur fyrir stjórnendur fyrirtækja
Lagastofnun stendur fyrir námskeiði í 29. janúar sem er sérsniðið fyrir ólöglærða stjórnendur fyrirtækja á sviði samkeppnisréttar. Á námskeiðinu verður leitast við draga upp skýra mynd af inntaki 10. og 11. gr. samkeppnislaga. Verða helstu meginreglur skýrðar og þýðing þeirra í daglegri starfsemi fyrirtækja dregin fram.
Tækifæri til að öðlast verðmæta starfsþjálfun
Samtök iðnaðarins leita eftir tveimur meistaranemum til að sinna fjölbreyttum verkefnum undir leiðsögn sérfræðinga samtakanna á hinum ýmsu sviðum. Umsóknarfrestur er til 14. janúar.
