Fréttasafn



Fréttasafn: Menntun (Síða 28)

Fyrirsagnalisti

21. feb. 2015 Menntun : Marel er menntafyrirtæki ársins

Menntafyrirtæki ársins 2015 er Marel, eitt af framsæknustu fyrirtækjum landsins. Marel er í fararbroddi þegar kemur að menntun og starfsþróun starfsmanna. Lögð er áhersla á markvissa  þjálfun og símenntun fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins.

13. feb. 2015 Menntun : Stelpur forrita með Skema og /syst/rum

Skema og /sys/tur, félag kvenna í Tölvunarfræðideild við Háskólann í Reykjavík, hafa tekið höndum saman og ætla á vorönn 2015 að bjóða upp á tækninámskeið fyrir skapandi stelpur á aldrinum 16-20  ára. 

13. feb. 2015 Menntun : Menntastofa Samtaka iðnaðarins

Menntastofa Samtaka iðnaðarins verður haldin á Menntadegi atvinnulífsins 19. febrúar kl. 12.30 á Hilton Reykjavík Nordica. Fjallað verður um hvaða leiðir eru færar til að kveikja áhuga fleiri nemenda.

11. feb. 2015 Menntun : Úthlutaði styrkjum að fjárhæð átta milljóna

Fyrsti aðalfundur sjóðsins Forritara framtíðarinnar var haldinn í húsakynnum Reiknistofu bankanna (RB) 5. febrúar síðastliðinn. Sjóðurinn hóf starfsemi sína í byrjun árs 2014 og er meginhlutverk hans að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. 

11. feb. 2015 Menntun : Samtök iðnaðarins gerast bakhjarl Team Spark

Samtök iðnaðarins hafa gerst bakhjarl Team Spark en undirritun fór fram á UT Messunni í Hörpu nú um helgina. Team Spark er lið verkfræðinema við Háskóla Íslands sem hanna og smíða rafkappakstursbíla til keppni á alþjóðlegum vettvangi í „Formula Student“ keppninni.

12. jan. 2015 Menntun : Samkeppnisréttur fyrir stjórnendur fyrirtækja

Lagastofnun stendur fyrir námskeiði í 29. janúar sem er sérsniðið fyrir ólöglærða stjórnendur fyrirtækja á sviði samkeppnisréttar. Á námskeiðinu verður leitast við draga upp skýra mynd af inntaki 10. og 11. gr. samkeppnislaga. Verða helstu meginreglur skýrðar og þýðing þeirra í daglegri starfsemi fyrirtækja dregin fram.

5. jan. 2015 Menntun : Tækifæri til að öðlast verðmæta starfsþjálfun

Samtök iðnaðarins leita eftir tveimur meistaranemum til að sinna fjölbreyttum verkefnum undir leiðsögn sérfræðinga samtakanna á hinum ýmsu sviðum. Umsóknarfrestur er til 14. janúar. 

22. des. 2014 Menntun : Menntaverðlaun atvinnulífsins 2015 – óskað eftir tilnefningum

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 19. febrúar. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála fyrir 19. janúar.

Síða 28 af 28