Fréttasafn



Fréttasafn: 2013 (Síða 6)

Fyrirsagnalisti

3. maí 2013 : Meniga hlýtur VAXTARSPROTANN 2013

Fyrirtækið Meniga ehf. hlaut í morgun Vaxtarsprotann 2013 sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis á síðasta ári. Fyrirtækið nær tífaldaði sölutekjur sínar milli áranna 2011 og 2012. Fyrirtækin Controlant, Nox Medical og Iceconsult fengu einnig viðurkenningar fyrir góðan vöxt auk þess sem fyrirtækið Naust Marine var brautskráð úr hópi sprotafyrirtækja.

30. apr. 2013 : FANFEST HÁTÍÐ CCP VEKUR ATHYGLI

Tíu ára afmæli EVE heimsins fagnað í Reykjavík. Rúmlega half milljón manna spilar tölvuleikinn EVE Online. Gríðargóð umfjöllun fjölmiðla frá viðburðinum. 83 erlendir blaðamenn sóttu hátíðina. Áform CCP sem kynnt voru á Fanfest vekja athygli.

29. apr. 2013 : Bjarni Þór Gústafsson kjörinn formaður Málarameistarafélagsins

Ný stjórn Málameistarafélagsins var kjörin á aðalfundi þess fyrr í þessum mánuði. Nýr formaður var kjörinn Bjarni Þór Gústafsson.

24. apr. 2013 : Sæbjúgusúpa valin best

Á laugardaginn var haldið málþing um íslenskan matvælaiðnað, umhverfismál og vistvæna nýsköpun. Á sama tíma var efnt til sýningar á verkefnum nemenda í vistvænni nýsköpun matvæla en nemendur höfðu keppt um titilinn vænlegasta og vistvænasta nýsköpunarhugmyndin á matvælasviði árið 2013 (Ecotrophelia).

22. apr. 2013 : Efla kennslu í tölvuleikjagerð

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP mun næstu fimm ár kosta stöðu prófessors í tölvuleikjagerð við Háskólann í Reykjavík (HR). Prófessorinn mun bæði sinna rannsóknum og kennslu sem tengjast tölvuleikjagerð.

18. apr. 2013 : Valka hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2013

Fyrirtækið Valka hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2013 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi 18. Apríl. Valka er hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun á tækjum og hugbúnaði fyrir fiskvinnslu. Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku veitti verðlaununum viðtöku.

11. apr. 2013 : Tilnefningar til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt frá árinu 1995. Við val á verðlaunahafa 2013 verður lögð sérstök áhersla á nýsköpun við nýtingu náttúruauðlinda. Öllum gefst kostur á að tilnefna til verðlaunanna til kl. 12 á hádegi 15. apríl nk.

11. apr. 2013 : Gámaþjónustan fær ISO 14001 vottun á umhverfisstjórnunarkerfi

Gámaþjónustan hf. hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi hjá fyrirtækinu samkvæmt staðlinum ISO 14001. Fyrirtækið hlaut vottun á umhverfisstjórnunarkerfinu í mars síðastliðnum. Vottunin er staðfesting þess að Gámaþjónustunni hefur tekist að fylgja eftir umhverfismarkmiðum sínum sem koma fram í slagorði fyrirtækisins um bætt umhverfi og betri framtíð. 

10. apr. 2013 : SS Byggir hlýtur D-vottun

SS Byggir ehf. hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun.

8. apr. 2013 : Nýr sviðsstjóri á prenttæknisvið IÐUNNAR

Ingi Rafn Ólafsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri á prenttæknisviði IÐUNNAR. Björn M. Sigurjónsson sviðsstjóri sem starfað hefur undanfarin sjö ár hjá IÐUNNI sem sviðsstjóri prenttæknisviðs og þar á undan hjá Prenttæknistofnun sagði starfi sínu lausu í febrúar.

4. apr. 2013 : Maritech breytir nafninu í Wise lausnir

Hugbúnaðarhúsið Maritech ehf. hefur breytt nafni sínu í Wise lausnir ehf. Kennitalan helst óbreytt og nafnbreytingin kemur ekki til með að hafa áhrif á daglegan rekstur hjá fyrirtækinu.

2. apr. 2013 : Tilnefningar til Vaxtarsprotans

Vaxtarsproti ársins verður afhentur í sjöunda sinn 3. maí nk. Frestur til að skila tilnefningum og staðfestingum löggilts endurskoðanda er til fimmtudagsins 28 apríl. Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa þannig aukin áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja.

25. mar. 2013 : Hafin bygging á 1300 nýjum íbúðum 2013

Samtök iðnaðarins stóðu nýverið fyrir talningu íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan er sú að íbúðir sem eru fokheldar og lengra komnar eru rúmlega 800 talsins og hafin er bygging á um 700 íbúðum til viðbótar sem eru skemur á veg komnar.

22. mar. 2013 : Könnun meðal félagsmanna

Samtök iðnaðarins gerðu könnun fyrir Iðnþing meðal félagsmanna þar sem spurt var út í margvísleg atriði er varða viðhorf til samtakanna, starfsskilyrði, efnahagsmál og Evrópumál.

22. mar. 2013 : Laða til sín fjárfesta og fé í Kísildalnum

Eigendum leikjafyrirtækisins Plain Vanilla hefur á þremur mánuðum tekist að safna 150 milljónum króna til frekari sóknar frá fjárfestum í Kísildalnum í Kaliforníu.

20. mar. 2013 : Þorsteinn Víglundsson ráðinn framkvæmdastjóri SA

Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ráðið Þorstein Víglundsson sem framkvæmdastjóra samtakanna frá og með deginum í dag. Þorsteinn hefur víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi og hefur undangengin 15 ár starfað á sviði fjármálamarkaða og iðnaðar.

20. mar. 2013 : Vel heppnuð Nemakeppni Kornax

Hin árlega Nemakeppni Kornax var haldin með glæsibrag í húsnæði Hótel- og matvælaskólans 14.-15. mars sl. Níu nemendur frá sjö bakaríum öttu kappi í þessari skemmtilegu keppni sem haldin er af Kornax í samstarfi við Klúbb bakarameistara, Landssamband bakarameistara og Hótel- og matvælaskólann.

18. mar. 2013 : Meistarafélag í hárgreiðslu breytir nafni sínu í Meistarafélag hársnyrta

Á nýliðnum aðalfundi var ákveðið að breyta nafni Meistarafélagsins í hárgreiðslu í Meistarafélag hársnyrta. Með þessari breytingu er félagið aðgengilegra fyrir alla meistara sem starfa í þessu ágæta fagi og verður vonandi til þess að enn fleiri meistarar bætist í hópinn.

15. mar. 2013 : Svana Helen endurkjörin formaður

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í gær var Svana Helen Björnsdóttir endurkjörin formaður samtakanna. Í stjórnina voru endurkjörin þau Andri Þór Guðmundsson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Kolbeinn Kolbeinsson. Nýr í stjórn kemur Ragnar Guðmundsson, Norðuráli en úr stjórn gengur Tómas Már Sigurðsson eftir 6 ára stjórnarsetu.

15. mar. 2013 : Mörkum stefnuna - Iðnþing 2013

Fjölmennt var á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í gær þar sem fjallað var um efnahagsleg tækifæri og ógnir sem Ísland stendur frammi fyrir á næstu árum. Þrír erlendir sérfræðingar á ólíkum sviðum deildu með gestum sýn sinni á þróun í nýtingu auðlinda og lýðfræði á norðurslóðum, tækni- og löggjöf á Vesturlöndum og fjármál og iðnþróun Evrópu.

Síða 6 af 8