Fréttasafn



Fréttasafn (Síða 281)

Fyrirsagnalisti

11. mar. 2010 : Vandræðalegur umhverfisráðherra

Helgi Magnússon, formaður SI skrifaði grein í Morgunblaðið þann 8. mars sl. þar sem hann svarar gagnrýni Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra þess efnis að SI einblíni á virkjanir og stóriðju þegar kemur að uppbygginu efnahags- og atvinnulífs. Greinina má lesa hér.

10. mar. 2010 : Iðnaðurinn verður í lykilhlutverki

Sigurður Bragi Guðmundsson fyrrverandi stjórnarmaður SI og forstjóri Plastprents rekur nú iðnframleiðslufyrirtæki í Kína. Í viðtali í Viðskiptablaðinu 4. mars sl. fjallar hann um mikilvægi íslensks iðnaðar við uppbyggingu landsins og nauðsyn þess að Íslendingar skoði áherslur í atvinnumálum upp á nýtt þar sem ESB-aðild og ný mynt er lykilþáttur.

10. mar. 2010 : Gæðastjórnun 2010 - ný stefna í samræmismati og eftirliti

Ráðstefnan Gæðastjórnun 2010 verður haldin á Grand Hótel Reykjavík 11. mars kl. 09:00-11:30. Kynnt verður ný stefna í samræmismati og eftirliti af hálfu Evrópusambandsins og leiðir til að uppfylla kröfur.

8. mar. 2010 : Auglýsing Samtaka iðnaðarins fær lúður

Ein auglýsing í átaki SI gegn svartri atvinnustarfsemi fékk viðurkenningu ÍMARKS, Íslensku auglýsingaverðlaunin 2009 í flokknum almannaheillaauglýsingar. Hvíta húsið gerði auglýsinguna.

4. mar. 2010 : Fjölbreytt atvinnulíf tryggir stöðugleika

Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital, segir að fjölbreytt atvinnulíf sé mikilvægt framlag til aukins stöðugleika í efnahagslífinu. Þetta kom fram í ræðu hennar á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í dag. Kristín lagði mikla áherslu á nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífinu en þar sé verk að vinna.

4. mar. 2010 : Hagvöxtur er forsenda endurreisnar

Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins sagði í ræðu sinni á Iðnþingi í dag að ein ástæða þess að svo illa gengi að endurreisa efnahag Íslendinga væri sú að hér á landi væru áhrifamikil öfl sem virðast vera á móti hagvexti. „Þessi öfl beita afli sínu gegn endurreisn atvinnulífsins vegna þess að þau telja að hag landsmanna verði betur borgið í framtíðinni án hagvaxtar. Þessi átök standa nú yfir á Íslandi. En við aðhyllumst ekki þetta sjónarmið,“ sagði Helgi.

4. mar. 2010 : Niðurstaða úr kjöri til stjórnar og ráðgjafaráðs SI

Vilborg Einarsdóttir, Sigsteinn P. Grétarssson og Bolli Árnason eru nýir stjórnarmenn Samtaka iðnaðarins. Helgi Magnússon endurkjörinn formaður.

4. mar. 2010 : Útsending frá IÐNÞINGI 2010

bein_utsending Bein útsending verður frá IÐNÞINGI Samtaka iðnaðarins hér á vefsetri SI. Útsendingin hefst kl. 13:00.

4. mar. 2010 : Skýra stefnumörkun og forystu

Jón Sigurðsson forstjóri Össurar lagði í ávarpi sínu á Iðnþingi í dag áherslu á að nú þyrfti að hætta hausaveiðum og fortíðarhyggju og huga að framtíðinni. Það væru því miður engar patentlausnir á þeim vanda sem við er að etja heldur þyrfti skýra stefnumörkum og forystu til að hér geti áfram þrifist kröftugt atvinnulíf

4. mar. 2010 : Ávarp iðnaðarráherra á Iðnþingi 2010

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði m.a. á Iðnþingi í dag að fjármunum sem varið væri í aðildarumsókn að ESB væri vel varið. Skýrsla ESB um umsókn Íslands veiti okkur góða innsýn í okkar eigin mál og hvað betur megi fara. Mikil þörf sé á heilstæðri atvinnuþróunarstefnu.

4. mar. 2010 : Ályktun Iðnþings 4. mars 2010

Á Aðlfundi Samtaka iðnaðarins í dag var eftirfarandi ályktun samþykkt.

3. mar. 2010 : Iðnþing 2010 á morgun

Iðnþing Samtaka iðnaðarins verður haldið á Grand hóteli Reykjavík á morgun kl. 13.00. Yfirskrift þingsins er Vilji til vaxtar - Mótum eigin framtíð. Á þinginu verður fjallað um uppbyggingu efnahags- og atvinnulífs. Aðalfundur SI verður kl. 9.30 sama dag.

26. feb. 2010 : Kynning á norrænu markaðsverkefni í umhverfistækni

Útflutningsráð og Samtök iðnaðarins standa fyrir morgunverðarfundi miðvikudaginn 3. mars kl. 08:45–10:00 í Borgartúni 35, 6 hæð. NETS (Nordic Technical Environmental Solutions) verkefnið er sameiginlegur kynningarvettvangur fyrir umhverfistæknifyrirtæki á Norðurlöndum.

25. feb. 2010 : Merkur áfangi

Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu 27. júlí í fyrra. Í gær ákvað framkvæmdastjórn ESB að mæla með því við ráðherraráð ESB að taka upp aðildarviðræður við Ísland eftir að hafa lagt mat á gögn og svör við spurningum frá Íslandi. Ekki var við öðru að búast en að mælt yrði með viðræðum.

23. feb. 2010 : Réttur einyrkja til atvinnuleysisbóta

Einyrkjar þurfa ekki að loka VSK númeri til að fá atvinnuleysisbætur, heldur nægir að tilkynna  launagreiðendaskrá ríkisskattstjóra að reksturinn hafi verið stöðvaður. Í fjölmiðum hefur að undanförnu verið ranglega haldið fram að einyrkjar verði að leggja inn VSK númerum sínum, en það er ekki rétt segir Vinnumálastofnun.

23. feb. 2010 : Fjarðarkaup með hæstu einkunn frá upphafi í Íslensku ánægjuvoginni

Í dag voru kynntar niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar en þetta er ellefta árið sem ánægja viðskipta­vina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Hæstu einkunn allra fyrirtækja og raunar hæstu einkunn sem mælst hefur í Íslensku ánægjuvoginni frá upphafi hlaut Fjarðarkaup, 91,3 af 100 mögulegum.

22. feb. 2010 : Óskað eftir tilnefningum vegna Kuðungsins 2009

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfisráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnanir, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðugt að hljóta umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, Kuðunginn fyrir árið 2009.

22. feb. 2010 : Kaka ársins 2010

Síðastliðinn föstudag afhenti Hilmir Hjálmarsson, höfundur köku ársins, Ingibjörgu Ragnarsdóttur, liðsstjóra karlalandsliðsins í handbolta, köku í virðingarskyni fyrir framlag hennar til góðs gengis landsliðsins á Evrópumeistaramótinu. Keppnin um köku ársins var haldin í samstarfi við Nóa Siríus og hófst sala á henni um nýliðna helgi, konudagshelgina.

18. feb. 2010 : Íslenska ánægjuvogin

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar verða kynntar á morgunverðarfundi í Turninum, Kópavogi, 23. febrúar nk. kl. 8.15-10.00. Fundurinn er haldinn á vegum gæða- og þjónustustjórnunarhóps Stjórnvísi. Á fundinum munu tveir valinkunnir fræðimenn flytja framsögur sem sannarlega eiga erindi við stjórnendur í dag.  

 

Síða 281 af 288