Fréttasafn



Fréttasafn (Síða 282)

Fyrirsagnalisti

17. feb. 2010 : Aðalfundur ICEPRO 2010

Aðalfundur ICEPRO verður haldinn í Skála á Hótel Sögu, mánudaginn 22. febrúar 2010. Fundurinn hefst kl. 12:00.

16. feb. 2010 : Aðgerðaáætlun um uppbyggingu atvinnulífsins

Atvinna fyrir alla - aðgerðaáætlun 2010 um uppbyggingu atvinnulífsins er komin út. Um er að ræða nýja stefnumörkun SA um atvinnu- og efnahagsmál sem miðar að sköpun nýrra starfa og uppbyggingu atvinnulífsins á þessu ári og í næstu framtíð.

15. feb. 2010 : TULIP velur Plastprent

Elsta vörumerki Danmerkur og eitt af stærri vörumerkjum í Evrópu á neytenda- og veitingamarkaði velur Plastprent sem birgja. „Við höfum verið að vinna í þessum samningum í tvö ár,“ segir Ólafur Steinarsson framkvæmdastjóri Plastprents hf. „Í síðustu viku fór fyrsta framleiðslan í okkar umbúðir og gekk allt eins og í sögu. Þetta er samningur til 2012 sem var undirritaður nýverið og er verðmæti hans á annað hundrað milljónir króna.  

12. feb. 2010 : Námskeið um stofnun matvælafyrirtækja

Matvælaskólinn hjá Sýni heldur námskeiðið Stofnun matvælafyrirtækja. Námskeiðinu er ætlað að svara hinum ýmsu spurningum varðandi kröfur sem gerðar eru til matvælafyrirtækja bæði hvað varðar gæði, öryggi og hollustu matvæla svo og húsnæði og búnað.  

12. feb. 2010 : Löglegt en siðlaust

Forsvarsmenn nokkura fyrirtækja sem smíða innréttingar hafa haft samband við SI vegna útboðsgagna Ríkiskaupa á ensku. Um er að ræða útboðsgögn vegna kaupa á nýjum innréttingum á rannsóknarstofu í Háskóla Íslands.

11. feb. 2010 : Ístak reisir virkjun á Grænlandi

Ístak reisir 22,5 MW virkjun í eyðifirði 50 km norðan við bæinn Ilulissat á Grænlandi. Verkið er alverk sem merkir að Ístak sér alfarið um hönnun og byggingu virkjunarinnar. Kostnaður við verkið er áætlaður um 14 milljarðar króna og er reiknað með 150 starfsmönnum þegar framkvæmdir standa sem hæst.

11. feb. 2010 : Nýr formaður SUT

Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP er nýr formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja (SUT) og tekur við af Þórólfi Árnasyni.

11. feb. 2010 : Málstofa um japanska nýsköpun - Japan Innovation Forum 2010

Japanskan í Háskóla Íslands ásamt japanska sendiráðinu og SI stendur fyrir málstofu um japanska nýsköpun 12. febrúar kl. 12.00 - 13.30. Fundurinn fer fram í aðalbyggingu háskólans í hátíðarsal. Fundurinn er opinn öllum og aðgangur ókeypis.

10. feb. 2010 : Vel sótt málþing um menntun og vöxt á Menntadegi iðnaðarins

Á Menntadegi iðnaðarins sem haldið var á Grand Hóteli Reykjavík í morgun var fjallað um menntun og vöxt. Málþingið var vel sótt, en tæplega 100 manns hlustuðu áhugasamir á fyrirlestra um tækifæri og möguleika í menntakerfinu.

10. feb. 2010 : Góðar fréttir - útboð vegna Búðarhálsvirkjunar

„Vonandi er þetta til marks um að nú takist að rjúfa þá kyrrstöðu sem verið hefur í framkvæmdum á sviði orkuöflunar og orkunýtingar. Þessar fréttir eru ekki síður gleðilegar vegna þess að þær munu auka mönnum bjartsýni og kjark. Það hefur því miður ekki verið mikið um slíkar fréttir undanfarið,” segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri SI.”

9. feb. 2010 : Alcoa Fjarðaál flutti út vörur fyrir um 74 milljarða árið 2009

Útflutningur Alcoa Fjarðaáls á síðasta ári nam tæplega 600 milljónum bandaríkjadala, sem jafngildir um 74 milljörðum íslenskra króna, miðað við núverandi gengi. Flutt voru út rúmlega 349 þúsund tonn af hreinu áli, álblöndum og álvírum. Verðmæti útflutnings Alcoa Fjarðaáls í fyrra nam því rúmlega 1.4 milljörðum króna á viku, eða rúmlega 200 milljónum króna á dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

9. feb. 2010 : Áhugi á Evrópuumræðunni vex

Greinilegt er að margir eru að undirbúa sig undir umræðu um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Til marks um það er stofnun félaga og samtaka sem hafa að markmiði að ræða málin og eftir atvikum að leggjast á sveif með eða gegn aðild.

9. feb. 2010 : Sóknaráætlun fyrir Ísland: Horft til framtíðar fyrir atvinnulíf og samfélag

Ráðstefnan Sóknaráætlun fyrir Ísland: Horft til framtíðar fyrir atvinnulíf og samfélag sem haldin var í lok janúar var prýðilega heppnuð og vel sótt. En þar fjölluðu fulltrúar grasrótarhópa, hagsmunaaðila og samtaka um sóknarfæri og áherslur sem aukið geta lífsgæði og samkeppnishæfni Íslands á komandi árum.

5. feb. 2010 : Kynning á nýrri matvælalöggjöf

Samtök iðnaðarins standa fyrir kynningarfundum um nýja matvælalöggjöf í samstarfi við Matvælastofnun og önnur samtök í atvinnulífi þann 9. 16 og 22. febrúar.

4. feb. 2010 : Ógn úr austri?

Kínversk byggingafyrirtæki eru oftar en ekki í opinberri eigu. Til að auðvelda þeim leiðina inn á evrópska verktakmarkaðinn njóta þau hagstæðra lána frá kínverska ríkinu. Danska verktakasambandinu stendur ekki á sama um þessa ógn úr austri og vill að gripið sé til aðgerða.

29. jan. 2010 : Samtök atvinnurekenda þétta raðirnar

Að sameiginlegu frumkvæði Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands var haldinn fundur í vikunni um það vandamál sem blasa við atvinnulífinu. Fundinn sóttu formenn, varaformenn og framkvæmdastjórar tólf samtaka atvinnurekenda. Fundurinn sýnir glöggt að atvinnurekendur telja brýnt að þétta raðirnar til þess að takast á við verkefnin framundan.

28. jan. 2010 : Útboð vegna breikkunar Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar

Vegagerðin vinnur nú að því að undirbúa útboð vegna breikkunar Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. Ríkisstjórnin hefur heimilað útboðin og framkvæmdir munu dreifast á tvö ár þ.e.a.s. árin 2010 og 2011. SI fagna þessari ákvörðun mjög en það hefur verið verið eitt af helstu baráttumálum þeirra undanfarin misseri að fá opinbera aðila til arðbærrar mannvirkjagerðar.

28. jan. 2010 : Suðvesturlínur ekki í sameiginlegt mat

SI fagna staðfestingu umhverfisráðuneytis á ákvörðun Skiplagsstofnunar frá 30. október um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlína. Ráðuneytinu bárust kærur frá Landvernd, Náttúruverndarsamtökum Íslands og Græna netinu vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar.

26. jan. 2010 : FKA viðurkenninguna 2010 hlaut Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors

Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentor hlaut FKA viðurkenninguna 2010 sem veitt var við hátíðlega athöfn 21. janúar sl. Þetta er í 11. sinn sem Félag kvenna í atvinnurekstri veitir þessa viðurkenningu.

26. jan. 2010 : Verðbólguþróun til marks um samdrátt

„Vissulega er það ánægjulegt að verðbólgan skuli vera hjaðna en verðbólguþróunin leiðir hugann hins vegar af orsökum minnkandi verðbólgu og  þeirrar staðreyndar að vextir eru hér enn mjög háir“, segir Bjarni Már Gylfason hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands lækkaði vísitala neysluverðs um 0,31% í janúar frá fyrra mánuði en án húsnæði breyttist vísitalan ekki. Verðbólgan mælist nú 6,6% en síðustu þrjá mánuði er verðbólga á ársgrunni 3,7%.

Síða 282 af 288