Fréttasafn (Síða 70)
Fyrirsagnalisti
Fyrirhugað að stofna Framleiðsluráð SI
Fyrirhugað er að stofna Framleiðsluráð SI sem verður vettvangur fyrir samstarf ólíkra framleiðslufyrirtækja innan samtakanna.
Gullsmiðir afhentu Krabbameinsfélaginu styrk
Félag íslenskra gullsmiða afhentu Krabbameinsfélaginu 1,8 milljónir króna sem söfnuðust vegna sölu á viðhafnarútgáfu Bleiku slaufunnar.
Situr Ísland eftir í fjórðu iðnbyltingunni?
Jóhann Þór Jónsson, formaður Samtaka gagnavera, skrifar grein um gagnaversiðnaðinn á Vísi þar sem kallað er eftir skýrri stefnu nýrra stjórnvalda um hvernig nýta á tækifærin sem standa Íslandi til boða í gagnaversiðnaði.
Prentsmiðjur til fyrirmyndar
Prentsmiðjurnar eru til fyrirmyndar er fyrirsögn á viðtali sem birt er í Fréttablaðinu í dag við Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur, viðskiptastjóra á framleiðslu- og matvælasviði Samtaka iðnaðarins.
Málmiðnaður kynntur í Fréttablaðinu
Kynningarblað um málmiðnað fylgir Fréttablaðinu í dag.
Prýði í stefnumótun
Prýði efndi til stefnumótunarfundar þar sem horft var til framtíðar.
X Hugvit birtir svör stjórnmálaflokka
X Hugvit hefur gefið út rafrænt tímarit þar sem birt eru svör stjórnmálaflokka.
Tæknin í einum munnbita
X Hugvit stendur fyrir opnum fundi í Marel á morgun með yfirskriftinni Tæknin í einum munnbita.
Gullsmíðameistarar heimsækja nemendur
Nemendur í gull- og silfursmíði buðu gullsmíðameisturum til sín í Tækniskólann.
Agustav sýnir í Dubai
Agustav verður á hönnunarsýningu í Dubai í næstu viku.
Matvælafyrirtæki vinna að því að draga úr sóun
Á Matvæladegi Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands flutti Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður framleiðslu- og matvælasviðs SI, erindi um matvæli og umhverfismál.
Fjölbreyttur iðnaður í sátt við umhverfið
Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður framleiðslu- og matvælasviðs SI, skrifar á Vísi um mikilvægi þess að umhverfismál fái veglegan sess í stjórnarsáttmála.
Stefnir í metár í íslenskum kvikmyndaiðnaði með tvöföldun á veltu
Áætluð velta í framleiðslu á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni hér á landi er tvöföld á við veltu síðasta árs ef mið er tekið af veltu fyrstu sex mánaða ársins.
Fjöreggið fór til Matís og Matvæla- og næringarfræðideildar HÍ
Fjöregg MNÍ 2016 fór til Matís og Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands en viðurkenningin er veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- og/eða næringarsviði.
Nýjar afurðir verða til úr íslenskum gulrófum
Búi Bjarmar Aðalsteinsson, hönnuður, stýrði verkefni þar sem íslenskar gulrófur eru notaðar í nýjar afurðir sem stefnt er að setja á neytendamarkað á næsta ári.
Tækninýjungar draga úr matarsóun
Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður framleiðslu- og matvælasviðs SI, skrifar grein um tækninýjungar í matarsóun í blaðinu Matur er mannsins megin sem gefið var út í tilefni Matvæladags MNÍ sem haldinn er í dag.
Alþjóðlegi prentdagurinn í dag
Alþjóðlegi prentdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag 19. október.
Efla samkeppnishæfni íslenska gagnaversiðnaðarins
Á síðasta degi Alþingis voru samþykkt lög sem efla samkeppnishæfni íslenska gagnaversiðnaðarins.
SI telja gjaldtöku vegna gáma í Hafnarfirði ólöglega
Samtök iðnaðarins hafa sent Hafnarfjarðarbæ bréf þar sem færð eru rök fyrir því að gjaldtaka vegna gáma sé ólögleg.
