Fréttasafn



Fréttasafn: 2012 (Síða 9)

Fyrirsagnalisti

12. mar. 2012 : Iðnþing 2012 - Bein útsending

Iðnþing 2012 verður haldið í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal fimmtudaginn 15. mars, kl. 13.00 - 16.00. Yfirskrift þingsins er Verk að vinna. Fjallað verður um efnahagsumhverfið, gjaldmiðlavandann og tækifæri í iðnaði til framtíðar. 

12. mar. 2012 : Hagvöxtur síðasta árs 3,1%

Árið 2011 var hagvöxtur 3,1% og óx landsframleiðsla sem því nemur. Þessi vöxtur kemur í kjölfar mikils samdráttar árin á undan en 2009 var hann 6,8% og 2010 var samdrátturinn 4%. Vöxtur síðasta árs skýrðist einkum af miklum vexti einkaneyslunnar sem jókst um 4%.

9. mar. 2012 : Atvinnumessa í Laugardalshöll

Samtök iðnaðarins tóku þátt í atvinnumessunni sem fram fór í Laugardagshöll í gær. Um er að ræða sameiginlegt framtak atvinnulífsins, stéttarfélaga og stjórnvalda en messan er hluti af átaksverkefninu Vinnandi vegur sem hóf göngu sína 21. febrúar og stendur til loka maí. Markmið átaksins er að fjölga störfum og minnka atvinnuleysi.

8. mar. 2012 : Afmælisráðstefna VFÍ - Framtíðarnýting orkuauðlinda á Íslandi

Afmælisráðstefna Verkfræðingafélags Íslands, VFÍ var haldin á Grand Hótel í dag. Yfirskrift hennar var Framtíðarnýting orkuauðlinda á Íslandi. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI var meðal frummælenda en hann fjallaði um sýn iðnaðarins á orkunýtingu framtíðarinnar.

8. mar. 2012 : Framlag áliðnaðar til landsframleiðslu um 90 milljarðar á ári

Beint og óbeint framlag áliðnaðar til vergrar landsframleiðslu er um 90 milljarðar á ári samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir Samál, samtök álframleiðenda, um framlag áliðnaðarins til þjóðarbúsins.

6. mar. 2012 : Handpoint vinnur til alþjóðlegra verðlauna

Handpoint vann hin virtu alþjóðlegu „Channel Awards 2012“ verðlaun. Handpoint tók nýverið þátt í Merchant Payment Ecosystem ráðstefnunni í Berlín í Þýskalandi en þar koma saman allir helstu fagaðilar í heiminum sem sjá um að veita fyrirtækjum lausnir til að geta tekið á móti kortagreiðslum.

5. mar. 2012 : Rammasamningsútboð Ríkiskaupa um þjónustu verktaka í iðnaði utan suðvestur hornsins fellt úr gildi

Kærunefnd útboðsmála felldi í dag úr gildi rammasamningsútboð Ríkiskaupa um þjónustu verktaka í iðnaði utan suðvestur hornsins. Tildrög málsins voru þau að sl. sumar hélt Ríkiskaup rammasamningsútboð vegna viðhalds á fasteignum í eigu ríkissjóðs á öllu landinu.

5. mar. 2012 : Norska ríkið velur MainManager

Þann 29. febrúar sl. var undirritaður samningur milli Statsbygg í Noregi og ICEconsult um kaup á hugbúnaði og ráðgjöf. Samningurinn felur í sér að Statsbygg mun taka í notkun hugbúnaðinn MainManager til að sinna þjónustu, rekstri og viðhaldi á eignasafni norska ríkisins.

4. mar. 2012 : Er annar gjaldmiðill lausnin?

Orri Hauksson framkvæmdastjóri SI var einn þriggja frummælenda á fundi Framsóknarflokksins um gjaldmiðlamál í gær. Viðfangsefni ráðstefnunnar var að skýra hvaða áhrif það hefði að taka upp annan gjaldmiðil á Íslandi. Fjallað var um upptöku Kanadadollars með tvíhliða samningum við þarlend stjórnvöld eða með einhliða upptöku.

2. mar. 2012 : Mikilvægt að eyða óvissu sem fyrst

Samtök iðnaðarins stóðu fyrir fjölmennum morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík í morgun. Ragnar H. Hall og Þorsteinn Einarsson, hæstaréttarlögmenn og Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur ræddu um nýfallinn dóm Hæstaréttar um vexti á gengislánum og áhrif hans.

2. mar. 2012 : Útboðsþing 2012

Á Útboðsþingi í dag voru kynntar opinberar verklegar framkvæmdir að fjárhæð 42 milljarða króna. Til samanburðar voru áætlaðar framkvæmdir í fyrra að andvirði 51 milljarður króna sem þýðir um 18% samdrátt.

1. mar. 2012 : Tveir áhugaverðir fundir á morgun

Á morgun, föstudag standa Samtök iðnaðarins fyrir tveimur áhugaverðum fundum á Grand Hótel Reykjavík. Gengislánin kl. 8.30 og Útboðsþing kl. 13.00.

1. mar. 2012 : Veiking krónunnar umhugsunarefni

Frá upphafi árs hefur gengi krónunnar veikst um rúmlega 5%. Á sama tíma hefur aukinn þungi verið að færast í verðbólguna, einkum vegna innlendra kostnaðarhækkana, fyrst og fremst af hendi hins opinbera, og hækkandi olíuverðs.

29. feb. 2012 : Food and Fun hefst í dag

Food & Fun 2012 hefst í dag og stendur yfir til 4. mars, en þetta er í 11 sinn sem hátíðin er haldin. Hátíðin í ár verður sú umfangsmesta til þessa en 16 veitingahús taka á móti erlendum matreiðslumeisturum. Veitingastaðirnir bjóða fjögurra rétta sælkeramáltíð eins og undanfarin ár á sama verði á öllum stöðum.

28. feb. 2012 : Dómur Hæstaréttar um gengislán skapar margvíslega óvissu sem brýnt er að skýra

Stjórn SI ræddi í dag á fundi um nýfallinn dóm Hæstaréttar um vexti á gengislánum. Samtökin standa fyrir morgunverðarfundi nk. föstudag þar sem Ragnar H. Hall og Þorsteinn Einarsson hæstaréttarlögmenn og Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur ræða um dóminn og áhrif hans.  

28. feb. 2012 : Íslandsmót iðn- og verkgreina 2012

Íslandsmót iðn- og verkgreina verður haldið í Háskólanum í Reykjavík 9. – 10. mars. Katrín Jakobsdóttir menningar- og menntamálaráðherra setur Íslandsmótið og Menntadag iðnaðarins kl. 13:00 föstudaginn 9. mars í Sólinni. Keppnin í ár er sú stærsta til þessa og verður fjölbreytt og skemmtileg en um 170 manns etja kappi í 24 iðn- og verkgreinum.

27. feb. 2012 : Þétt setið á ráðstefnu Norræna fjárfestingabankans í New York

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, flutti erindi á ráðstefnu Norræna fjárfestingabankans (NIB) í Scandinavia House í New York í síðustu viku. Aðrir fyrirlesarar voru Edmund S. Phelps, prófessors og nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, og Hyun Song Shin, hagfræðiprófessor við Princeton háskóla.

22. feb. 2012 : Lítil breyting á viðhorfi til ESB aðildar

Ný könnun Capacent Gallup fyrir Samtök iðnaðarins um viðhorf til til aðildar að Evrópusambandinu og aðildarviðræðna gefur til kynna að 56,2% séu andvígir aðild en 26,3% hlynnt. Þessar tölur eru svipaðar og hafa komið fram í sambærilegum könnunum fyrir samtökin 2011 og 2010.

21. feb. 2012 : Vinnandi vegur: Átak til að fjölga störfum

Í dag hófst nýtt átak til atvinnusköpunar sem miðar að því að fjölga störfum og fækka atvinnulausum. Um leið er komið til móts við atvinnurekendur með fjárhagslegum stuðningi. Verkefnið kallast Vinnandi vegur og er sameiginlegt átak samtaka atvinnurekenda, launþega, sveitarfélaga og ríkisins. Með þátttöku í verkefninu eiga atvinnurekendur kost á styrk með ráðningu nýrra starfsmanna úr hópi atvinnuleitenda.

20. feb. 2012 : Samningar undirritaðir um Food & Fun hátíðina í Reykjavík

Icelandair annars vegar og Reykjavíkurborg hins vegar hafa gert þriggja ára samning við Samtök iðnaðarins um rekstur Food & Fun hátíðarinnar. Með þriggja ára samningi þessara aðila er lagður traustur grunnur að því að þróa og efla þessa árlegu matarhátíð sem hefur fyrir löngu skipað sér fastan sess í menningarlífi Reykjavíkurborgar.
Síða 9 af 11