Fréttasafn



Fréttasafn: 2012 (Síða 8)

Fyrirsagnalisti

26. mar. 2012 : BIM – Frá hönnun til framkvæmdar

Mikill áhugi var á kynningarfundi um notkun BIM líkana í mannvirkjagerð sem haldinn var sl. fimmtudag. Verktakar og hönnuðir fylgdust með af athygli þegar sérfræðingar á sviði BIM kynntu hugmyndafræði hinnar nýju aðferðarfræði.

Upplýsingalíkön mannvirkja er íslenska heitið á hugtakinu Building Information Modeling eða BIM.

22. mar. 2012 : Tíu viðskiptahugmyndir keppa til úrslita um Gulleggið

Í dag varð ljóst hvaða tíu viðskiptahugmyndir keppa til úrslita í frumkvöðlakeppni Innovit, Gullegginu 2012 en 224 hugmyndir hófu keppni í janúar. Teymin að baki þessum tíu hugmyndunum munu kynna þær frammi fyrir yfirdómnefnd keppninnar í úrslitum sem fram fara 31. mars næstkomandi.

22. mar. 2012 : Framkvæmdir við álverið í Straumsvík að fara á fullt – Skortur á málmiðnaðarmönnum

Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi segir í viðtalið við Morgunblaðið í gær að straumhækkunarverkefnið sé orðið mjög viðamikið og vinnustundir í því orðnar vel á aðra milljón. Hún segir einn hluta verkefnisins kalla á um 300 málmiðnaðarmenn og auki kalli aðrir hlutar á um 250 starfsmenn á þessu ári við uppsetningar á vélum, tækjum og þessháttar.

21. mar. 2012 : Seðlabankinn hækkar vexti

Seðlabankinn ákvað í morgun að hækka vexti um 0,25 prósentur. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI, segir að þetta séu mikil vonbrigði en að við þessu hafi verið búist. „Vonbrigðin eru fyrst og fremst þau að við skulum vera missa verðbólguna úr böndunum og Seðlabankinn sjái sig knúinn til að hækka vexti til að bregðast við.

21. mar. 2012 : Hönnunarmars 2012

HönnunarMars fer fram í fjórða skiptið, dagana 22. - 25. mars 2012. Frá upphafi hafa það verið íslenskir hönnuðir sem bera hitann og þungann af dagskrá hátíðarinnar sem spannar langa helgi og býður til ótal viðburða, innsetninga og sýninga.

21. mar. 2012 : The Future is Bright

IGI – Samtök íslenskra leikjaframleiðenda standa ásamt CCP, GOGOGIC, Íslandsstofu, Microsoft, Samtökum iðnaðarins og Símanum fyrir ráðstefnunni The Future is Bright nk. fimmtudag, 22. mars.

20. mar. 2012 : CCP frumsýnir nýjan tölvuleik á EVE Fanfest

CCP frumsýnir tölvuleikinn DUST 514, sem fyrirtækið hefur verið með í þróun síðustu fjögur ár, á upphafsdegi Fanfest-hátíðar fyrirtækisins í Hörpu fimmtudaginn 22. mars.

19. mar. 2012 : Bandarísk verslunarkeðja velur íslenskan hugbúnað í allar verslanir sínar

Bandaríska fyrirtækið Event Network Inc., sem rekur fjölda verslana í söfnum og görðum í N-Ameríku, hefur gert samning við íslenska hugbúnaðarfyrirtækið LS Retail og Microsoft Dynamics NAV. Kerfin verða innleidd í allar verslanir fyrirtækisins í Bandaríkjunum.

16. mar. 2012 : Um 300 manns á velheppnuðu Iðnþingi

Um 300 manns sóttu Iðnþing Samtaka iðnaðarins sem haldið var í Íþrótta- og sýningarhöllinni í gær. Erindi fluttu Helgi Magnússon, fráfarandi formaður SI, iðnðarráðherra Oddný G. Harðardóttir, Jón Daníelsson, prófessor við London School of Economics, Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi og Sigsteinn P. Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marel.

15. mar. 2012 : Verðmætasköpun í hátækniiðnaði

Aukin útflutningsverðmæti eru forsenda varanlegs hagvaxtar sagði Sigsteinn P. Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marel sagði í erindi sínu á Iðnþingi í dag. Marel er skólabókardæmi um fyrirtæki sem hefur náð afburðarárangi á liðnum áratugum.

15. mar. 2012 : Erum við að leysa rétta vandann?

Rannveig Rist sagði á Iðnþingi í dag að of mikið væri einblínt á efnahags- og fjármál á Íslandi, því rót vandans væri miklu fremur slæmt siðferði, eiginhagsmunasemi, óheiðarleiki og virðingarleysi. Sagði hún að Íslendingar þyrftu að taka sig saman í andlitinu hvað þetta varðar. Þá sagði hún ekki búandi við það til lengdar hversu lítið traust helstu stofnanir samfélagsins hafa hjá almenningi.

15. mar. 2012 : Hægt að afnema gjaldeyrirshöftin á skömmum tíma

Jón Daníelsson fjallaði um ESB, Ísland og gjaldeyrishöftin í erindi sínu á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í dag. Jón sagði m.a. að hönnun evrusamstarfsins væri það gallað frá upphafi að það gat ekki annað en leitt til erfiðleika síðar, eins og hefur nú komið í ljós.

15. mar. 2012 : Ekkert í vegi fyrir því að skuldastaða hins opinbera verði komin undir Maastricht skilyrðin á næsta kjörtímabili

Iðnaðarráherra, Oddný G. Harðardóttir ávarpaði Iðnþing í dag. Oddný sagði Ísland vissulega hafa staðið tæpt en að frá hruni séum við á réttri leið og að náðst hafi mikill árangur. Nýjustu tölur um hagvöxt, þróun atvinnuleysis og afkomu ríkissjóðs bendi til þess.

15. mar. 2012 : "Við þurfum að koma okkur af slysstað", segir Helgi Magnússon í ræðu sinni á Iðnþingi

Ríkisstjórn síðustu þriggja ára hefur hamlað gegn endurreisn Íslands með því að framfylgja rangri efnahagsstefnu sem einkennst hefur af úlfúð í garð atvinnulífsins og lamandi skattpíningarstefnu sagði Helgi Magnússon, fráfarandi formaður SI í ræðu sinni á Iðnþingi í dag.

15. mar. 2012 : Ályktun Iðnþings 2012

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var samþykkt eftirfarandi ályktun: Það er verk að vinna í íslenskum hagkerfi. Lykilatriði er að koma arðbærum fjárfestingum af stað á nýjan leik. Þannig má leggja grunn að hagvexti næstu ár, skapa atvinnutækifæri sem sárlega skortir og uppfæra innviðina í landinu.

15. mar. 2012 : Svana Helen Björnsdóttir kjörin formaður SI

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í dag var Svana Helen Björnsdóttir kjörin formaður SI. Þetta er í fyrsta sinn sem kona gegnir embætti formanns. Í stjórnina voru endurkjörin Bolli Árnason, GT tækni ehf., Sigsteinn P. Grétarsson, Marel hf. og Vilborg Einarsdóttir, Mentor ehf.

14. mar. 2012 : Samtök íslenskra gagnavera, DCI, stofnuð innan SI

Samtök íslenskra gagnavera (DCI) voru formlega stofnuð innan Samtaka iðnaðarins föstudaginn 2. mars s.l. Markmið samtakanna er að standa vörð um hagsmuni gagnavera á Íslandi.

13. mar. 2012 : Íslandsmót iðn- og verkgreina aldrei stærra og glæsilegra

170 nemendur í 19 iðn- og verkgreinum kepptu á Íslandsmóti iðn- og verkgreina föstudaginn 9. og laugardaginn 10. mars. Þetta er í sjötta sinn sem Íslandsmótið er haldið og hefur keppnin aldrei verið stærri né glæsilegri, en um 2.200 grunnskólanemar komu og skoðuðu keppnina og kynntu sér menntunartækifæri.

13. mar. 2012 : Menntadagur iðnaðarins – Markviss menntastefna forsenda öflugs atvinnulífs

Menntadagur iðnaðarins 2012 var haldinn í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 9. mars. Yfirskrift málþingsins var Markviss menntastefna forsenda öflugs atvinnulífs og voru þátttakendur ríflega 70 talsins. Málþingið var haldið samhliða Íslandsmóti verk- og iðngreina og Forritunarkeppni framhaldsskólanna.

13. mar. 2012 : Afnám gjaldeyrishafta í uppnámi

Alþingi setti í gærkvöldi lög í miklu flýti sem eiga að herða á gjaldeyrishöftum. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI, telur þetta mikið óheillaskref og að viðleitni til að losa um höftin kunni nú að vera í uppnámi.
Síða 8 af 11