Fréttasafn



Fréttasafn (Síða 229)

Fyrirsagnalisti

5. nóv. 2015 Iðnaður og hugverk : Síminn og Samtök iðnaðarins efla saman íslenskan iðnað

„Mikilvægt er að efla tæknimenntun svo íslensk fyrirtæki standi styrk og geti skapað sér samkeppnisforskot gagnvart síaukinni samkeppni erlendis frá á fjarskipta- og afþreyingarmarkaði,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans.

4. nóv. 2015 Starfsumhverfi : Seðlabankinn einn á bremsunni – stýrivextir hækkaðir

Stýrivextir voru hækkaðir í morgun um 0,25 prósentur þvert á það sem flestir greiningaraðilar höfðu spáð. Þrátt fyrir litla verðbólgu metur bankinn það sem svo að undirliggjandi verðbólguþrýstingur sé mikill, slaki í ríkisfjármálum og spenna á vinnumarkaði.

2. nóv. 2015 Iðnaður og hugverk : Uppskeruhátíð tæknigeirans

Föstudaginn 23. október hélt Deloitte í samstarfi við FKA, SI og NMÍ uppskeruhátíð tæknigeirans

2. nóv. 2015 Menntun : MA vann Boxið 2015

Lið Menntaskólans á Akureyri vann Boxið – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna í ár

2. nóv. 2015 Iðnaður og hugverk : Hringrás Plasts - Ráðstefna

Fjallað var um plast frá ýmsum sjónarhornum á ráðstefnunni Hringrás Plasts sem haldin var á vegum Fenúr, Fagráð um endurvinnslu og úrgangsmál.

2. nóv. 2015 Iðnaður og hugverk : Fundaröð um framleiðni - Þróun umbúðalausna

Samtök iðnaðarins standa fyrir fundaröð um framleiðni annan hvern fimmtudag í Húsi atvinnulífsins, 1. hæð, kl. 8.30 - 9.45.

29. okt. 2015 Mannvirki : Markaðurinn á alltaf síðasta orðið

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði nýlega að lágt lóðaverð skili sér ekki í lægra fasteignaverði og vísaði þar í hugmyndir Samtaka iðnaðins og fleiri um að sveitarfélög lækki lóðaverð.

28. okt. 2015 Mannvirki : 115 fm íbúð gæti lækkað um 5 milljónir

Friðrik Á. Ólafsson, forstöðumaður byggingasviðs SI sagði í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun framleiðslukostnað við húsbyggingu allt of háan. Komi til ýmsir þættir en hátt lóðaverð, gjöld sveitarfélaga og önnur óbein gjöld spili þar stóra rullu.

27. okt. 2015 Gæðastjórnun : N.Hansen hlýtur D-vottun

N.Hansen ehf. hefur hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum.

23. okt. 2015 Menntun : Styrktaraðilakvöld Team Spark

Árlegt styrktaraðilakvöld Team Spark fór fram í gær hjá Marel.

23. okt. 2015 Gæðastjórnun : Viðurkenndir rekstraraðilar í flutningi milli landa

Embætti Tollstjóra hefur hafið undirbúning að innleiðingu á íslensku AEO - kerfi. AEO stendur fyrir „Authorised Economic Operator“ sem nefnt hefur verið „viðurkenndir rekstraraðilar“ á íslensku.

22. okt. 2015 Iðnaður og hugverk : Innkaupsverð er ekki það eina sem skiptir máli við val á birgjum

Þegar aðfangastjórnunarkerfi eru tekin í notkun eykst einbeitni starfsfólks við að vanda til allra upplýsinga sem kerfin nota og þetta tvennt í sameiningu skilar árangri.

22. okt. 2015 Mannvirki : Samstaða um nauðsyn smærri og hagkvæmari íbúða

Lækka þarf lóðaverð, nýta fjárfestingu í innviðum, einfalda byggingareglugerð, stytta afgreiðslutíma leyfa og lækka fjármagnskostnað til þess að hægt sé að byggja vandaðar og hagkvæmar íbúðir með sem hröðustum hætti.

22. okt. 2015 Menntun : Áttin - ný vefgátt

Áttin - ný vefgátt sem auðveldar fyrirtækjum að sækja um styrki til starfsmenntasjóða og fræðslustofnana verður opnuð í nóvember. Áttin er sameiginlegt verkefni atvinnurekenda og launafólks á almennum vinnumarkaði.

21. okt. 2015 Menntun : Metþátttaka í Boxinu

Átta lið frá átta skólum erum kominn í úrslit í framkvæmdarkeppninni Boxið og munu taka þátt í aðalkeppninni sem verður haldin í fimmta sinn í HR laugardaginn 31. október.

21. okt. 2015 Iðnaður og hugverk : Local Food – Matarhátíð á Norðurlandi

Local Food matarmenningarhátíð á Norðurlandi var haldin 15-20. október

20. okt. 2015 Menntun : Nýir starfsnemar til Samtaka iðnaðarins

Samtök iðnaðarins vilja leggja sitt af mörkum til að efla menntun fyrir atvinnulífið og sem liður í menntastefnu samtakanna eru reglulega ráðnir inn starfsnemar sem sinna þar fjölbreyttum störfum. Samtök iðnaðarins hafa fengið til sín í starfsþjálfun fjóra nýja meistaranema.

19. okt. 2015 Orka og umhverfi : Loftslagsvænar lausnir Norðurlandanna í öndvegi í París

Umhverfisvænar lausnir voru í brennidepli á  vörusýningunni World Efficiency sem haldin var í París í vikunni.

16. okt. 2015 Iðnaður og hugverk : Fjárfestir þú í bestu hönnun ársins 2015?

Fyrirtæki sem hefur með eftirtektarverðum hætti fjárfest í hönnun og arkitektúr eða innleitt aðferðir hönnunar í grunnstarfsemi sína verður verðlaunað við afhendingu Hönnunarverðlauna Íslands 2015.

16. okt. 2015 Iðnaður og hugverk : Móðir jörð hlýtur Fjöreggið 2015

Móður Jörð hlaut í gær Fjöregg MNÍ, en verðlaunin eru veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Ragnheiður Héðinsdóttir, forstöðmaður matvælasviðs Samtaka iðnaðarins afhenti fjöreggið í gær á Matvæladegi MNÍ við hátíðlega athöfn.

Síða 229 af 287