CCP frumsýnir tölvuleikinn DUST 514, sem fyrirtækið hefur verið með í þróun síðustu fjögur ár, á upphafsdegi Fanfest-hátíðar fyrirtækisins í Hörpu fimmtudaginn 22. mars.
Bandaríska fyrirtækið Event Network Inc., sem rekur fjölda verslana í söfnum og görðum í N-Ameríku, hefur gert samning við íslenska hugbúnaðarfyrirtækið LS Retail og Microsoft Dynamics NAV. Kerfin verða innleidd í allar verslanir fyrirtækisins í Bandaríkjunum.
Um 300 manns sóttu Iðnþing Samtaka iðnaðarins sem haldið var í Íþrótta- og sýningarhöllinni í gær. Erindi fluttu Helgi Magnússon, fráfarandi formaður SI, iðnðarráðherra Oddný G. Harðardóttir, Jón Daníelsson, prófessor við London School of Economics, Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi og Sigsteinn P. Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marel.
Aukin útflutningsverðmæti eru forsenda varanlegs hagvaxtar sagði Sigsteinn P. Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marel sagði í erindi sínu á Iðnþingi í dag. Marel er skólabókardæmi um fyrirtæki sem hefur náð afburðarárangi á liðnum áratugum.
Rannveig Rist sagði á Iðnþingi í dag að of mikið væri einblínt á efnahags- og fjármál á Íslandi, því rót vandans væri miklu fremur slæmt siðferði, eiginhagsmunasemi, óheiðarleiki og virðingarleysi. Sagði hún að Íslendingar þyrftu að taka sig saman í andlitinu hvað þetta varðar. Þá sagði hún ekki búandi við það til lengdar hversu lítið traust helstu stofnanir samfélagsins hafa hjá almenningi.
Jón Daníelsson fjallaði um ESB, Ísland og gjaldeyrishöftin í erindi sínu á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í dag. Jón sagði m.a. að hönnun evrusamstarfsins væri það gallað frá upphafi að það gat ekki annað en leitt til erfiðleika síðar, eins og hefur nú komið í ljós.
Iðnaðarráherra, Oddný G. Harðardóttir ávarpaði Iðnþing í dag. Oddný sagði Ísland vissulega hafa staðið tæpt en að frá hruni séum við á réttri leið og að náðst hafi mikill árangur. Nýjustu tölur um hagvöxt, þróun atvinnuleysis og afkomu ríkissjóðs bendi til þess.
Ríkisstjórn síðustu þriggja ára hefur hamlað gegn endurreisn Íslands með því að framfylgja rangri efnahagsstefnu sem einkennst hefur af úlfúð í garð atvinnulífsins og lamandi skattpíningarstefnu sagði Helgi Magnússon, fráfarandi formaður SI í ræðu sinni á Iðnþingi í dag.
Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var samþykkt eftirfarandi ályktun: Það er verk að vinna í íslenskum hagkerfi. Lykilatriði er að koma arðbærum fjárfestingum af stað á nýjan leik. Þannig má leggja grunn að hagvexti næstu ár, skapa atvinnutækifæri sem sárlega skortir og uppfæra innviðina í landinu.
Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í dag var Svana Helen Björnsdóttir kjörin formaður SI. Þetta er í fyrsta sinn sem kona gegnir embætti formanns. Í stjórnina voru endurkjörin Bolli Árnason, GT tækni ehf., Sigsteinn P. Grétarsson, Marel hf. og Vilborg Einarsdóttir, Mentor ehf.
Samtök íslenskra gagnavera (DCI) voru formlega stofnuð innan Samtaka iðnaðarins föstudaginn 2. mars s.l. Markmið samtakanna er að standa vörð um hagsmuni gagnavera á Íslandi.
170 nemendur í 19 iðn- og verkgreinum kepptu á Íslandsmóti iðn- og verkgreina föstudaginn 9. og laugardaginn 10. mars. Þetta er í sjötta sinn sem Íslandsmótið er haldið og hefur keppnin aldrei verið stærri né glæsilegri, en um 2.200 grunnskólanemar komu og skoðuðu keppnina og kynntu sér menntunartækifæri.
Menntadagur iðnaðarins 2012 var haldinn í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 9. mars. Yfirskrift málþingsins var Markviss menntastefna forsenda öflugs atvinnulífs og voru þátttakendur ríflega 70 talsins. Málþingið var haldið samhliða Íslandsmóti verk- og iðngreina og Forritunarkeppni framhaldsskólanna.
Alþingi setti í gærkvöldi lög í miklu flýti sem eiga að herða á gjaldeyrishöftum. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI, telur þetta mikið óheillaskref og að viðleitni til að losa um höftin kunni nú að vera í uppnámi.
Iðnþing 2012 verður haldið í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal fimmtudaginn 15. mars, kl. 13.00 - 16.00. Yfirskrift þingsins er Verk að vinna. Fjallað verður um efnahagsumhverfið, gjaldmiðlavandann og tækifæri í iðnaði til framtíðar.
Árið 2011 var hagvöxtur 3,1% og óx landsframleiðsla sem því nemur. Þessi vöxtur kemur í kjölfar mikils samdráttar árin á undan en 2009 var hann 6,8% og 2010 var samdrátturinn 4%. Vöxtur síðasta árs skýrðist einkum af miklum vexti einkaneyslunnar sem jókst um 4%.
Samtök iðnaðarins tóku þátt í atvinnumessunni sem fram fór í Laugardagshöll í gær. Um er að ræða sameiginlegt framtak atvinnulífsins, stéttarfélaga og stjórnvalda en messan er hluti af átaksverkefninu
Vinnandi vegur sem hóf göngu sína 21. febrúar og stendur til loka maí. Markmið átaksins er að fjölga störfum og minnka atvinnuleysi.
Afmælisráðstefna Verkfræðingafélags Íslands, VFÍ var haldin á Grand Hótel í dag. Yfirskrift hennar var Framtíðarnýting orkuauðlinda á Íslandi. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI var meðal frummælenda en hann fjallaði um sýn iðnaðarins á orkunýtingu framtíðarinnar.
Beint og óbeint framlag áliðnaðar til vergrar landsframleiðslu er um 90 milljarðar á ári samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir Samál, samtök álframleiðenda, um framlag áliðnaðarins til þjóðarbúsins.
Handpoint vann hin virtu alþjóðlegu „Channel Awards 2012“ verðlaun. Handpoint tók nýverið þátt í Merchant Payment Ecosystem ráðstefnunni í Berlín í Þýskalandi en þar koma saman allir helstu fagaðilar í heiminum sem sjá um að veita fyrirtækjum lausnir til að geta tekið á móti kortagreiðslum.