Fyrirsagnalisti
Kærunefnd útboðsmála felldi í dag úr gildi rammasamningsútboð Ríkiskaupa um þjónustu verktaka í iðnaði utan suðvestur hornsins. Tildrög málsins voru þau að sl. sumar hélt Ríkiskaup rammasamningsútboð vegna viðhalds á fasteignum í eigu ríkissjóðs á öllu landinu.
Þann 29. febrúar sl. var undirritaður samningur milli Statsbygg í Noregi og ICEconsult um kaup á hugbúnaði og ráðgjöf. Samningurinn felur í sér að Statsbygg mun taka í notkun hugbúnaðinn MainManager til að sinna þjónustu, rekstri og viðhaldi á eignasafni norska ríkisins.
Orri Hauksson framkvæmdastjóri SI var einn þriggja frummælenda á fundi Framsóknarflokksins um gjaldmiðlamál í gær. Viðfangsefni ráðstefnunnar var að skýra hvaða áhrif það hefði að taka upp annan gjaldmiðil á Íslandi. Fjallað var um upptöku Kanadadollars með tvíhliða samningum við þarlend stjórnvöld eða með einhliða upptöku.
Samtök iðnaðarins stóðu fyrir fjölmennum morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík í morgun. Ragnar H. Hall og Þorsteinn Einarsson, hæstaréttarlögmenn og Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur ræddu um nýfallinn dóm Hæstaréttar um vexti á gengislánum og áhrif hans.
Á Útboðsþingi í dag voru kynntar opinberar verklegar framkvæmdir að fjárhæð 42 milljarða króna. Til samanburðar voru áætlaðar framkvæmdir í fyrra að andvirði 51 milljarður króna sem þýðir um 18% samdrátt.
Á morgun, föstudag standa Samtök iðnaðarins fyrir tveimur áhugaverðum fundum á Grand Hótel Reykjavík. Gengislánin kl. 8.30 og Útboðsþing kl. 13.00.
Frá upphafi árs hefur gengi krónunnar veikst um rúmlega 5%. Á sama tíma hefur aukinn þungi verið að færast í verðbólguna, einkum vegna innlendra kostnaðarhækkana, fyrst og fremst af hendi hins opinbera, og hækkandi olíuverðs.
Food & Fun 2012 hefst í dag og stendur yfir til 4. mars, en þetta er í 11 sinn sem hátíðin er haldin. Hátíðin í ár verður sú umfangsmesta til þessa en 16 veitingahús taka á móti erlendum matreiðslumeisturum. Veitingastaðirnir bjóða fjögurra rétta sælkeramáltíð eins og undanfarin ár á sama verði á öllum stöðum.
Stjórn SI ræddi í dag á fundi um nýfallinn dóm Hæstaréttar um vexti á gengislánum. Samtökin standa fyrir morgunverðarfundi nk. föstudag þar sem Ragnar H. Hall og Þorsteinn Einarsson hæstaréttarlögmenn og Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur ræða um dóminn og áhrif hans.
Íslandsmót iðn- og verkgreina verður haldið í Háskólanum í Reykjavík 9. – 10. mars. Katrín Jakobsdóttir menningar- og menntamálaráðherra setur Íslandsmótið og Menntadag iðnaðarins kl. 13:00 föstudaginn 9. mars í Sólinni. Keppnin í ár er sú stærsta til þessa og verður fjölbreytt og skemmtileg en um 170 manns etja kappi í 24 iðn- og verkgreinum.
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, flutti erindi á ráðstefnu Norræna fjárfestingabankans (NIB) í Scandinavia House í New York í síðustu viku. Aðrir fyrirlesarar voru Edmund S. Phelps, prófessors og nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, og Hyun Song Shin, hagfræðiprófessor við Princeton háskóla.
Ný könnun Capacent Gallup fyrir Samtök iðnaðarins um viðhorf til til aðildar að Evrópusambandinu og aðildarviðræðna gefur til kynna að 56,2% séu andvígir aðild en 26,3% hlynnt. Þessar tölur eru svipaðar og hafa komið fram í sambærilegum könnunum fyrir samtökin 2011 og 2010.
Í dag hófst nýtt átak til atvinnusköpunar sem miðar að því að fjölga störfum og fækka atvinnulausum. Um leið er komið til móts við atvinnurekendur með fjárhagslegum stuðningi. Verkefnið kallast Vinnandi vegur og er sameiginlegt átak samtaka atvinnurekenda, launþega, sveitarfélaga og ríkisins. Með þátttöku í verkefninu eiga atvinnurekendur kost á styrk með ráðningu nýrra starfsmanna úr hópi atvinnuleitenda.
Icelandair annars vegar og Reykjavíkurborg hins vegar hafa gert þriggja ára samning við Samtök iðnaðarins um rekstur Food & Fun hátíðarinnar. Með þriggja ára samningi þessara aðila er lagður traustur grunnur að því að þróa og efla þessa árlegu matarhátíð sem hefur fyrir löngu skipað sér fastan sess í menningarlífi Reykjavíkurborgar.
Dómur Hæstaréttar í gær um að óheimilt hafi verið að reikna vexti af lánum afturvirkt miðað við íslenska óverðtryggða vexti skapar margvíslega óvissu sem brýnt er skýra. Endurreikna þarf gífurlegan fjölda lánasamninga og ljóst er að lög sem alþingi setti í desember 2010 um hvernig ætti að standa að vaxtaútreikningi gengistryggðra lána standast ekki.
Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins 15. mars næstkomandi verður kosið til stjórnar. Árlega er kosið um formann. Tvö framboð til formanns hafa borist og kosið er um þrjú almenn stjórnarsæti. Póstkosning fer fram dagana 29. febrúar til hádegis 14. mars.
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2012 voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 14. febrúar. Verkefnið sem hlaut verðlaunin að þessu sinni heitir Áhættureiknir fyrir hjarta- og kransæðasjúkdóma hjá öldruðum og var það unnið af Vilhjálmi Steingrímssyni, nemanda í læknisfræði við Háskóla Íslands.
Þann 16. febrúar nk. verður haldin ráðstefna á vegum Norræna fjárfestingabankans í Scandinavia House í New York. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI tekur þátt í pallborðsumræðum.
UT messan stóð frá morgni fram á kvöld og skiptist í nokkra viðburði. Þrjú þemu voru til umfjöllunar í málstofum þar sem erlendir og innlendir fyrirlesarar héldu áhugaverð erindi fyrir stjórnendur, UT-sérfræðinga í rekstri og hugbúnaðarþróunarfólk.
Ráðstefna Iðnmenntar, Starfsmenntun, skóli – atvinnulíf – gildi starfsmenntunar í íslensku samfélagi, var haldin nýlega á Grand Hótel Reykjavík. Um 150 manns sóttu ráðstefnuna, hlýddu á fjölbreytta fyrirlestra í byrjun og tóku svo þátt í hópastarfi eftir kaffihlé.