Fréttasafn



Fréttasafn (Síða 261)

Fyrirsagnalisti

8. feb. 2012 : Verðbólgan mikið áhyggjuefni

Seðlabanki Íslands ákvað í morgun að halda stýrivöxtum óbreyttum og eru þeir nú 4,75%. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI, segir að almennt hafi verið búist við óbreyttum vöxtum en því miður sé útlitið ekkert sérstaklega gott. „Verðbólga hefur vaxið jafnt og þétt frá því að hún náði lágmarki í janúar 2011. Hún mælist nú 6,5% og ég býst við að Seðlabankinn fari að huga að hækkun vaxta ef ekki næst að hemja verðbólguna.“

8. feb. 2012 : Úthlutun markáætlunar Tækniþróunarsjóðs

Lokið hefur verið við að meta umsóknir í markáætlun Tækniþróunarsjóðs (betri þjónusta fyrir minna fé), en umsóknafrestur var til 1. nóvember 2011. Alls barst 21 umsókn og hefur stjórn sjóðsins ákveðið að bjóða verkefnisstjórum 10 verkefna að ganga til samninga.

3. feb. 2012 : Jóna Hrönn Bolladóttir fékk Köku ársins afhenta

Landssamband bakarameistara hefur fyrir sið að afhenda einni verðugri konu Köku ársins um leið og hún er kynnt í bakaríum í febrúar ár hvert. Að þessu sinni varð fyrir valinu Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Vídalínskirkju. Hún hefur sinnt óeigingjörnu starfi í þágu barna og ungmenna um árabil og komið víða við í störfum sínum.

3. feb. 2012 : Meistarafélög í byggingariðnaði funda

Síðastliðið miðvikudagskvöld var haldinn fyrsti félagsfundur SI meðal félaga í meistarfélögunum í Skipholti. Hátt í hundrað áhugasamir meistarar eða starfsmenn þeirra mættu til fundar og kynntu sér efni nýrrar byggingareglugerðar og gæðakerfi SI sem meistararnir geta nú fengið aðgang að.

2. feb. 2012 : Lög um svæðisbundna flutningsjöfnun

Nú um áramótin tóku gildi lög um svæðisbundna flutningsjöfnun. Markmið laganna er að styðja við framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni með því að jafna flutningskostnað framleiðenda sem staðsettir eru fjarri innanlandsmarkaði eða útflutningshöfn og búa við skertari samkeppnisstöðu vegna hærri flutningskostnaðar en framleiðendur staðsettir nær markaði.

2. feb. 2012 : Óskað eftir tilnefningum til stjórnar SI og fulltrúaráðs SA 

Í tengslum við Iðnþing fer að venju fram kosning til stjórnar Samtaka iðnaðarins og valdir eru fulltrúar í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins. Formaður er kjörinn til árs í senn. Núverandi formaður Helgi Magnús­son hefur setið í sex ár og er því ekki lengur kjörgengur, samkvæmt lögum SI.

2. feb. 2012 : Kaka ársins 2012

Kaka ársins kemur í bakarí innan Landssambands bakarameistara (LABAK) föstudaginn 3. febrúar. Efnt var til keppni meðal félagsmanna í LABAK og starfsmanna þeirra um köku sem verðskuldar þennan titil. Höfundur hennar er Stefán Hrafn Sigfússon starfsmaður í Mosfellsbakaríi.

31. jan. 2012 : Skráning hafin á UT messuna

Minnum á að skráning er hafin á UT messuna 9. febrúar nk. Þar verður boðið upp á áhugaverð erindi fyrir stjórnendur og sérfræðinga í UT geiranum og 40 fyrirtæki kynna sig á glæsilegu sýningarsvæði.

25. jan. 2012 : GT Tækni fyrst allra fyrirtækja til að fá A-vottun

GT Tækni ehf. hlaut nýlega A-vottun gæðastjórnunar Samtaka iðnaðarins sem er staðfesting á því að fyrirtækið sé með skilgreinda og skjalfesta vinnu og verkferla sem byggja á viðurkenndum aðferðum við rekstur og stjórnun. Þetta er fyrsta fyrirtækið sem lýkur ferlinu en um er að ræða lokahluta vottunarferlis sem tekin erí fjórum áföngum.

20. jan. 2012 : Iðnaðarsalt veldur ekki heilsutjóni fremur en matarsalt

Matvælastofnun hefur látið rannsaka innihald iðnaðarsalts og hefur sú rannsókn leitt í ljós að saltið uppfyllir allar kröfur sem eru gerðar til matarsalts og því ekkert tilefni til að ætla að það hafi önnur áhrif á öryggi matvæla eða heilsu manna en venjulegt matarsalt.

20. jan. 2012 : Yfirlýsing Samtaka atvinnulífsins vegna uppsagnarákvæðis kjarasamninga

Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa ákveðið að nýta ekki uppsagnarákvæði kjarasamninga hinn 31. janúar næstkomandi þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ekki efnt fyrirheit sem gefin voru í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamningana 5. maí 2011.

17. jan. 2012 : Norrænir starfsmenntunarstyrkir

Menntamálaráðuneyti Danmerkur veitir á námsárinu 2011-2012 nokkra styrki handa Íslendingum til náms við fræðslustofnanir í þessum löndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnnám eða hliðstæða menntun, til undirbúnings kennslu í starfsmenntaskólum eða framhaldsnáms starfsmenntakennara, svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á Íslandi.

16. jan. 2012 : Iðnaðarsalt notað í matvæli

Komið hefur í ljós að fjöldi matvælafyrirtækja hefur keypt iðnaðarsalt og notað í matvæli án þess að gera sér grein fyrir að það er ekki ætlað til matvælaframleiðslu. Það er ekki rétt, sem komið hefur fram í fjölmiðlum, að á umbúðunum standi skýrum stöfum að saltið sé ekki ætlað til matvælaframleiðslu, hins vegar stendur á umbúðunum: „For industrial use only“. Á því er töluverður munur.

16. jan. 2012 : Aurum hlaut Njarðarskjöldinn

Verslunin Aurum hlaut Njarðarskjöldinn, hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila, sl. fimmtudag. Eigandi Aurum er Guðbjörg Ingvarsdóttir gullsmiður. Þetta er í 16. sinn sem verðlaunin eru afhent.

13. jan. 2012 : Yfirlýsing frá ORF Líftækni vegna tjóns á gróðurhúsi Barra á Egilsstöðum

Vegna frétta af tjóni sem varð hjá Barra á Egilstöðum í ofsaveðri síðastliðinn mánudaginn, þegar plötur fuku af gróðurhúsi þar sem ORF Líftækni hefur ræktað erfðabreytt bygg, vill ORF Líftækni taka fram að þó svo ólíklega hefði viljað til að bygg hefði borist út úr húsinu við óhappið, hefði nákvæmlega engin hætta verið á ferðum.

11. jan. 2012 : Iðnaðarblaðið komið á vefinn

Iðnaðarblaðið, þjónustumiðill iðnaðarins, kemur út mánaðarlega og er dreift með Morgunblaðinu. Þar má finna fréttir og umfjallanir tengdar öllum helstum starfsgreinum íslensks iðnaðar. Blaðið er nú að hefja sitt fjórða útgáfuár og í tilefni þess hefur útgefandi blaðsins, Goggur útgáfa, nú opnað vefsíðuna www.idnadarbladid.is.

11. jan. 2012 : Aðild Rússlands að WTO samþykkt

Aðild Rússlands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) var samþykkt á ráðherrafundi aðildarríkjanna í desember sl. Rússland hefur frest til 15. júní nk. til að fullgilda aðildarsamninginn og tekur aðildin gildi 30 dögum eftir fullgildingu. Utanríkisráðuneytið mun upplýsa um gildistökudag þegar hann liggur fyrir.

11. jan. 2012 : Vélsmiðja Ólafs R. Guðjónssonar hlýtur D-vottun

Vélsmiðja Ólafs R. Guðjónssonar hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Í því felst að rekstur fyrirtækis er gerður skilvirkari.

10. jan. 2012 : Óskað eftir tilnefningum til upplýsingatækniverðlauna Skýrslutæknifélags Íslands

Skýrslutæknifélag Íslands óskar eftir tilnefningum til heiðursverðlauna fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Hægt er að tilnefna einstakling eða forsvarsmann fyrirtækis eða verkefnis sem hefur skarað framúr á sviði upplýsingatækni, skapað verðmæti og auðgað líf Íslendinga með hagnýtingu á upplýsingatækni.

10. jan. 2012 : Styrkir til vinnustaðanáms eða starfsþjálfunar vorið 2012

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til fyrirtækja eða stofnana sem taka nemendur í vinnustaðanám. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar.
Síða 261 af 287