Fréttasafn



Fréttasafn (Síða 287)

Fyrirsagnalisti

9. okt. 2009 : Markvisst niðurrif

Ekki verður annað séð en að það sé stefna ríkisstjórnarinnar að vinna markvisst gegn áliðnaði og öðrum orkufrekum iðnaði á Íslandi í bráð og lengd. Ákvarðanir um að framlengja ekki viljayfirlýsingu vegna Bakka, fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um Suðvesturlínur og tillaga um orku- og auðlindaskatt koma fyrirhuguðum framkvæmdum í uppnám segir Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdastjóri SI.

7. okt. 2009 : Þaulhugsaður einfaldleiki, ný íslensk hönnun frá NEMA ehf.

Þessa dagana er verið að markaðsetja nýja íslenska hönnunar- og framleiðslulínu sem hefur að gera með lýðheilsu í hátæknisamfélagi. Vörulínan er sniðin að þörfum þeirra sem nota fartölvur daglega og samanstendur af brettum undir fartölvur og dagblaða- og bókastöndum og er hönnuð í nánu samráði við lækna og iðjuþjálfa. Vörurnar eru framleiddar í Múlalundi.

6. okt. 2009 : Könnun á ástandi og horfum

Starfsmenn SI hafa á gert könnun meðal stærstu félagsmanna sinna um ástand og horfur. Svör bárust frá 140 félagsmönnum. Störfum hefur fækkað um 632 frá upphafi árs og til áramóta er búist við annarri eins fækkun og hefur þá starfsmönnum fækkað um 13,5% frá upphafi til loka árs.

5. okt. 2009 : Íslenskir kvenfrumkvöðlar hitta Viktoríu krónprinsessu

Svana Helen Björnsdóttir framkvæmdastjóri Stika og Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentors munu hitta Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar í viðhafnarkvöldverði í dag. Þær hafa verið valdar fulltrúar íslenskra kvenfrumkvöðla í Evrópuverkefninu EU Network of Female Entrepreneurship Ambassadors ásamt Höllu Tómasdóttur og Kristínu Pétursdóttur frá Auði Capital.

1. okt. 2009 : Skuggaleg tíðindi

Í fjárlagafrumvarpinu er að finna skuggaleg tíðindi um skattastefnu stjórnvalda. Ekki verður betur séð en þannig sé gengið fram að það leiði til enn frekari stöðnunar og samdráttar. Augljóst er að umsvif í atvinnulífinu munu dragast enn saman og fjárfestingar tengdar orkunýtingu verða í uppnámi.

30. sep. 2009 : Skortir vilja til verka

Vilja- og getuleysi ríkisstjórnarinnar til að örva atvinnulífið er óskiljanlegt, segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri SI, síðasta útspil umhverfisráðherra vegna framkvæmda á Suðurnesjum er hrópandi dæmi um þetta.

30. sep. 2009 : Hvatningarráðstefna Stjórnvísi

Hvatningarráðstefna Stjórnvísi verður haldin á Grand hótel 2. október, kl. 8.30-11.30. Markmið ráðstefnunnar er að hvetja stjórnendur til djörfungar og bjartsýni. Stjórnendur og aðrir áhugasamir um stjórnun og rekstur fyrirtækja eru velkomnir. Aðgangur er ókeypis.

28. sep. 2009 : Farmers Market og Íslensk hollusta hlutu viðurkenningu úr Verðlaunasjóði iðnaðarins

Tvær viðurkenningar úr Verðlaunasjóði iðnaðarins voru veittar við hátíðlega athöfn í dag. Það voru Eyjólfur Friðgeirsson, líffræðingur í Íslensk hollusta og Bergþóra Guðnadóttir, hönnuður í Farmers Market sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra afhenti hvorum um sig eina milljón króna, verðlaunagrip og viðurkenningarskjal.

27. sep. 2009 : Stjórnvöld steyta á skeri

Samtök iðnaðarins gagnrýna enn harðlega vinnubrögð stjórnvalda og segja að togstreitan innan ríkisstjórnarinnar um erlenda fjárfesta og beislun og nýtingu orkuauðlinda til uppbyggingar atvinnustarfsemi sé á góðri leið með að valda þjóðinni miklum búsifjum. Þá vara þau við hugmyndum um orku-, umhverfis- og auðlindaskattar.

25. sep. 2009 : Markvissar aðgerðir geta dregið verulega úr rýrnun matvæla

Árleg velta í kjötiðnaði á Íslandi er áætluð 20-25 milljarðar króna. Talið er að þar af tapist a.m.k. 5% eða 1000-1250 milljónir vegna rýrnunar. Hægt er að spara stórar fjárhæðir ef tekst að draga úr þessari rýrnun. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi í gær um umbætur í virðiskeðju matvæla.

24. sep. 2009 : Stefnt að því að ljúka sameiginlegu mati á umhverfisáhrifum næsta vor

Stefnt er að því að ljúka næsta vor sameiginlegu mati á umhverfisáhrifum álvers á Bakka við Húsavík, Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Alcoa, Þeistareykjum ehf., Landsvirkjun og Landsneti.

24. sep. 2009 : Seðlabankinn herðir snöruna

Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist hættur að skilja vaxtastefnu Seðlabanka Íslands. „Við erum búin að segja mánuðum saman að það sé ekki hægt að búa við þetta vaxtastig. Með þessu er snaran hert hægt að rólega að fyrirtækjum og heimilum í landinu."Þetta kemur fram í viðtali við hann á visir.is í dag.

23. sep. 2009 : Rannsóknarþjónustan Sýni hefur opnað Matvælaskóla

Matvælafræðingar og ráðgjafar hjá Sýni halda námskeið sem fjalla um matvæli og meðhöndlun þeirra frá öllum hliðum, allt frá frumframleiðslu til neytanda. Námsefnið nær einnig yfir hollustu og fjölbreytta notkun matvæla og hráefnaval.

22. sep. 2009 : Ein verðmætasta hugbúnaðarsala í sögu Íslands

Microsoft hefur keypt íslensku hugbúnaðarlausnina LS Retail AX sem er byggð ofan á Microsoft Dynamics AX viðskiptalausnirnar. Það er íslenska fyrirtækið LS Retail ehf. sem hefur þróað lausnina sem Microsoft fær nú eignarrétt á og er þetta er ein verðmætasta hugbúnaðarsala í sögu Íslands.

22. sep. 2009 : Vilmundur Jósefsson formaður SA

Vilmundur Jósefsson hefur tekið við sem formaður Samtaka atvinnulífsins, en Þór Sigfússon, sem verið hefur í leyfi frá formennsku í samtökunum frá 9. júlí, hefur ákveðið að víkja formlega úr sæti formanns SA.

22. sep. 2009 : Öll lán fari til Íbúðalánasjóðs

Til að tryggja jafnræði milli skuldara og auðvelda samræmdar aðgerðir er í umræðunni að Íbúðalánasjóður yfirtaki öll húsnæðislán bankanna. Jafnræði milli skuldara er lykilatriði í þessari umræðu og því má ekki gleyma að það eru fleiri en bankar sem hafa veitt húsnæðiskaupendum lán.

22. sep. 2009 : Promens Tempra hlýtur leyfi til CE merkinga

Promens Tempra hefur hlotið leyfi til að CE merkja byggingavöruframleiðslu sína. Fyrirtækið uppfyllir nú kröfur staðalsins ÍST EN 13163:2008 "Varmaeinangrun fyrir byggingar - Verksmiðjuframleiddar vörur úr þöndu polystyrene (EPS) - Kröfur".

18. sep. 2009 : SI bíða eftir svörum frá Íbúðalánasjóði

Samtökin sendu í sumar bréf til Íbúðalánasjóðs þar sem þau óskuðu eftir endurskoðun á reglum um bankaábyrgð verktaka í byggingariðnaði. Erindinu hefur ekki verið svarað.

18. sep. 2009 : Vinnubrögð stjórnvalda valda töfum og tjóni

Samtök iðnðarins gagnrýna harðlega vinnubrögð stjórnvalda í samskiptum við erlenda fjárfesta og uppbyggingu iðnaðar sem reiðir sig á nýtingu orkuauðlinda. Stjórnvöld eru ekki samstiga og senda frá sér misvísandi skilaboð.

18. sep. 2009 : Kynningarfundur um umbætur í virðiskeðju matvæla

Hvað er hægt að gera til að draga úr sóun við framleiðslu og dreifingu matvæla? Hverju skilar bætt meðferð og bætt upplýsingaflæði milli aðila í virðiskeðjunni? Opinn kynningarfundur verður á Grand hótel, fimmtudaginn 24. September, kl. 15.00-17.00.
Síða 287 af 288