Fréttasafn (Síða 75)
Fyrirsagnalisti
Fjárfestir þú í bestu hönnun ársins 2015?
Fyrirtæki sem hefur með eftirtektarverðum hætti fjárfest í hönnun og arkitektúr eða innleitt aðferðir hönnunar í grunnstarfsemi sína verður verðlaunað við afhendingu Hönnunarverðlauna Íslands 2015.
Móðir jörð hlýtur Fjöreggið 2015
Móður Jörð hlaut í gær Fjöregg MNÍ, en verðlaunin eru veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Ragnheiður Héðinsdóttir, forstöðmaður matvælasviðs Samtaka iðnaðarins afhenti fjöreggið í gær á Matvæladegi MNÍ við hátíðlega athöfn.
Gullsmiðir bjóða heim
Laugardaginn 17. október nk. munu félagar í Félagi íslenskra gullsmiða halda hátíðlegan Gullsmiðadaginn.
Mannauðsmælingar skipta miklu máli í rekstri fyrirtækja
Þriðji fundur í fundaröð SI um framleiðni fór fram í morgun þar sem fjallað var um mannauð fyrirtækja og mikilvæga mælikvarða.
11 milljónir veittar í styrki til skóla
Í dag voru styrkir úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar afhentir fyrir árið 2015. Sjóðnum bárust alls 42 umsóknir í þessari úthlutun, flestar frá grunnskólum. Virði styrkjanna er samtals ríflega ellefu milljónir króna.
Vodafone til liðs við Samtök iðnaðarins
Á dögunum gekk Vodafone til liðs við Samtök iðnaðarins en fyrirtækið er fyrsta fjarskiptafyrirtækið til að ganga í samtökin.
Umhverfisvernd í íslenskum skipaiðnaði
Raunhæft er að íslensk fiskiskip verði knúin raforku að hluta til á innan við fimm árum. Þetta segir Þröstur Auðunsson, formaður Samtaka skipaiðnaðarins í viðtali við fréttastofu Rúv.
Humarpaté framlag Íslands í Evrópukeppni
Sextán Evrópulönd keppa um titilinn nýstárlegasta matvara Evrópu 2015 dagana 5. og 6. október á alþjóðlegu matvælasýningunni í Mílanó, Feeding the Planet „Energy for Life“.
Gæðastjórnun sparar gríðarlega peninga
Annar fundur Samtaka iðnaðarins um framleiðni fór fram í dag þar sem fjallað var um mikilvægi gæðastjórnunar í framleiðslu.
Mikilvægt að innleiða tæknilausnir til að sporna við mengun
nýrri rannsókn sem birt er í tímaritinu Nature kemur fram að loftmengun í heiminum er vaxandi vandamál. Samtök skipaiðnaðarins - SSI og CleanTech Iceland - CTI leggja áherslu mikilvægi þess að draga eins og kostur er úr mengun á landi sem og sjó.
Er tæknifólk skapandi?
Er tæknifólk skapandi? var umræðuefni á fyrsta fundi í fundaröðinni Lunch Code sem Samtök upplýsingatæknifyrirtækja standa fyrir þriðja hvern fimmtudag í vetur.
Stöðugar umbætur eru lykillinn að aukinni framleiðni
Fyrsti fundur Samtaka iðnaðarins um framleiðni fór fram í gær og sóttu hann um 50 manns. Almar Guðmundnsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins opnaði fundinn og lét þess getið að tilgangur með fundaröðinni væri að skapa vettvang fyrir flæði hugmynda milli fyrirtækja.
Technology Fast 50
Þeir sem taka þátt í Fast 50 verkefni Deloitte á Íslandi eiga möguleika á að fara á Deloitte Entrepreneur Summit í Dallas þann 5. nóvember næstkomandi.
Hagnýting korns á norðurslóð
Hafin er vinna við nýtt alþjóðlegt verkefni um hagnýtingu korns á norðurslóð. Verkefnið er styrkt af Norðurslóðaáætluninni (Northern Periphery & Arctic Programme) og er til þriggja ára. Þátttakendur eru frá Íslandi (Matís og Landbúnaðarháskólinn), Norður-Noregi, Færeyjum, Orkneyjum og Nýfundnalandi.
Aðrar þjóðir vilja fá til sín íslensk hugverkafyrirtæki
Tíu áhersluverkefni hafa verið mótuð fyrir tækni- og hugverkageirann. „Eitt af áhersluverkefnum fyrir tækni- og hugverkafyrirtæki er að gera umhverfið á Íslandi betra fyrir erlenda sérfræðinga,“ segir Almar Guðmundsson í viðtali við Morgunblaðið
Radiant Games gefur út forritunarleikinn Box Island
Sprotafyrirtækið Radiant Games gaf í dag út þrautaleikinn Box Island í íslenskri útgáfu, en leikurinn auðveldar krökkum að beita grunngildum forritunar og eflir rökfræðilegan hugsunarhátt. Í leiknum taka krakkar þátt í ævintýri á eyjunni Box Island, en þar fer aðalsöguhetjan Hiro í leiðangur til að bjarga vini sínum eftir að loftbelgur þeirra brotlenti á eyjunni. Hægt er að nálgast leikinn á App Store fyrir iPad og hentar hann krökkum 8 ára og eldri. Frekari upplýsingar má einnig finna á www.boxisland.is.
Ungur iðnaður með framtíðina fyrir sér
Kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi er ungur iðnaður sem fer ört stækkandi. Ótrúlega mikið hefur áunnist á fáum árum varðandi fagmennsku, gæði og þekkingu í framleiðslu fjölbreyttra verkefna.
Er 50 milljarða króna velta og 70% vöxtur flopp? – svarað fyrir kvikmyndaiðnaðinn
Því var slegið upp á forsíðu Viðskiptablaðinu 30. júlí s.l. að þær ívilnanir sem færu til kvikmyndagerðar væru „ríkisstyrkt flopp“. Katrín Dóra Þorsteinsdóttir svarar fyrir kvikmyndaiðnaðinn í Viðskiptablaðinu í dag.
Kallað eftir tilnefningum til Fjöreggs MNÍ
Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands (MNÍ) stendur fyrir árlegum Matvæladegi 15.október næstkomandi á Hótel Sögu. Dagurinn verður að þessu sinni helgaður umfjöllun um sértæka gagnagrunna sem halda utan um næringargildi og efnainnihald matvæla.
Bakarameistarar afhentu Göngum saman eina og hálfa milljón króna
Félagsmenn í Landssambandi bakarameistara, LABAK, söfnuðu einni og hálfri milljón með sölu Brjóstabollunnar um mæðradagshelgina. Forsvarskonur styrktarfélagsins Göngum saman heimsóttu stjórn LABAK nýlega og tóku við styrknum úr hendi Jóns Alberts Kristinsson, formanns LABAK.
