Fréttasafn (Síða 76)
Fyrirsagnalisti
Metár hjá kvikmyndaframleiðendum
SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda hélt aðalfund í gær í húsi atvinnulífsins. Í starfsskýrslu SÍK kom fram að árið 2014 var metár í veltu vegna framleiðslu á kvikmynduðu efni á Íslandi.
Fjölmenn ráðstefna Matvælalandsins Íslands um tækifæri í útflutningi matvæla
Samstarfshópur um Matvælalandið Ísland efndi til ráðstefnu um útflutning matvæla á Hótel Sögu í gær. Markmiðið með ráðstefnunni var að vekja athygli á tækifærum til aukinnar verðmætasköpunar í matvælageiranum með útflutningi, miðla reynslu og hvetja þannig fleiri til að vinna með markvissum hætti að því að sækja á erlendan markað með matvælaafurðir.
Humarpaté bar sigur úr býtum í Ecotrophelia nýsköpunarkeppni háskólanema
Nýsköpunarkeppnin Ecotrophelia Ísland fór fram 20. maí síðastliðinn. Keppnin felst í að þróa markaðshæf, vistvæn matvæli eða drykki og rétt til þátttöku hafa nemendahópar, 2-10 í hverjum hópi, úr öllum háskólum landsins.
Matvælalandið Ísland: Útflutningur - til mikils að vinna
Samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland býður til opinnar ráðstefnu um tækifæri í útflutningi matvæla fimmtudaginn 21. maí á Hótel Sögu. Ráðstefnunni er ætlað að vekja athygli á tækifærum til aukinnar verðmætasköpunar í matvælageiranum með útflutningi og miðla reynslu.
Bakarar selja brjóstabollur um mæðradagshelgina
Félagsmenn í Landssambandi bakarameistara, LABAK, efna til sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land um mæðradagshelgina, dagana 8.-10. maí. Bollusalan er til stuðnings styrktarfélaginu Göngum saman semstyrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert.
Ársfundur Samáls – Stoð í áli
Á ársfundi Samáls var fjallað var um stöðu og framtíð áliðnaðarins með áherslu á hringrásina frá framleiðslu til fjölbreyttrar notkunar og endurvinnslu. Samhliða var sýning á stoðtækjum Össurar þar sem ál gegnir mikilvægu hlutverki.
Mikil tækifæri í leikjaiðnaði
Kauphöllin í samvinnu við IGI – Samtök leikjaframleiðenda, stóð fyrir frumsýningu heimildarmyndarinnar Gameloading – Rise of the Indies í Bíó Paradís í gærkvöldi. Sýningin var í tengslum við Slush PLAY Reykjavík. Heimildarmyndin fjallar um heim óháðra leikjaframleiðanda og fylgst með nokkrum framleiðendum.
Alþjóðlegt átak - Stelpur og tækni
Girls in ICT Day er í dag. Um er að ræða hluta af alþjóðlegu átaki og haldið undir nafninu Stelpur og tækni hérlendis. Þetta er í annað sinn sem við hér á Íslandi tökum þátt með því að bjóða 100 stelpum í 9. bekk á vinnustofur í Háskólanum í Reykjavík og í fyrirtækjaheimsóknir.
Slush Play í Reykjavík
Slush Play, ráðstefna í leikjaiðnaði og sýndarveruleika, verður haldin í fyrsta sinn helgina 28.-29. apríl í Gamla Bíó. Ráðstefnan er haldin undir merkjum og í samstarfi við Slush ráðstefnuna í Finnlandi sem er ein stærsta tækni- og sprotaráðstefna Evrópu.
Samningur um samstarf Sólheima og Matís
Samningur felur í sér vilja til að vinna að sameiginlegri stefnumótun um eflingu sjálfbærra samfélaga á Íslandi, auka starfshæfni og nýsköpun við vinnslu og sölu matvæla, efla matarhandverk á Íslandi, bjóða innlendum og erlendum samstarfsaðilum upp á að nýta aðstöðuna á Sólheimum í sínum verkefnum og að leita leiða til að fjármagna samstarfið.
Hilmar Veigar Pétursson kjörinn stjórnarformaður IGI
Á aðalfundi IGI, sem er starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins, var kosin ný og öflug stjórn sem mun fara með málefni leikjaframleiðenda á þessu ári. Nýja stjórn skipa: Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP, Ólafur Andri Ragnarsson stjórnarmaður Betware, Burkni Óskarsson framkvæmdastjóri Lumenox, Eldar Ástþórsson fjölmiðlafulltrúi CCP, Stefán Álfsson forstjóri Jivaro, Stefán Gunnarsson forstjóri Soldid Clouds og Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir forstjóri Locatify.
Leikurinn TINY KNIGHT gerður af Demon Lab vann Game Creator
Game Creator keppnin um besta tölvuleikinn fór fram í fjórða sinn á Háskóladeginum í Háskólanum í Reykjavík síðastliðinn laugardag.
Ný stjórn SUT tekur til starfa
Ný stjórn SUT, Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja var kosin á aðalfundi félagsins þann 20. febrúar síðastliðinn.
Kaka ársins færð Kvenréttindafélagi Íslands í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna
Forsvarsmenn Landssambands bakarameistara, LABAK, mörkuðu upphaf sölu Köku ársins 2015 með því að færa Kvenréttindafélagi Íslands kökuna að gjöf í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Hallveigarstöðum í dag.
Sykur er ekki ávanabindandi eitur
Fullyrðingar um að sykur sé ávanabindandi líkt og áfengi eða tóbak eiga ekki við vísindaleg rök að styðjast. Ragnheiður Héðinsdóttir, forstöðmaður matvælasviðs gagnrýnir umfjöllun um skaðsemi sykurs og matvæla sem innhalda sykur í grein í Fréttablaðinu í dag.
Aldrei fleiri þátttakendur á fagráðstefnu UT Messu
UT Messan fór fram í Hörpu um helgina og sóttu um 9000 manns viðburðinn að þessu sinni. Þar af sóttu um þúsund manns fagráðstefnu UT Messunnar á föstudag og hafa aldrei verið fleiri þátttakendur. Boðið var upp á 45 fyrirlestra á 10 mismunandi þemalínum, þar sem bæði innlendir og erlendir sérfræðingar héldu tölur.
UT messan 2015 - fagráðstefna og sýning
UTmessan 2015 fer fram í Hörpu dagana 6. og 7. febrúar. Markmið UT messunnar er að sýna hve stór og fjölbreyttur tölvugeirinn á Íslandi er í þeim tilgangi að fjölga þeim sem velja tölvu- og tæknigreinar sem framtíðarstarfsvettvang.
Dagur íslensks prentiðnaðar
Þann 6. febrúar 2015 standa IÐAN fræðslusetur, Félag bókagerðarmanna og Samtök iðnaðarins, fyrir Degi íslensks prentiðnaðar. Á þessum degi ætlar starfsfólk í prent- útgáfu og hönnunariðnaði að hittast í nýju húsnæði IÐUNNAR, Vatnagörðum 20 og fræðast og skemmta sér saman.
Nýjung frá Henson
Henson kynnir þessa dagana dótturfyrirtæki sitt Combishirts. Fyrirtækið framleiðir íþróttatreyjur sem sameina tvö félagslið. Treyjur sem þessar hafa ekki verið fáanlegar áður, hvorki hér né erlendis. Ný tækni gerir framleiðsluna mögulega og vinnur Combishirts nú að því að koma vörunum á framfæri erlendis.
Fjármálaráðherra í skoðunarferð um gagnaver á Reykjanesi
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra er nú í skoðunarferð á Reykjanesi þar sem hann heimsækir gagnaver á vegum Advania og Verne í boði Samtaka gagnavera á Íslandi. Með Bjarna í för er framkvæmdastjóri SI, Almar Guðmundsson.
