Fréttasafn



Fréttasafn: Iðnaður og hugverk (Síða 74)

Fyrirsagnalisti

25. jan. 2016 Iðnaður og hugverk : Virðing fyrir hráefnum sem falla til í framleiðslufyrirtækjum skilar bættri afkomu

Bætt nýting aukaafurða sem falla til við framleiðslu og endurvinnsla skila sér í bættri afkomu fyrirtækja. Þetta var samdóma álit fjögurra frummælenda á fundi Framleiðslu- og matvælasviðs Samtaka iðnaðarins um úrgangsstjórnun og endurvinnslu.

22. jan. 2016 Iðnaður og hugverk : Aðalfundur Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja - SUT

Aðalfundur Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja - SUT var haldinn í gær.

11. jan. 2016 Iðnaður og hugverk : Keppni í nýsköpun vistvæna matvæla 2016 - kallað eftir keppnisliðum

Ecotrophelia Ísland er keppni meðal háskólanemenda í þróun vistvænna matvæla.

8. jan. 2016 Iðnaður og hugverk : Fagmennska í íslenskum bakaríum

Landssamband bakarmeistara – LABAK vill koma á framfæri leiðréttingu á rangfærslum sem birtust í Fréttatímanum 8. janúar. 

8. jan. 2016 Iðnaður og hugverk Orka og umhverfi : Skert samkeppnisstaða á endurvinnslumarkaði

Reykjavíkurborg er í beinni samkeppni við einkaðila um söfnun á endurvinnsluúrgangi en hefur forskot því hún innheimtir ekki virðisaukaskatt af þeirri þjónustu, þrátt fyrir að hafa fengið tilmæli frá ríkisskattstjóra um að greiða skuli virðisaukaskatt. Hér er um skerta samkeppnisstöðu að ræða og telja Samtök iðnaðarins að borgin eigi að gæta jafnræðis og horfa til þess að jafna samkeppnisstöðu allra aðila á þessum markaði.

7. jan. 2016 Iðnaður og hugverk : Nýr formaður og breytingar í stjórn Samtaka sprotafyrirtækja

Aðalfundur Samtaka sprotafyrirtækja 2015 fór fram í desember.

5. jan. 2016 Iðnaður og hugverk : Rafnar og Vikal International í samstarf um smíði hrað- og smábáta fyrir lúxussnekkjur

Rafnar ehf., sem hefur síðasta áratug unnið að þróun, hönnun og smíði á byltingarkenndri tegund báta, hefur tekið höndum saman við Vikal International um smíði á hrað- og léttabátum fyrir lúxussnekkjur á alþjóðamarkaði. 

4. jan. 2016 Iðnaður og hugverk : Góðar fréttir fyrir kvikmyndaiðnaðinn

Tekjur ríkissjóðs af kvikmyndaframleiðslu eru hærri en endurgreiðslur til framleiðenda skv. nýútkominni skýrslu um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi.

7. des. 2015 Iðnaður og hugverk : Pólitísk samstaða um að gera Ísland aðlaðandi fyrir fólk og fyrirtæki í nýsköpun

Á Tækni- og hugverkaþingi í Gamla bíó sl. föstudag komu ólíkir aðilar að borðum og ákváðu sameiginlega þá framtíðarsýn að gera Ísland aðlandi fyrir fólk og fyrirtæki í nýsköpun.

27. nóv. 2015 Iðnaður og hugverk : Össur hlýtur verðlaun fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2015

Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent í annað sinn í gær við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Ríflega 100 tilnefningar bárust dómnefnd sem tilnefndi fimm verkefni sem þóttu sigurstranglegust.

20. nóv. 2015 Iðnaður og hugverk : Hver ræður því hvað vara kostar?

„Hver ræður því hvað vara kostar?“ spurði Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Glófa þegar rætt var um greiningu á framleiðslukostnaði á fundaröð um framleiðni hjá SI.

8. nóv. 2015 Iðnaður og hugverk : Philippe Ricart hlýtur Skúlaverðlaunin 2015

Skúlaverðlaunin 2015 voru afhent í sl. fimmtudag á fyrsta opnunardegi sýningarinnar Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Verðlaunin hlaut Philippe Ricart fyrir handofin teppi úr Íslenskri ull.

6. nóv. 2015 Iðnaður og hugverk : Umbúðir endurspegla vöruna

Í fundaröð Samtaka iðnaðarins um framleiðni er tekið á ýmsum hliðum framleiðni og fyrirtæki segja frá reynslu sinni. Umbúðir voru umræðuefnið í gær þegar Oddi, Ora og Bláa Lónið sögðu frá því hvernig umbúðir tengjast framleiðni fyrirtækja.

5. nóv. 2015 Iðnaður og hugverk : Síminn og Samtök iðnaðarins efla saman íslenskan iðnað

„Mikilvægt er að efla tæknimenntun svo íslensk fyrirtæki standi styrk og geti skapað sér samkeppnisforskot gagnvart síaukinni samkeppni erlendis frá á fjarskipta- og afþreyingarmarkaði,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans.

2. nóv. 2015 Iðnaður og hugverk : Uppskeruhátíð tæknigeirans

Föstudaginn 23. október hélt Deloitte í samstarfi við FKA, SI og NMÍ uppskeruhátíð tæknigeirans

2. nóv. 2015 Iðnaður og hugverk : Hringrás Plasts - Ráðstefna

Fjallað var um plast frá ýmsum sjónarhornum á ráðstefnunni Hringrás Plasts sem haldin var á vegum Fenúr, Fagráð um endurvinnslu og úrgangsmál.

2. nóv. 2015 Iðnaður og hugverk : Fundaröð um framleiðni - Þróun umbúðalausna

Samtök iðnaðarins standa fyrir fundaröð um framleiðni annan hvern fimmtudag í Húsi atvinnulífsins, 1. hæð, kl. 8.30 - 9.45.

22. okt. 2015 Iðnaður og hugverk : Innkaupsverð er ekki það eina sem skiptir máli við val á birgjum

Þegar aðfangastjórnunarkerfi eru tekin í notkun eykst einbeitni starfsfólks við að vanda til allra upplýsinga sem kerfin nota og þetta tvennt í sameiningu skilar árangri.

21. okt. 2015 Iðnaður og hugverk : Local Food – Matarhátíð á Norðurlandi

Local Food matarmenningarhátíð á Norðurlandi var haldin 15-20. október

Síða 74 af 77