Fréttasafn



Fréttasafn: 2010 (Síða 6)

Fyrirsagnalisti

24. jún. 2010 : Íslenskir skrúðgarðyrkjunemar sigra á finnsku móti

Lið nýútskrifaðra skrúðgarðyrkjunema úr Landbúnaðarháskóla Íslands sigraði á finnsku móti í hellulögn, hleðslu og gróðursetningu sumarblóma helgina 12-13.júní. Fimm finnskir skólar í skrúðgarðyrkju og eitt lið, sem skipað var finnskum kennurum í skrúðgarðyrkju, kepptu auk þess íslenska.

22. jún. 2010 : Iðnir krakkar

Út er komin barnabókin IÐNIR KRAKKAR með texta og myndum eftir Sigrúnu Eldjárn. Útgefandi er IÐNÚ. Bókin er gefin út með styrk frá Samtökum iðnaðarins. Henni verður dreift til grunnskóla í haust.

22. jún. 2010 : Samkomulag ASÍ og SA um vinnustaðaskírteini

Fulltrúar Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og aðildarsamtaka þess og Samtaka atvinnulífsins (SA) undirrituðu þann 15. júní, samkomulag um vinnustaðaskírteini og framkvæmd eftirlits á vinnustöðum.Markmið vinnustaðaskírteina og eftirlits á vinnustöðum er að tryggja að atvinnurekendur og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum.

14. jún. 2010 : Nýbreytni SI í iðnmeistaranámi

Samtök iðnaðarins hafa undanfarin missiri beitt sér fyrir endurnýjun iðnmeistaranáms. Á síðasta Menntadegi iðnaðarins, í febrúar sl., voru áherslurnar kynntar. Tryggja þarf að þekking og færni iðnmeistara sé í samræmi við kröfur markaðarins.

14. jún. 2010 : Skýrsla um umbætur í virðiskeðju matvæla

Helstu niðurstöður verkefnisins „Umbætur í virðiskeðju matvæla“ hafa nú verið teknar saman í skýrslu og birtar á vef Matís. Verkefninu var stýrt af Samtökum iðnaðarins og unnið í samstarfi við Kaupás, Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands, Rannsóknarsetur verslunarinnar, Matís og AGR aðgerðagreiningu.

11. jún. 2010 : Úthlutun Tækniþróunarsjóðs til nýsköpunarverkefna

Það var margmenni í höfuðstöðvum Marel í Garðabæ þegar úthlutun Tækniþróunarsjóðs til nýsköpunarverkefna var kynnt fimmtudaginn 10. júní. Rannsóknamiðstöð Íslands (RANNÍS) og iðnaðarráðuneytið stóðu að kynningunni sem var sérlega vel sótt.

11. jún. 2010 : Héðinn hf. með ISO 9001 vottun

Gæðastjórnunarkerfi Héðins hf. hafa verið vottuð samkvæmt ISO 9001 staðlinum. Héðinn er fyrsta fyrirtækið í málmiðnaði og véltækni hér á landi til að hljóta þessa vottun.

11. jún. 2010 : Endurmenntun í Tækniskólanum

Endurmenntunarskóli Tækniskólans býður upp á mismunandi námsleiðir, meðal annars er boðið upp á 45 eininga nám í rekstri og stjórnun sem er opið öllum sem lokið hafa starfsmenntun eða sambærilegri menntun og hafa reynslu úr atvinnulífinu.

10. jún. 2010 : Vel sóttur fundur um stuðningsumhverfi í nýsköpun

Um 200 manns sóttu kynningarfund um stuðningsumhverfi nýsköpunar sem haldinn var á Grand Hótel 26. maí í tilefni af evrópsku fyrirtækjavikunni 2010 (SME Week).

9. jún. 2010 : Launafl fyrstir með B-vottun

Launafl ehf. hefur náð þeim árangri að fá B-vottun SI fyrst allra fyrirtækja á Íslandi. Vottunin staðfestir að reksturinn er í góðum höndum, studdur með öflugu verkbókhaldi verkfundum, ýtarlegum starfslýsingum, góðri skipulags og eftirlitsáætlun, ásamt mikilli sérstöðu varðandi áherslur í öryggis- og heilbrigðismálum.

7. jún. 2010 : Tölvuleikurinn Path to Ares sigrar í tölvuleikjakeppni IGI

Tölvuleikurinn Path to Ares sigraði í fyrstu árlegu tölvuleikjakeppni Samtaka leikjaframleiðenda á Íslandi (IGI, Icelandic Gaming Industry) en úrslitin voru kynnt í lok tölvuleikjadags IGI og Háskólans í Reykjavík um mánaðarmótin. Alls bárust ellefu hugmyndir í keppnina frá tæplega þrjátíu aðilum.

4. jún. 2010 : Háskólinn í Reykjavík bregst við áskorun Samtaka iðnaðarins

 

Umsóknarfrestur um skólavist hefur verið framlengdur hjá Háskólanum í Reykjavík til þess að gefa fleirum tækifæri til þess að hefja nám í tækni- og verkfræðigreinum. Samtök iðnaðarins skoruðu á háskóla að framlengja umsóknarfresti í byrjun júní.

2. jún. 2010 : Stærstu iðnaðarþjarkar á Íslandi við kennslu í tæknifræði hjá Keili

Orku- og tækniskóli Keilis tók nýverið í gagnið tvo iðnaðarþjarka sem ætlaðir eru til kennslu í mekatróník tæknifræði við skólann.

2. jún. 2010 : Clean Tech Iceland, ný samtök fyrirtækja í grænni tækni

Samtök fyrirtækja í grænni tækni, Clean Tech Iceland, voru stofnuð í gær. Að stofnuninni stóðu Samtök iðnaðarins og fyrirtæki sem vinna að þróun og markaðssetningu á grænni tækni. Samtökin munu starfa sem starfsgreinahópur innan SI.

1. jún. 2010 : Ný og spennandi tækifæri á Flúðum

Samkomulag um stofnun og starfsemi Matarsmiðjunnar á Flúðum var undirrituð í gær á Flúðum. Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, Háskólafélag Suðurlands, Hrunamannahreppur, Bláskógarbyggð, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, garðyrkjumenn, Matís og Háskóli Íslands hafa unnið að undirbúningi Matarsmiðjunnar.

31. maí 2010 : Þurfum fleira fólk í tæknigreinar

Það verður að stilla saman strengi til þess að fá fleiri til þess að leggja stund á tækni- og raungreinar í skólum landsins. Framkvæmdastjóri SI skorar á háskólana að framlengja umsóknarfresti.

28. maí 2010 : Hlývatnseldi á Flúðum

Hrunamannahreppur, Íslensk matorka ehf. og Matís ohf. undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um uppbyggingu á orkufrekum matvælaiðnaði á Flúðum sem m.a. felur í sér hlývatnseldi á hvítum matfiski. Uppbyggingin verður unnin í samstarfi við Orkustofnun þar sem stofnunin verður leiðbeinandi og ráðgefandi.

26. maí 2010 : Ábyrgðasjóður Meistaradeildar MSI

Ágúst Pétursson, formaður Meistarafélagsins hefur sent frá sér grein þar sem fjallað er um mikilvægi þess, fyrir verkkaupa, að skipta við löggilta iðnmeistara sem hafa Ábyrgðasjóð að baki sér sem verkkaupar geta leitað til skili félagsmenn ekki faglegum vinnubrögðum.

26. maí 2010 : Leikjadagur HR og IGI

Háskólinn í Reykjavik og Samtök leikjafyrirtækja á Íslandi (IGI, Icelandic Gaming Industry) standa fyrir „leikjadegi“ í húsnæðí HR við Nauthólsvík, laugardaginn 29. maí. Tilgangurinn er að styrkja og efla vaxtarmöguleika íslenska tölvuleikjaiðnaðarins og fagna því að tölvunarfræðideild HR hafi formlega hafið samstarf við IGI og leikjaiðnaðinn um kennslu og rannsóknir á sviði tölvuleikja.

25. maí 2010 : Fyrirlestraröð - Verkin tala

Í byrjun árs 2009 veittu Samtök iðnaðarins Háskólanum í Reykjavík rausnarlegan styrk til að þróa kennslu í hagnýtum námskeiðum þar sem hugvit og verkvit vinna saman. Undir yfirskriftinni „Verkin tala“ hafa undanfarið verið kynnt ýmis áhugaverð verkefni sem nemendur í verkfræði og tæknifræði hafa unnið á námskeiðum.

Síða 6 af 12