Fréttasafn



Fréttasafn: 2010 (Síða 5)

Fyrirsagnalisti

26. ágú. 2010 : Dæmdar verðbætur vegna framkvæmda við Álftanessundlaug

 

Með dómi héraðsdóms Reykjaness 17. ágúst sl. var fallist á kröfu Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) um að fyrirtækið fengi verðbætur vegna byggingar sundlaugar og viðbyggingar við íþróttahús á Álftanesi. Samtök iðnaðarins fagna þessari niðurstöðu.

24. ágú. 2010 : Eurostars - tveir skilafrestir 30. september 2010 og 24. mars 2011

 

Eurostars er áætlun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu sem vinna sjálf að rannsóknum og þróun. Verkefni sem hljóta gott mat samkvæmt reglum Eurostars eru fjármögnuð úr Tækniþróunarsjóði en metin miðlægt af erlendum sérfræðingum. Næsti skilafrestur er  30. september 2010 kl. 20:00 að staðartíma í Brussel.

23. ágú. 2010 : Fátt eykur verktökum bjartsýni, engin útboð utan Búðarháls í sjónmáli

Útboð Búðarhálsvirkjunar eru einu teiknin  um einhverjar framkvæmdir á komandi vetri, nú þegar þrjú stór verkefni eru á lokasprettinum. „Nær engin ný verkefni sem eitthvað kveður að hafa verið boðin út á síðustu misserum,“ segir Árni Jóhannsson, forstöðumaður mannvirkjasviðs SI.

19. ágú. 2010 : Tækninám fyrir atvinnuleitendur

 

Kynningarfundur um  tækninám fyrir atvinnuleitendur  var haldinn í Stika ehf. í dag.  Tæplega 20 manns mættu og hlýddu á tilboð Vinnumálastofnunar og fræddust um starfsemi fyrirtækisins. 

18. ágú. 2010 : Driving sustainability Reykjavík 2010

 

Dagana 16. – 18. september verður ráðstefnan Driving sustainability haldin á Hilton Nordica Hotel. Þetta er í fjórða sinn sem ráðstefnan sem höfðar til þeirra sem vilja fylgjast með þróun samgöngumála og orkumála er haldin.

18. ágú. 2010 : Seðlabankinn kom skemmtilega á óvart

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 1 prósentu. Kemur skemmtilega óvart segir Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI.

17. ágú. 2010 : Frumtak fjárfestir í ICEconsult

Frumtak hefur fest kaup á hlut í ICEconsult hf. ICEconsult hefur þróað hugbúnað og aðferðafræði til að stýra stoðþjónustu fyrir sveitarfélög, fyrirtæki, þjónustufyrirtæki og verslanakeðjur.

16. ágú. 2010 : Er tækninám dýrt?

 

Samtök iðnaðarins berjast gegn niðurskurði í iðn- og tækninámi. Í nýlegri grein í Morgunblaðinu fjallar  Ingi Bogi Bogason um mikilvægi iðnmenntunar og verkfræðimenntunar í  verðmætasköpun. 

10. ágú. 2010 : Íslenskt fyrirtæki í hópi 11 heitustu sprotafyrirtækja heims

Nýtt íslenskt sprotafyrirtæki í hugbúnaðargeiranum, Greenqloud ehf., mun opna fyrsta umhverfisvæna tölvuský heims síðar á þessu ári. Þótt þessi nýstárlega vara Greenqloud hafi ekki enn verið opnuð almenningi hefur fyrirtækið vakið mikla athygli bæði innanlands og utan.

10. ágú. 2010 : Tímamót í 26 ára keraframleiðslu hverfisteypufyrirtækisins Promens Dalvík

Promens Dalvík hefur náð þeim merka áfanga að framleiða Sæplastker númer 500.000 og 500.001 og voru þau afhent tveimur af dyggum viðskiptavinum verksmiðjunnar með viðhöfn síðastliðinn föstudag.

6. ágú. 2010 : Köstum tækifærunum ekki frá okkur

Framkoma íslenskra stjórnvalda við þau fáu erlendu fyrirtæki sem vilja fjárfesta hér á landi er algerlega óviðunandi að mati Samtaka iðnaðarins. Framkoma stjórnvalda við fyrirtæki eins og Magma Energy og Alcoa á Íslandi er með þeim hætti að orðspor þjóðarinnar út á við skaðast og líkur á samstarfi við erlenda fjárfesta minnkar til mikilla muna einmitt á þeim tíma þegar við þurfum mest á öflugu og farsælu samstarfi við erlenda fjárfesta að halda.

26. júl. 2010 : SI fagna samþykkt um aðildarviðræður

Samtök iðnaðarins fagna mjög samþykkt ráðherraráðs Evrópusambandsins um að hefja viðræður við Ísland um aðild landsins að Evrópusambandinu. Aðild Íslands að ESB og upptaka evru sem gjaldmiðils í stað krónu hefur verið eitt af helstu stefnumálum SI um árabil.

21. júl. 2010 : Orri Hauksson ráðinn framkvæmdastjóri SI

Orri Hauksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann er 39 ára vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands og MBA frá Harvard Business School.

16. júl. 2010 : Endurgreiðsla þróunarkostnaðar og skattafsláttur til fjárfesta vegna útgáfu nýrra hlutabréfa

Fyrirtæki sem hyggjast nýta heimildir á árinu 2010 þurfa að sækja um staðfestingu hjá Rannís fyrir 1. september n.k. Þar sem sumarfrí eru framundan og tíminn í ágúst fljótur að líða hvetja Samtök iðnaðarins félagsmenn sína sem hyggjast nýta sér heimildir laganna að hefjast handa strax. Heimildin er afturvirk frá og með 1. janúar 2010 að telja.

 

12. júl. 2010 : Styðjast sveitafélög við innkaupareglur?

Samtök iðnaðarins sendu Samgöngu og sveitastjórnarráðherra bréf nú á vormánuðum þar sem vakin var athygli á misbresti sveitafélaga við að fylgja lögum um opinber innkaup nr. 84/2007. Til áréttingar var bent á verklag Flóahrepps við útboð á skólabyggingu.

7. júl. 2010 : Allir vinna - Hvatningarátak um atvinnuskapandi framkvæmdir

Í dag, 7. júlí, var formlega hrundið af stað hvatningarátaki sem stjórnvöld, í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins, efna til í sumar. Samtök iðnaðarins, Alþýðusamband Íslands og aðildarfélög, Samtök atvinnulífsins, Samtök verslunar og þjónustu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands standa að átakinu ásamt stjórnvöldum.

5. júl. 2010 : Nýr skattaafsláttur vegna viðhald fasteigna

Kostnaður vegna viðhalds fasteigna er nú frádráttarbær frá skatti einstaklinga. Þetta er nýjung sem kemur til viðbótar 100% endurgreiðslu VSK af vinnu á byggingastað. Endurgreiðslurnar eru tímabundnar og er ætlað að hvetja fólk til framkvæmda.

30. jún. 2010 : Framkvæmdastjóraskipti hjá SI

Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. júlí 2010. Jón Steindór hefur starfað fyrir Samtök iðnaðarins, og áður Félag íslenskra iðnrekenda, í samtals 22 ár, lengst af sem aðstoðarframkvæmdastjóri en síðustu árin sem framkvæmdastjóri.

25. jún. 2010 : Ísland mun standa við sitt

Umhverfisstofnun spáir því að Ísland muni standa við sínar skuldbindingar í Kýótó-bókuninni á tímabilinu 2008 til 2012. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Umhverfisstofnunar sem nú hefur skilað skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2008 til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.

24. jún. 2010 : Samtök iðnaðarins krefja fjármálafyrirtæki svara

 

Viku eftir dóm Hæstaréttar hefur  ekkert heyrst af viðbrögðum fjármálafyrirtækja. Við það verður ekki unað, fyrirtækin  í landinu geta ekki beðið endalaust eftir niðurstöðu. Í opnu bréfi sem sent var í dag til fjármálafyrirtækja krefjast Samtök iðnaðarins viðbragða.

Síða 5 af 12