Fréttasafn: 2010 (Síða 7)
Fyrirsagnalisti
GuðjónÓ fagnar 10 ára afmæli Svansvottunar
Kaffitár fær Svansvottun
Kaffitár hefur fengið vottun norræna umhverfismerkisins Svansins. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra veitti Aðalheiði Héðinsdóttur vottunina við athöfn í ráðhúsinu föstudaginn 14. maí sl.
Stuðningur við nýsköpun á Íslandi - Evrópska fyrirtækjavikan 2010
Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Rannís, Samtök iðnaðarins og Útflutningsráð ásamt hátækni- og sprotavettvangi standa að kynningarfundi um stuðning við nýsköpun á Íslandi á Grand Hótel 26. maí kl. 8.45 - 12.00.
Eitt atvinnuvegaráðuneyti skynsamlegt skref
Íslenskt nýsköpunarfyrirtæki setur byltingarkennda húðdropa á markað
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sif Cosmetics kynnti í gær EGF BIOeffectTM húðdropa sem eru byltingarkennd nýjung á snyrtivörumarkaði. Droparnir innihalda svokallaðan frumuvaka sem hvetur endurnýjun húðfruma og spornar gegn öldrun húðarinnar.
Opinn fundur Samkeppniseftirlits um yfirtöku banka á fyrirtækjum
Kaffitár 20 ára
Í tilefni 20 ára afmælis Kaffitárs nú í ár bauð fyrirtækið til afmælishátíðar í öllum kaffihúsum þess laugardaginn 8. maí. Boðið var upp á Brasilíukaffi og gómsæta súkkulaðiköku ásamt spennandi heimskaffistemmingu.
Vöntun á litlum íbúðum
Samtök iðnaðarins hafa talið ónýttar nýjar íbúðir sem eru fokheldar eða lengra komnar á höfuðborgarsvæðinu og eru þær 1635. Í fjölbýli eru 1179, par-og raðhús eru 303 og einbýlishús 153.
Dagur upplýsingatækninnar 2010
Hlutfall utanríkisviðskipta lágt í alþjóðlegu samhengi
Nox Medical hlaut Vaxtarsprotann 2010
Fyrirtækið Nox Medical ehf. hlaut í morgun Vaxtarsprotann 2010 sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Fyrirtækið meira en tífaldaði veltu sína milli áranna 2008 og 2009 úr 16,5 m.kr í um 175 m.kr. Fyrirtækin Hafmynd, Menn og Mýs og Valka fengu einnig viðurkenningar fyrir góðan vöxt á síðasta ári.
Vextir þokast hægt í rétta átt
Niðurstöður launakönnunar FBM og SI 2010
Capacent Gallup gerði launakönnun fyrir FBM og SI á tímabilinu 4. - 16. mars 2010 með það að markmiði að kanna laun og starfskjör félagsmanna í Félagi bókagerðarmanna.
Útflutningsþing 2010 - Sóknarfæri í útflutningi
Íslenskt atvinnulíf efnir til Útflutningsþings fimmtudaginn 6. maí á Hilton Reykjavík Nordica kl. 8:30-13:00 en bakhjarlar þingsins eru Samtök atvinnulífsins, Útflutningsráð Íslands og Íslandsbanki. Þar verða kynnt sóknarfæri í útflutningi og leiðir inn á nýja markaði ásamt því sem birtar verða upplýsingar um stöðu útflutnings í dag.
Myndbandsupptökur frá Evrópufundi SI komnar á vefinn
Myndbandsupptökur af erindum Stefáns Hauks Jóhannessonar og Svönu Helenar Björnsdóttur á Evrópufundi SI 14. apríl sl. eru komnar á vefinn. Tilgangur fundarins var að ræða um samningaviðræður Íslands og ESB um aðild Íslands að ESB. Stefán Haukur greindi frá samningaferlinu og Svana Helen sagði frá ferð sem hún fór til Brussel ásamt 12 öðrum frumkvöðlum.
Vaxtarsproti ársins - tilnefningar
Fundur um nýsköpun og sjálfbærni
Gosið hefur ekki áhrif á öryggi matvæla
ORF Líftækni færir út kvíarnar
Nýsköpunarfyrirtækið ORF Líftækni hyggst í sumar tvöfalda ræktun sína á erfðabreyttu byggi til að anna aukinni eftirspurn eftir afurðum fyrirtækisins. Í sumar mun hluti byggræktunar fyrirtækisins fara fram í 2500 fermetra gróðurhúsi að Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði.
Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu
Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað upp dóm um lögmæti iðnaðarmálagjalds í morgun. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að lögin um iðnaðarmálagjaldið stæðust ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Niðurstaðan eru Samtökum iðnaðarins vonbrigði.