Fréttasafn: 2010 (Síða 8)
Fyrirsagnalisti
Prentsmiðjan Oddi hlaut Kuðunginn
Prentsmiðjan Oddi hlaut Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins fyrir framlag fyrirtækisins árið 2009. Þóra Hirst, gæðastjóri prentsmiðjunnar veitti viðrkenningunni viðtöku.
500 íslenskir stólar í HOF menningarhús á Akureyri
Bólsturverk og Zenus bólstrun og Sóló húsgögn hafa nýverið lokið við framleiðslu á 500 fellanlegum stólum fyrir HOF, nýja menningarhúsið á Akureyri. Framleiðsla og bólstrun stólanna er kærkomið samstarfsverkefni fyrir íslenska framleiðendur og bólstrara.
CCP hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands
CCP hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands. Hilmar Veigar Pétursson forstjóri veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.
Breytingar hjá Samtökum iðnaðarins
Aðildarviðræður við ESB - samningaferlið
Almennur félagsfundur SI fór fram á Grand hóteli í gær. Yfirskrift fundarins var Aðildarviðræður við ESB – samningaferlið. Tilgangur fundarins var að ræða um samningaviðræður Íslands og ESB um aðild Íslands að ESB. Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og Stefán Haukur Jóhannesson sem fer fyrir samninganefnd Íslands héldu erindi.
Bylting í forvinnslu mynda fyrir prentverk
Málstofa um einkaleyfi í líftækni
Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja,SÍL, standa fyrir málstofu um einkaleyfi í líftækni á Grand Hóteli Reykjavík 16. apríl kl. 08.30 - 12.00. Markmið málstofunnar er að auka þekkingu og skilning á einkaleyfum fyrir líftækni.
Remake Electric hlaut Gulleggið 2010
Fyrirtækið Remake Electric hlaut frumkvöðlaverðlaun Innovit, Gulleggið, fyrir tækið Rafskynjarann. Hann gefur hljóðviðvaranir við yfirálag rafmagns sem skapar m.a. möguleika til þess að fyrirbyggja eldsvoða vegna rafmagns.
Um vegatolla
Skiptar skoðanir eru um hugmyndir samgönguráðherra um gjaldtöku eða vegatolla á helstu umferðaræðum út úr höfuðborginni. Margir líta svo á að þetta komi arðbærum verkefnum á sviði samgangna af stað og örvi hagkerfið meðan aðrir telja að með þessu sé verið að skattleggja landsyggðarfólk umfram íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Sigþór Sigurðsson, formaður Mannvirkis skrifaði grein um málið sem birtist á visir.is í dag.
Norræn fjármögnun - kynning á tækifærum fyrir íslensk fyrirtæki
Norrænu fjármögnungarsjóðirnir NEFCO og NOPEF efna til kynningar á starfsemi sjóðanna og möguleikum íslenskra fyrirtækja til að sækja um stuðning á Hótel Nordica Reykjavík fimmtudaginn 15. apríl kl. 08.00–10.00.
Stuðningur ESB við atvinnu- og byggðaþróun í aðildarríkjum
Félagsfundur um aðildarviðræður við ESB
Samtök iðnaðarins boða til almenns félagsfundar miðvikudaginn 14. apríl kl. 8.30 - 10.00 í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík. Tilgangur fundarins er að ræða um samningaviðræður Íslands og ESB um aðild Íslands að ESB. Samningaferlið, samningsmarkmið og hagsmunir iðnaðarins verða til umfjöllunar.
Tímabundinn skattafrádráttur vegna viðhaldsframkvæmda
Nýr framleiðslubúnaður í fóðurverksmiðjunni Bústólpi
Veigamikil endurnýjun á framleiðslubúnaði fer fram í fóðurverksmiðjunni Bústólpa á Akureyri nú í vor. Með nýrri vinnslutækni tvöfaldast afkastageta verksmiðjunnar, unnt verður að framleiða orkuríkara og efnameira fóður miðað við rúmmál, ásamt því að fóðurgildi þess eykst. Áfanginn er sá stærsti í þriggja ára endurnýjunaráætlun sem stjórn Bústólpa ákvað að ráðast í árið 2007 og hefur markvisst verið unnið eftir síðan.
Rifist um sátt
Nú er rifist um það hvort stöðugleikasáttmálinn var svikinn mikið eða lítið. Rifist um það hvort hann var svikinn nægilega mikið til að verðskulda uppsögn eða hvort hann var ekki svikinn meira en svo að uppsögn sé ósanngjörn. Helgi Magnússon, formaður SI skrifaði grein um málið í Morgunblaðið um helgina.
Sigruðu í forritunarkeppni
Um níutíu framhaldsskólanema tóku þátt í forritunarkeppni framhaldsskólanna um helgina. Tækniskólanemarnir Sveinn Fannar Kristjánsson og Jónatan Óskar Nilsson höfnuðu í fyrsta sæti í Alpha deild keppninnar en auk þeirra var Gabríel Arthúr Pétursson úr Fjölbrautaskóla Snæfellinga í sigurliðinu.
Plastprent opnar verslun
Ný verslun Plastprents hf. hefur opnað að Fosshálsi 17-25 í Reykjavík. Nokkrir innlendir framleiðendur og heildsalar eru í samstarfi við félagið í kringum verslunina en þeir eru m.a. Oddi, Papco, Besta, Takk Hreinlæti o.fl. smærri aðilar. Nýja verslunin hefur fengið nafnið Umbúðin.
Aukafjárveiting í Nýsköpunarsjóð námsmanna
Banna, banna
Ögmundur Jónasson leggur í fimmta sinn fram tillögu um að skerða samkeppnisstöðu innlendra bjórframleiðenda gagnvart erlendum. "Vonandi fer fyrir frumvarpi Ögmundar á sama veg og í hin skiptin fjögur, segir framkvæmdastjóri SI.
Nox Medical hlaut Nýsköpunarverðlaun
Nox Medical hlaut Nýsköpunarverðlaun Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar og Útflutningsráðs árið 2010 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í gær. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra afhenti Sveinbirni Höskuldssyni framkvæmdastjóra Nox Medical verðlaunin.