Fréttasafn: 2010 (Síða 9)
Fyrirsagnalisti
Verðbólguþróun og vaxtastefna umhugsunarefni
„Hækkun verðbólgunnar kemur ekki á óvart og skýrist að nokkru af árstímabundnum útsölulokum og bensínhækkunum. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að verðbólgan er mjög há og ekkert lát virðist vera á kaupmáttarrýrnun landsmanna“, segir Bjarni Már Gylfason hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hagstofan birti í morgun nýjar verðbólgutölur sem sýna að verðbólga mælist nú 8,5% og hefur hækkað talsvert frá fyrra mánuði. Án húsnæðis mælist verðbólgan nú 12%.
Nemakeppni Kornax 2010
Hin árlega Nemakeppni Kornax var haldin í 13. sinn dagana 17. og 18. mars í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Þátttakan var með besta móti í ár en 8 bakaranemar skráðu sig til leiks. Rebekka Helen Karlsdóttir frá Brauða- og kökugerðinni Akranesi bar sigur úr býtum.
Stóriðjan hefur ekki sóst eftir tilslökunum á umhverfiskröfum
Alcoa prófar nýja tækni til að virkja sólarorku
Alcoa og rannsóknamiðstöð orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna um endurnýjanlega orkugjafa vinna nú að prófunum á nýrri tækni til að virkja sólarorku. Markmiðið er að lækka kostnað við gerð og rekstur sólarspegla til raforkuframleiðslu (e. Concentrating Solar Power technology) og gera þá samkeppnishæfa við aðrar leiðir til orkuframleiðslu.
Nýtt MA- og diplómanám í Evrópufræðum
Vel heppnað Íslandsmót iðn- og verkgreina
Viðhaldsvinna frádráttarbær
Verkefnastjórn í stóru framkvæmdaverki
Tilnefningar til Vaxtarsprota ársins
Skills Iceland - Íslandsmót iðn- og verkgreina 2010
Íslandsmót iðn- og verkgreina verður haldið í Vetrargarðinum í Smáralind dagana 18. – 19. mars nk. Mótið verður fjölbreytilegt og skemmtilegt en þar munu etja kappi 130 manns, allt ungt fólk, ýmist nemar eða nýútskrifaðir sveinar í faggreinunum. Keppt er í yfir 20 faggreinum auk þess sem fleiri greinar verða með sýningu á aðferðum og tækni.
Verðum að fá hreyfingu á fjármagnið
Microsoft verðlaunar TM Software
Microsoft í Bandaríkjunum hefur veitt íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu TM Software , dótturfélagi Nýherja, viðurkenningu sem mikilvægasti samstarfsaðili þess í tæknilausnum í almannaöryggi.
Helga Valfells tekur við hjá Nýsköpunarsjóði
Vandræðalegur umhverfisráðherra
Iðnaðurinn verður í lykilhlutverki
Sigurður Bragi Guðmundsson fyrrverandi stjórnarmaður SI og forstjóri Plastprents rekur nú iðnframleiðslufyrirtæki í Kína. Í viðtali í Viðskiptablaðinu 4. mars sl. fjallar hann um mikilvægi íslensks iðnaðar við uppbyggingu landsins og nauðsyn þess að Íslendingar skoði áherslur í atvinnumálum upp á nýtt þar sem ESB-aðild og ný mynt er lykilþáttur.
Gæðastjórnun 2010 - ný stefna í samræmismati og eftirliti
Auglýsing Samtaka iðnaðarins fær lúður
Fjölbreytt atvinnulíf tryggir stöðugleika
Hagvöxtur er forsenda endurreisnar
Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins sagði í ræðu sinni á Iðnþingi í dag að ein ástæða þess að svo illa gengi að endurreisa efnahag Íslendinga væri sú að hér á landi væru áhrifamikil öfl sem virðast vera á móti hagvexti. „Þessi öfl beita afli sínu gegn endurreisn atvinnulífsins vegna þess að þau telja að hag landsmanna verði betur borgið í framtíðinni án hagvaxtar. Þessi átök standa nú yfir á Íslandi. En við aðhyllumst ekki þetta sjónarmið,“ sagði Helgi.