Fyrirsagnalisti
Vilborg Einarsdóttir, Sigsteinn P. Grétarssson og Bolli Árnason eru nýir stjórnarmenn Samtaka iðnaðarins. Helgi Magnússon endurkjörinn formaður.

Bein útsending verður frá IÐNÞINGI Samtaka iðnaðarins hér á vefsetri SI. Útsendingin hefst kl. 13:00.
Jón Sigurðsson forstjóri Össurar lagði í ávarpi sínu á Iðnþingi í dag áherslu á að nú þyrfti að hætta hausaveiðum og fortíðarhyggju og huga að framtíðinni. Það væru því miður engar patentlausnir á þeim vanda sem við er að etja heldur þyrfti skýra stefnumörkum og forystu til að hér geti áfram þrifist kröftugt atvinnulíf
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði m.a. á Iðnþingi í dag að fjármunum sem varið væri í aðildarumsókn að ESB væri vel varið. Skýrsla ESB um umsókn Íslands veiti okkur góða innsýn í okkar eigin mál og hvað betur megi fara. Mikil þörf sé á heilstæðri atvinnuþróunarstefnu.
Á Aðlfundi Samtaka iðnaðarins í dag var eftirfarandi ályktun samþykkt.
Iðnþing Samtaka iðnaðarins verður haldið á Grand hóteli Reykjavík á morgun kl. 13.00. Yfirskrift þingsins er Vilji til vaxtar - Mótum eigin framtíð. Á þinginu verður fjallað um uppbyggingu efnahags- og atvinnulífs. Aðalfundur SI verður kl. 9.30 sama dag.
Útflutningsráð og Samtök iðnaðarins standa fyrir morgunverðarfundi miðvikudaginn 3. mars kl. 08:45–10:00 í Borgartúni 35, 6 hæð. NETS (Nordic Technical Environmental Solutions) verkefnið er sameiginlegur kynningarvettvangur fyrir umhverfistæknifyrirtæki á Norðurlöndum.
Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu 27. júlí í fyrra. Í gær ákvað framkvæmdastjórn ESB að mæla með því við ráðherraráð ESB að taka upp aðildarviðræður við Ísland eftir að hafa lagt mat á gögn og svör við spurningum frá Íslandi. Ekki var við öðru að búast en að mælt yrði með viðræðum.
Einyrkjar þurfa ekki að loka VSK númeri til að fá atvinnuleysisbætur, heldur nægir að tilkynna launagreiðendaskrá ríkisskattstjóra að reksturinn hafi verið stöðvaður. Í fjölmiðum hefur að undanförnu verið ranglega haldið fram að einyrkjar verði að leggja inn VSK númerum sínum, en það er ekki rétt segir Vinnumálastofnun.
Í dag voru kynntar niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar en þetta er ellefta árið sem ánægja viðskiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Hæstu einkunn allra fyrirtækja og raunar hæstu einkunn sem mælst hefur í Íslensku ánægjuvoginni frá upphafi hlaut Fjarðarkaup, 91,3 af 100 mögulegum.
Úthlutunarnefnd á vegum umhverfisráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnanir, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðugt að hljóta umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, Kuðunginn fyrir árið 2009.
Síðastliðinn föstudag afhenti Hilmir Hjálmarsson, höfundur köku ársins, Ingibjörgu Ragnarsdóttur, liðsstjóra karlalandsliðsins í handbolta, köku í virðingarskyni fyrir framlag hennar til góðs gengis landsliðsins á Evrópumeistaramótinu. Keppnin um köku ársins var haldin í samstarfi við Nóa Siríus og hófst sala á henni um nýliðna helgi, konudagshelgina.
Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar verða kynntar á morgunverðarfundi í Turninum, Kópavogi, 23. febrúar nk. kl. 8.15-10.00. Fundurinn er haldinn á vegum gæða- og þjónustustjórnunarhóps Stjórnvísi. Á fundinum munu tveir valinkunnir fræðimenn flytja framsögur sem sannarlega eiga erindi við stjórnendur í dag.
Aðalfundur ICEPRO verður haldinn í Skála á Hótel Sögu, mánudaginn 22. febrúar 2010. Fundurinn hefst kl. 12:00.
Atvinna fyrir alla - aðgerðaáætlun 2010 um uppbyggingu atvinnulífsins er komin út. Um er að ræða nýja stefnumörkun SA um atvinnu- og efnahagsmál sem miðar að sköpun nýrra starfa og uppbyggingu atvinnulífsins á þessu ári og í næstu framtíð.
Elsta vörumerki Danmerkur og eitt af stærri vörumerkjum í Evrópu á neytenda- og veitingamarkaði velur Plastprent sem birgja. „Við höfum verið að vinna í þessum samningum í tvö ár,“ segir Ólafur Steinarsson framkvæmdastjóri Plastprents hf. „Í síðustu viku fór fyrsta framleiðslan í okkar umbúðir og gekk allt eins og í sögu. Þetta er samningur til 2012 sem var undirritaður nýverið og er verðmæti hans á annað hundrað milljónir króna.
Matvælaskólinn hjá Sýni heldur námskeiðið Stofnun matvælafyrirtækja. Námskeiðinu er ætlað að svara hinum ýmsu spurningum varðandi kröfur sem gerðar eru til matvælafyrirtækja bæði hvað varðar gæði, öryggi og hollustu matvæla svo og húsnæði og búnað.
Forsvarsmenn nokkura fyrirtækja sem smíða innréttingar hafa haft samband við SI vegna útboðsgagna Ríkiskaupa á ensku. Um er að ræða útboðsgögn vegna kaupa á nýjum innréttingum á rannsóknarstofu í Háskóla Íslands.
Ístak reisir 22,5 MW virkjun í eyðifirði 50 km norðan við bæinn Ilulissat á Grænlandi. Verkið er alverk sem merkir að Ístak sér alfarið um hönnun og byggingu virkjunarinnar. Kostnaður við verkið er áætlaður um 14 milljarðar króna og er reiknað með 150 starfsmönnum þegar framkvæmdir standa sem hæst.
Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP er nýr formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja (SUT) og tekur við af Þórólfi Árnasyni.