Fréttasafn



Fréttasafn (Síða 237)

Fyrirsagnalisti

17. des. 2014 Iðnaður og hugverk : Samtök skipaiðnaðarins - nýr starfsgreinahópur innan SI

Stofnfundur Samtaka skipaiðnaðarins - SSI fór fram 12. desember í Húsi atvinnulífsins. SSI munu starfa sem starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins. Á fundinum var farið yfir stefnumótun greinarinnar sem fram fór í nóvember og kjörin stjórn.

17. des. 2014 : Magnús Oddsson kjörinn nýr formaður SHI

Aðalfundurinn Samtaka heilbrigðisiðnaðarins var haldinn 3. desember í Húsi atvinnulífsins. Magnús Oddsson, Össuri var kjörinn nýr formaður en hann tekur við formennsku af Jóni Valgeirssyni.

17. des. 2014 Iðnaður og hugverk : Sigmar Guðbjörnsson kjörinn formaður SSP

Aðalfundur Samtaka sprotafyrirtækja - SSP var haldinn 26. nóvember í Húsi atvinnulífsins. Formaður var kjörinn Sigmar Guðbjörnsson, Stjörnu - Odda.

16. des. 2014 : Aukið jafnræði á upplýsingatæknimarkaði

Embætti Ríkisskattstjóra hefur boðað að birtar verði leiðbeiningar um hvernig meðhöndla eigi virðisaukaskatt á upplýsingatækniþjónustu fyrir fjármálafyrirtæki. Um er að ræða kaflaskil í áralangri baráttu Samtaka iðnaðarins og Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja fyrir auknu jafnræði á upplýsingatæknimarkaði.

11. des. 2014 : Carbon Recycling reisir verksmiðju í Þýskalandi

Carbon Recycling International (CRI) mun reisa verksmiðju í Þýskalandi byggða á tækni CRI til framleiðslu á vistvænu eldsneyti. Verksmiðjan mun framleiða metanól úr rafmagni og koltvísýringi úr útblæstri kolaorkuvers í Ruhrhéraðinu.

9. des. 2014 : Mentor tilnefnt til BETT-verðlauna 2015

Mentor er tilnefnt til BETT verðlauna í flokkinum "International Digital Education resource” en verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi veflausnir sem náð hafa árangri á alþjóðavísu. BETT verðlaunin eru ein eftirsóttasta viðurkenning sem hugbúnaðarfyrirtæki geta fengið í menntageiranum.

4. des. 2014 : Samtök iðnaðarins ósátt við vinnubrögð Lýsingar

Samtök iðnaðarins hafa farið þess á leit við Fjármálaeftirlitið að það beini þeim tilmælum til Lýsingar að virða skýrar og afdráttarlausar niðurstöður dómstóla um það hvernig haga skuli endurútreikningum á kaupleigusamningum er hafa að geyma ólögmæta gengistryggingu.

1. des. 2014 Almennar fréttir : Fjallað um breytingar, tækifæri og fyrirmyndir á aðventugleði kvenna í iðnaði

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins bauð konum í iðnaði til aðventugleði sl. fimmtudag. Fundurinn var með léttu yfirbragði en markmiðið var að konur sem starfa í iðnaði hittust til að spjalla og tengjast.

1. des. 2014 Almennar fréttir : Íslenskur iðnaður – óteljandi snertifletir

Það var stór stund fyrir 96 árum þegar Ísland varð fullvalda ríki. Við minnumst þess og fögnum í dag. Það eru mörg stef sem eru samofin í þróun lands og þjóðar á þeim tíma sem liðinn er frá fullveldi. Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar grein í Morgunblaðið í tilefni fullveldisdags.

27. nóv. 2014 : Nýr kjarasamningur SÍK og FÍL samþykktur einróma

Kjarasamningur milli SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda og FÍL – Félag íslenskra leikara var undirritaður 12. nóvember s.l. með fyrirvara um samþykki aðildarfélaga. Í nýafstaðinni atkvæðagreiðslu samþykktu aðildarfélög SÍK nýjan samning einróma. Svörun var 50% og hlutfall greiddra atkvæða út frá atkvæðamagni 91%.

25. nóv. 2014 : 10% fækkun titla, 59,1% af bókatitlum prentaðir hér á landi

Bókasamband Íslands gerði könnun á prentstað íslenskra bóka í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2014. Fjöldi titla prentaðir hér á landi eru 377, fækkar um 64 frá fyrra ári en sem hlutfall af heild dregst það lítillega saman milli ára 59,1% í ár en árið 2013 62,6%.

20. nóv. 2014 : Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hlýtur C - vottun

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf. hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið C-vottun. C-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum.

19. nóv. 2014 : Fjölmenni á stefnumóti á sviði áliðnaðar

Stefnumót á sviði áliðnaðar fór fram í Háskólanum í Reykjavík í gær, en þar komu hátt í sjö­tíu fyr­ir­tæki og stofn­an­ir sam­an til að ræða ný­sköp­un­ar­um­hverfið og hlýða á örkynn­ing­ar frá ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um um þró­un­ar­verk­efni af ýms­um toga.

18. nóv. 2014 : Erindi SI til Samkeppniseftirlitsins ekki byggt á misskilningi

Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI segir erindi samtakanna til Samkeppniseftirlitsins ekki snúast um misskilning. Ef um misskilning sé að ræða hljóti hann að liggja hjá eigendum Reiknistofu bankanna og snúast um það hvernig eigi að meðhöndla upplýsingatækniviðskipti af hálfu bankanna.

17. nóv. 2014 : SI senda Samkeppniseftirlitinu erindi vegna óeðlilegrar samkeppnisstöðu RB á upplýsingatæknimarkaði

Samtök iðnaðarins hafa sent Samkeppniseftirlitinu erindi vegna óeðlilegrar samkeppnisstöðu Reiknistofu bankanna á upplýsingatæknimarkaði. Málið lýtur að meðferð virðisaukaskatts í sölu þjónustu og vöru og hvort útboðsskyldu fjármálafyrirtækja sem eru hluthafar í RB hafi verið sinnt.

14. nóv. 2014 : K.C. Tran endurkjörinn formaður Clean Tech Iceland

Aðalfundur Clean Tech Iceland (Græn tækni) var haldinn í gær í Borgartúni 35. Clean Tech Iceland er starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins er starfar að því að bæta framleiðsluferla, framleiðni, nýtni, hráefna- og orkunotkun og að minnka úrgang, mengun og sóun.

14. nóv. 2014 : Starfsmenntun á Litla Íslandi

Þriðjudaginn 18. nóvember efnir Litla Ísland til hádegisfundar í Húsi atvinnulífsins um starfsmenntun í litlum fyrirtækjum. Leitað verður svara við því hvernig fyrirtækin geti styrkt sig með aukinni menntun starfsfólks. Eigendur lítilla fyrirtækja segja reynslusögur og fulltrúar starfsmenntasjóða veita ráðgjöf um hvernig smærri fyrirtæki geta sótt fjármagn til sjóðanna.

12. nóv. 2014 : Vara Kerecis viðurkennd af bandaríska heilbrigðisráðuneytinu

Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur viðurkennt vöru ísfirska lækningavörufyrirtækisins Kerecis. Þetta kemur fram á fréttavefnum visir.is í dag. Vara Kerecis, sem er úr þorskroði og ætluð til að meðhöndla þrálát sár, er því orðin gjaldgeng hjá félagslega hluta bandaríska heilbrigðiskerfisins, Medicare og Medicaid, sem og öllum þeim þúsundum einkarekinna tryggingafyrirtækja sem þjónusta heilbrigðiskerfið þar í landi.

11. nóv. 2014 : Rafverktakafyrirtækið Gaflarar hlýtur D-vottun

Rafverktakafyrirtækið Gaflarar ehf hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun sem er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum.

10. nóv. 2014 : MR sigraði í Boxinu

Menntaskólinn í Reykjavík bar sigur úr býtum í Boxinu - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna sem fór fram um helgina. Í öðru sæti var Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Menntaskólinn við Sund í því þriðja. Lið frá átta framhaldsskólum leystu þrautir í úrslitakeppninni, sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík.

Síða 237 af 287