Fréttasafn



Fréttasafn (Síða 272)

Fyrirsagnalisti

5. jan. 2011 : Kaffitár hlaut Starfsmenntaverðlaunin 2010

Kaffitár og Starfsafl, starfsmenntasjóður Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins, hlutu Starfsmenntaverðlaunin í flokki  félagasamtaka og einstaklinga fyrir verkefnið Fræðslustjóri að láni. Starfsmenntaverðlaunin eru veitt þeim sem vinna að framúrskarandi verkefnum í fræðslumálum og starfsmenntun.

4. jan. 2011 : Ný kynslóð söfnunarbíla fyrir úrgang

Gámaþjónustan kynnti í morgun nýja kynslóð söfnunarbíla fyrir úrgang og endurvinnsluefni. Búnaður bílsins er frá Norba í Svíþjóð og er hann sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi.

4. jan. 2011 : Samantekt yfir nýsamþykkt lög og breytingar á lögum er Samtök iðnaðarins hafa látið sig varða

Hér á eftir fer samantekt yfir nýsamþykkt lög og breytingar á lögum sem Samtök iðnaðarins hafa látið sig varða. Lögin voru samþykkt á Alþingi skömmu fyrir jól.

4. jan. 2011 : Breytingar á sköttum og gjöldum sem hafa áhrif á félagsmenn SI

Samtök iðnaðarins hafa tekið saman meðfylgjandi yfirlit yfir helstu breytingar á sköttum og gjöldum sem tóku gildi nú um áramótin og  hafa áhrif á félagsmenn. Ekki er um endanlega upptalningu að ræða og er þeim sem vilja kynna sér málið frekar bent á vefi alþingis og ríkisskattstjóra.

30. des. 2010 : Rannveig Rist hlýtur viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, hlýtur Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins í ár og hugbúnaðarfyrirtækið Betware Frumkvöðlaverðlaunin.

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra afhenti verðlaunin við árlega athöfn í hádeginu í dag.

30. des. 2010 : Framkvæmdastjóri Kjöríss valinn maður ársins

Frjáls verslun hefur valið Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóra Kjöríss, mann ársins í íslensku atvinnulífi. Valdimar hlýtur þennan heiður fyrir mikla fagmennsku í rekstri, ráðdeild, dugnað, hófsemi og útsjónarsemi.

22. des. 2010 : Samtök iðnaðarins óska félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla

Skrifstofa SI verður lokuð á morgun 23. desember og á aðfangadag. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 27. desember.

22. des. 2010 : Verðbólga komin niður í verðbólgumarkmið

Verðbólga mælist nú 2,5% sem jafngildir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Þetta er í fyrsta skipti síðan í apríl 2004 sem þessu marki er náð. Vísitala neysluverðs í desember hækkaði um 0,33% samkvæmt tölum Hagstofunnar og skýrist að mestu leyti af hækkun bensínverðs.

21. des. 2010 : Framlenging á endurgreiðslu VSK af vinnu samþykkt

Alþingi hefur samþykkt ársframlengingu á 100% endurgreiðslu VSK af vinnu á byggingastað.

Samtök iðnaðarins hafa hvatt ráðuneytið til framlengja heimildinni sem skilað hefur auknum umsvifum á byggingamarkaði

17. des. 2010 : Milljónasta tonnið framleitt í álveri Fjarðaáls

Milljónasta tonnið var framleitt í álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði í vikunni, en framleiðsla hófst í álverinu  í apríl 2007. Verðmæti milljón tonna af áli eru um 265 milljarðar króna miðað við álverð á markaði og gengi dollarans nú, en verðmæti útfluttra afurða frá Fjarðaáli frá upphafi nemur um 260 milljörðum króna.

17. des. 2010 : Prenttæknistofnun gefur Tækniskólanum Apple tölvur

Þann 16. desember afhenti Prenttæknistofnun, Upplýsingatækniskólanum nítján iMac tölvur til nota við kennslu í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum. Tölvurnar koma sér vel því nauðsynlegt var að endurnýja tölvukost skólans.

16. des. 2010 : Kynningarfundur um nýtt samkomulag um úrvinnslu skuldamála fyrirtækja

Nýtt víðtækt samkomulag um leiðir við úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja verður kynnt á opnum fundi á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 17. desember kl. 8:30-10:00.

16. des. 2010 : Ákvörðun Umhverfisstofnunar staðfest af umhverfisráðherra

Umhverfisráðherra hefur staðfest ákvörðun Umhverfisstofnunar um leyfi fyrir ORF Líftækni til  að rækta erfðabreytt bygg í Gunnarsholti, en nokkrir aðilar höfðu kært leyfisveitinguna. ORF Líftækni fagnar þessum úrskurði ráðherra og að nú hafi óvissu um áframhaldandi akuryrkju verið eytt.

15. des. 2010 : Ný mannvirkjalög samþykkt

Ný mannvirkjalög hafa verið samþykkt á Alþingi. Lögin öðlast gildi 1. janúar 2011. Ljóst er að vinnu við nýja byggingareglugerð verður ekki lokið fyrir gildistökuna eins og áætlað var. Á meðan gildir núverandi byggingareglugerð þegar hún á við.

15. des. 2010 : Þrjú fyrirtæki bætast í hóp vottaðra fyrirtækja innan SI

 

Þrjú fyrirtæki bættust í hóp vottaðra fyrirtækja innan SI í haust. GT tækni og Trésmiðjan Akur hafa hlotið B vottun og Blikksmiðja Guðmundar D vottun.

14. des. 2010 : Bústólpi ehf. fær vottun til lífrænnar framleiðslu á kjarnfóðri til lífrænnar búfjárræktar

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að fyrirtækið Bústólpi ehf. uppfylli kröfur um

lífrænar aðferðir við framleiðslu á kjarnfóðri. Vottorð þessa efnis var formlega afhent í vinnslustöð fyrirtækisins á Akureyri í dag.

13. des. 2010 : Aðalfundur SÍL haldinn hjá Orf Líftækni

Ný stjórn Samtaka íslenskra líftæknifyrirtækja var kosin á aðalfundi félagsins á dögunum. Formaður samtakanna, Jóhannes Gunnarsson hjá Genís, situr áfram frá fyrra ári ásamt Ásu Brynjólfsdóttur hjá Bláa Lóninu heilsuvörum.

13. des. 2010 : Hundruð nýrra starfa verða til

 

Hundruð  starfa á næsta ári voru tryggð þegar ríkisstjórnin samþykkti á föstudag hefja framkvæmdir við fjögur stór samgönguverkefni til viðbótar við hefðbundnar framkvæmdir Vegagerðarinnar sem unnar eru samkvæmt vegaáætlun. Alls á að verja 40 miljörðum króna til þessara verkefna á allra næstu árum.

 

10. des. 2010 : Óvissu vegna vegaframkvæmda eytt

„Samtök iðnaðarins fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hefja þessar framkvæmdir sem eru í senn mannaflsfrekar, sem ekki veitir af, en einnig og ekki síður að þær eru arðbærar og styrkja samkeppnishæfni íslensks samfélags í framtíðinni“ segir Helgi Magnússon formaður Samtaka iðnaðarins.

7. des. 2010 : Fagþekking, nýsköpun og þróun í íslenskum matvælaiðnaði

Íslenskir matvælaframleiðendur tóku höndum saman í tilefni af Ári nýsköpunar síðastliðna helgi og kynntu fyrir landsmönnum íslenska matvælaframleiðslu. Fjöldi fólks lagði leið sína í opin hús og Smáralind og kynntu sér framleiðslu og starfsemi fyrirtækjanna.

Síða 272 af 287