Fréttasafn



Fréttasafn (Síða 273)

Fyrirsagnalisti

7. des. 2010 : ISS þjónustar starfsfólk Landspítala Háskólasjúkrahúss

Þann 1 desember sl. tók Veitingasvið ISS við rekstri matsala starfsmanna LSH.  Þar eru afgreiddar um 22.000 máltíðir á mánuði í 10 stofnunum. ISS mun leggja áherslu á að þróa og endurbæta þjónustuna í samstarfi við starfsfólk LSH en einnig er fyrirhugað að auðvelda aðstandendum aðgang að matsölum sem er liður í bættri þjónustu hjá LSH.

3. des. 2010 : Matvælafyrirtæki kynna íslenskt góðgæti um helgina

 

Íslenskir matvælaframleiðendur taka höndum saman í tilefni af Ári nýsköpunar og kynna fyrir landsmönnum íslenska matvælaframleiðslu laugardaginn 4. desember nk.

2. des. 2010 : Hilmar Veigar Pétursson kjörinn formaður SUT

 

Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, var kjörinn formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja - SUT - á aðalfundi í morgun. Hilmar Veigar var sitjandi formaður en hann tók við formennsku í febrúar af þáverandi formanni, Þórólfi Árnasyni.

1. des. 2010 : Um 71% af bókatitlum prentaðir á Íslandi

Bókasamband Íslands hefur gert könnun á prentstað íslenskra bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2010. Fjöldi titla sem prentaðir eru innanlands eru 71% prósentustig en dragast saman um 8 prósentustig milli ára.

1. des. 2010 : Svansprent hlaut norræna umhverfismerkið Svaninn

Nýverið hlaut prentsmiðjan Svansprent ehf. í Kópavogi hið virta norræna umhverfismerki Svaninn sem er þekktasta umhverfisviðurkenning Norðurlandanna.

29. nóv. 2010 : Meiri hækkun á dreifingu raforku en raforkuverði

 

Dreifing raforku hefur hækkað meira í verði en raforka frá árinu 2005, þegar samkeppni í orkusölu komst á. Þetta kemur fram í  athugun sem Efla verkfræðistofa hefur gert fyrir Samtök iðnaðarins.

26. nóv. 2010 : Hollur matur í skólum er fjárfesting til framtíðar

Samtök iðnaðarins stóðu fyrir málþingi um kröfur til skólamáltíða síðastliðinn þriðjudag. Metaðsókn var að málþinginu, um 150 manns, einkum skólastjórnendur, stjórnendur mötuneyta, matvælaframleiðendur, foreldrar og fulltrúar sveitarfélaga.

23. nóv. 2010 : Allir vinna - Endurgreiðsla VSK af vinnu á byggingastað framlengd til ársloka 2011

Í dag mælir fjármálaráðherra fyrir frumvarpi sem heimilar ársframlengingu á endurgreiðslu VSK af vinnu á byggingastað. Samtök iðnaðarins hafa hvatt ráðuneytið til framlengja heimildinni sem skilað hefur auknum umsvifum á byggingamarkaði.

22. nóv. 2010 : Samhljómur á fundi um tækifærin í fjárlagafrumvarpinu

Samtök iðnaðarins stóðu fyrir umræðufundi á Hótel Nordica sl. föstudag. Ríflega 100 manns hlustuðu á fimm ráherra, forsvarsmenn fyrirtækja, háskóla og stofnana fjalla um hvaða tækifæri til nýsköpunar felast í fjárlagafrumvarpinu 2011.

22. nóv. 2010 : Kröfur til skólamáltíða

Samtök iðnaðarins bjóða til málþings um skólamáltíðir á morgun á Grand hótel kl. 15.00. Á málþinginu verður gerð grein fyrir lagaákvæðum og opinberum leiðbeiningum um skólamáltíðir, kynntar niðurstöður verkefnis um skólamáltíðir á Norðurlöndum, stefna sveitarfélaga, reglur um innkaup á matvælum og sjónarmið foreldra.

18. nóv. 2010 : Samtök álframleiðenda á Íslandi taka til starfa

Samtök álfyrirtækja á Íslandi tóku formlega til starfa í dag en markmið samtakanna er að vinna að hagsmunum og framþróun íslensks áliðnaðar og að auka upplýsingagjöf um áliðnaðinn.

18. nóv. 2010 : Meistarafélag húsasmiða gengur til liðs við IÐUNA

Samtök iðnaðarins og Meistarafélag húsasmiða hafa gengið frá kaupum þeirra síðarnefndu á tilteknum hlut SI í IÐUNNI fræðslusetri. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI, og Baldur Þór Baldvinsson, formaður MH, undirrituðu samninginn.

16. nóv. 2010 : Nýsköpun alls staðar – tækifærin í fjárlagafrumvarpinu 2011

Vikuna 15.-21. nóvember er Alþjóðleg athafnavika sem Innovit stendur fyrir. Þann 19. nóvember nk. hafa SI í tengslum við Ár nýsköpunar sett upp skemmtilega dagskrá þar sem ætlunin er að rýna í fjárlagafrumvarpið 2011 með augum nýsköpunar. 

16. nóv. 2010 : Hagræðing í orkunotkun bygginga

Á ráðstefnu um orkunýtni í byggingum kom fram að ná má mikilli hagræðingu með því að skoða orkunotkun bygginga, minnka sóun á orku og stýra notkun. Hér á landi hefur ekki farið mikið fyrir umræðu um orkunýtni og orkusparnað. Þessi málaflokkur hefur hins vegar verið ofarlega á baugi erlendis.

15. nóv. 2010 : Viðskiptatækifæri fyrir umhverfistæknifyrirtæki

 

Þann 9. nóvember var haldinn vel sóttur morgunverðarfundur á vegum Íslandsstofu og Clean Tech Iceland (CTI) - samtök íslenskra umhverfistæknifyrirtækja. Farið var yfir hlutverk samtakanna, þjónusta nýstofnaðrar Íslandsstofu kynnt sem og nýtt útflutningsmarkaðsverkefni fyrir umhverfistækni sem hefst í lok mánaðarins.

12. nóv. 2010 : Tilkynna þarf flokkun og merkingu hættulegra efna

Nú styttist í að ný reglugerð um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna taki gildi. Gerð verður grundvallarbreyting á merkingunum sjálfum en einnig verður breyting á ábyrgð með flokkun efna á markaði. Ábyrgðin færist frá yfirvöldum til atvinnulífsins.

12. nóv. 2010 : Leggja áherslu á að farið sé eftir lögum

Eins og kunnugt er féllu tveir dómar í Héraðsdómi Reykjaness 20. október sl. þar sem eigendur tveggja fyrirtækja voru dæmdir til greiðslu sekta vegna brota á iðnaðarlögum.  Að gefnu tilefni vilja Samtök iðnaðarins koma eftirfarandi á framfæri.

9. nóv. 2010 : Alþjóðleg athafnavika 2010

 

Alþjóðleg athafnavika 2010 hefst 15. nóvember á Íslandi og um allan heim, en um er að ræða hvatningarátak til nýsköpunar. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI er einn af talsmönnum vikunnar.

8. nóv. 2010 : Betri byggð - Frá óvissu til árangurs 

Samtök iðnaðarins í samstarfi við Félag byggingfulltrúa og fleiri aðila standa að málþingi um byggingamarkaðinn, hvar stöndum við, hvað getum við lært af liðnum árum og hvernig komumst við aftur af stað?

8. nóv. 2010 : Frumtak fjárfestir í Mentor

Frumtak hefur fest kaup á hlut í Mentor ehf.  Mentor var stofnað árið 1990 og hefur frá upphafi unnið með grunnskólum og er því komið með 20 ára reynslu af þróun og rekstri upplýsingakerfa. Mentor sameinaðist sænska fyrirtækinu P.O.D.B árið 2007 en erlendis er fyrirtækið rekið undir nafninu InfoMentor.

Síða 273 af 287