Fréttasafn



Fréttasafn (Síða 274)

Fyrirsagnalisti

5. nóv. 2010 : Viðskiptatækifæri fyrir umhverfistæknifyrirtæki

Íslandsstofa og Clean Tech Iceland (CTI) og hafa ákveðið að fara í samstarf með verkefni
sem miðar að því að undirbúa og aðstoða umhverfistæknifyrirtæki við að markaðssetja
tilbúna vöru á markaði erlendis. Af því tilefni verður haldinn morgunverðarfundur
þriðjudaginn 9. nóvember kl. 8:30–10:00 að Borgartúni 35, 6. hæð

4. nóv. 2010 : Milljarðafjárfesting og 70 störf til frambúðar í nýrri kersmiðju

Fyrsta skóflustungan að nýrri kersmiðju Alcoa Fjarðaáls við Reyðarfjörð var tekin í dag, en stefnt er að því að hún verði tilbúin í ársbyrjun 2012.  Heildarfjárfesting vegna kersmiðjunnar er áætluð um 3,5 milljarðar króna.

3. nóv. 2010 : Kristín Sigfríður Garðarsdóttir hlaut Skúlaverðlaunin 2010

Kristín Sigfríður Garðarsdóttir hlaut Skúlaverðlaunin 2010 fyrir ný glös á fæti á sýningunni HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsinu. Glasið er viðbót við glerlínu Kristínar sem hefur fengið nafnið diskó. Í diskó línunni eru nú fjórar gerðir af glösum, þrjár gerðir af skálum og karafla.

1. nóv. 2010 : Upphafi Árs nýsköpunar fagnað

Samtök iðnaðarins ýttu úr vör átaksverkefninu Ár nýsköpunar – frumkvæði, fjárfesting, farsæld með stórum fundi sem haldinn var í Marel sl. föstudag. Ríflega 300 manns úr atvinnulífi, stjórnsýslu og stoðumhverfi nýsköpunar komu og fögnuðu saman upphafi átaksins.

28. okt. 2010 : Ár nýsköpunar - fundur 29. október

SI hefur ákveðið að efna til átaksverkefnis sem hlotið hefur nafnið Ár nýsköpunar – frumkvæði, fjárfesting, farsæld. Markmið verkefnisins er að kynna og efla nýsköpun á breiðum grunni og í öllum starfsgreinum sem leið til endurreisnar íslensku atvinnulífi og vinna að vegvísi til framtíðar með verðmætasköpun og aukinn útflutning að leiðarljósi.

27. okt. 2010 : Ólafur Reykdal, matvælafræðingur hlaut Fjöreggið 2010

Ólafur Reykdal, matvælafræðingur hjá Matís hlaut í dag Fjöregg MNÍ 2010 sem veitt er fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Ólafur hlaut verðlaunin fyrir rannsóknir sem stutt hafa við nýsköpun og frumkvöðlastarf við ræktun, vinnslu og framleiðslu á afurðum á byggi.

24. okt. 2010 : 10% afsláttur af opnum námskeiðum Opna háskólans í HR

 

Félagsmönnum Samtaka iðnaðarins býðst 10% afsláttur af öllum opnum námskeiðum Opna háskólans í HR. Opni háskólinn þjónar atvinnulífinu með fjölbreyttu framboði öflugra námsleiða undir leiðsögn innlendra og erlendra sérfræðinga. 

22. okt. 2010 : Tilnefningar til Fjöreggs MNÍ 2010

 

„FJÖREGG MNÍ“ verður veitt á Matvæladegi 2010 fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Samtök iðnaðarins gefa gripinn sem er íslenskt glerlistaverk hannað og framleitt hjá Gleri í Bergvík.

21. okt. 2010 : Óvissa um fiskveiðistjórnun áfall fyrir málmiðnaðinn

Eftir að kreppan reið yfir og gengi krónunnar féll batnaði samkeppnistaða útflutnings- og samkeppnisgreina mikið. Í málm- og skipasmíðaiðnaði fór að bera á verulegri aukningu í verkefnum strax á seinni hluta ársins 2008. Einkum bar mikið á margvíslegri endurnýjun og viðhaldi við fiskiskipaflotann sem var mikil búbót fyrir málmiðnaðinn.

20. okt. 2010 : Eigendur tveggja fyrirtækja dæmdir fyrir brot á iðnlöggjöfinni

 

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun eigendur tveggja fyrirtækja til greiðslu sekta vegna brota á iðnaðarlögum nr. 42/1978. Brotin fólust í því að reka ljósmyndastofu án þess að hafa meistara til forstöðu.

19. okt. 2010 : Sókn í byggingariðngreinar á hinum Norðurlöndunum

 

Á fundi norrænna menntafulltrúa samtaka í byggingariðnaði, sem haldinn var nýlega í Gautaborg, var til umræðu nýliðun í byggingariðngreinum. Byggingariðnaður dróst saman á öllum Norðurlöndum við efnahagslægðina 2008 en  er þó að ná sér á strik víða nema á Íslandi.

14. okt. 2010 : Mikilvæg ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna yfirtöku Arion banka á B.M. Vallá

Að mati SA er ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna yfirtöku Arion banka á B.M. Vallá (nr. 31/2010) jákvæð. Þar eru sett fram skýr viðmið um hvernig yfirtöku banka á fyrirtækjum skuli háttað þannig að endurskipulagning þeirra geti tekist vel án þess að raska samkeppni eða fyrirtækjum sé alvarlega mismunað. Þetta kemur fram í frétt á vef SA.

13. okt. 2010 : Fjárfestingar fyrir 86 milljarða – 1300 ársverk

Í dag undirritaði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi hf., samning sem tengist áformum fyrirtækisins um stækkun og endurbyggingu álversins í Straumsvík.

12. okt. 2010 : Matvæladagur MNÍ - Kynningarbásar í boði

 

Matvæladagur MNÍ verður haldinn miðvikudaginn 27. október nk. kl. 12:30-17:30 á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu. Einstaklingum verður boðið að kynna rannsóknir sínar í kaffihléi án endurgjalds og fyrirtækjum gefinn kostur að kynna vörur sínar á kynningarbás gegn vægu gjaldi.

8. okt. 2010 : Áfrýjun umhverfisráðherra verði dregin til baka

Samtök atvinnulífsins krefjast þess að forsætisráðherra beiti sér fyrir því að áfrýjun umhverfisráðherra á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um ógildingu á synjun ráðherrans á aðalskipulagi Flóahrepps verði dregin til baka.

8. okt. 2010 : Uppbyggileg atvinnustefna óskast

Án öflugs atvinnulífs verður ekki til öflugt velferðarkerfi. Þetta segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, í leiðara nýs fréttabréfs samtakanna.

6. okt. 2010 : Matardagar í Smáralind

Nýlega stóð Klúbbur matreiðslumeistara fyrir Matardögum í Vetrargarðinum í Smáralind. Þar var keppt um Íslandsmeistaratitil í matreiðslu og framreiðslu, keppt í eftirréttagerð og fleira  og matvælagreinarnar kynntar.

6. okt. 2010 : Allir starfsmenn Loftorku með vinnustaðaskírteini

 

Þann 15. ágúst sl. tók gildi samkomulag ASÍ og SA um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum.

Eftirlitsmenn stéttarfélaganna voru á ferð í síðustu viku og fóru meðal annars í Egilshöll þar sem starfsmenn Loftorku voru að störfum og voru þeir allir með vinnustaðaskírteini.

4. okt. 2010 : Tilraunaræktun með ljósdíóðulömpum bendir til að spara megi verulega í raforkunotkun

 

Samstarfsverkefni Orkuseturs og Vistvænnar Orku efh. um tilraunaræktun með ljósdíóðulömpum bendir til að spara megi um og yfir 50% í raforkunotun til gróðurhúsalýsingar.

1. okt. 2010 : Skattstofnar rýrna

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI segir það mikið áhyggjuefni að dótturfélög erlendra fyrirtækja hér á landi séu beinlínis á flótta frá Íslandi vegna skattbreytinga á síðasta ári. „Fregnir hafa borist af fyrirtækjum sem hafa hætt hér starfsemi gagngert vegna afdráttarskatts á vaxtagreiðslur erlendra aðila. Þannig sé ríkið að verða af milljörðum skatttekjum“, segir Orri.

Síða 274 af 287