Fréttasafn



Fréttasafn: 2014 (Síða 7)

Fyrirsagnalisti

13. feb. 2014 : Níu þúsund manns sóttu UT messuna

Um 9 þúsund manns mættu á opið hús UT messunnar laugardaginn 8. febrúar. Ríflega 850 manns voru á ráðstefnu UTmessunnar sem haldin var á föstudeginum og tókst gífurlega vel.

12. feb. 2014 : Útboðsþing 2014 - verklegar framkvæmdir

Útboðsþing Samtaka iðnaðarins verður haldið á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 14. febrúar kl. 13.00 - 16.30. Á þinginu verður gefið yfirlit yfir helstu útboð opinberra aðila á verklegum framkvæmdum.

11. feb. 2014 : Málþing um lýsingarhönnun

Föstudaginn 27. febrúar sl. stóðu Ljóstæknifélag Íslands og Samtök rafverktaka fyrir málþingi um lýsingarhönnun í þéttbýli í Tjarnarbíói. Á sama tíma voru innflytjendur ljósabúnaðar með vörusýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Atburður þessi var hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík 2014.

11. feb. 2014 : Region Midtjylland velur MainManager

Region Midtjylland hefur undirritað samning við ICEconsult um notkun á fasteigna og aðstöðukerfinu MainManager. Kerfið verður notað til að hagræða og halda utanum rekstur og viðhald á eignasafni Region Midtjylland, sem telur yfir 1.200.00 fermetra.

11. feb. 2014 : Rakel Sölvadóttir í Skemu hlaut verðlaunin „Skapandi ungir frumkvöðlar“

Rakel Sölvadóttir, stofnandi Skemu, hlaut verðlaunin „Skapandi ungir frumkvöðlar“ sem JCI á Íslandi veitti í fyrsta sinn í síðustu viku. Verðlaunin afhenti Ragnheiður Elín Árnadóttir viðskipta- og iðnaðarráðherra við hátíðlega athöfn í húsakynnum Arion banka við Borgartún.

10. feb. 2014 : Morgunfundur Litla Íslands í Húsi atvinnulífsins

Föstudaginn 14. febrúar efnir Litla Ísland til morgunfundar í Húsi atvinnulífsins. Þar verður greint frá niðurstöðum stefnumótunarfundar Litla Íslands sem fram fór í nóvember og farið yfir starfið næstu vikur og mánuði. Ný verkefnastjórn Litla Íslands verður kynnt til leiks ásamt þjónustu sem litlum fyrirtækjum innan Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka stendur til boða.

7. feb. 2014 : Í kjöri til stjórnar Samtaka iðnaðarins

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins 6. mars næstkomandi verður kosið til stjórnar. Árlega er kosið um formann og að þessu sinni er kosið um þrjú almenn stjórnarsæti. Tveir gefa kost á sér til formanns og sex í almenna stjórnarsetu.

4. feb. 2014 : Málþing um lýsingarhönnun í þéttbýli

Vetrarhátíð Reykjavíkur verður sett þann 6. febrúar og stendur til 15. febrúar. SART og Ljóstæknifélagi Íslands standa fyrir málþingi um lýsingarhönnun í þéttbýli í Tjarnarbíói, föstudaginn 7. febrúar.

3. feb. 2014 : UT messan 2014 í Hörpu dagana 7. og 8. febrúar

UTmessan 2014 felur í sér marga spennandi viðburði en tilgangur hennar er að sýna hve stór og fjölbreyttur tölvugeirinn á Íslandi er. Föstudaginn 7. febrúar verður haldin ráðstefna og sýning fyrir fagfólk og laugardaginn 8. febrúar verður sýning og fræðsla með margs konar viðburðum fyrir alla aldurshópa.

27. jan. 2014 : Leggjast á eitt við að bæta upprunamerkingar matvæla

Bændasamtök Íslands, Samtök atvinnulífsins og Neytendasamtökin hafa skrifað undir „sáttmála um upprunamerkingar á matvælum“ þar sem kveðið er á um vilja þeirra til að standa saman að bættum upprunamerkingum. Samtökin telja það sjálfsögð réttindi neytenda að vita hvaðan maturinn þeirra kemur.

21. jan. 2014 : Verður þitt fyrirtæki menntafyrirtæki eða menntasproti ársins?

Samtök iðnaðarins ásamt sjö atvinnulífssamtökum í húsi atvinnulífsins efna til Menntadags atvinnulífsins mánudaginn 3. mars. Á menntadeginum verða Menntaverðlaun atvinnulífsins veitt í fyrsta sinn til fyrirtækja sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. 

16. jan. 2014 : Gulleggið 2014 - skilafrestur til 20. janúar

Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er farin af stað í sjöunda sinn. Gulleggið er frábært tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum á framfæri og fá aðstoð við að stofna fyrirtæki.

16. jan. 2014 : Breytingar á lögum

Samtök iðnaðarins hafa tekið saman yfirlit yfir nýsamþykktar breytingar á lögum sem SI hafa látið sig varða.

16. jan. 2014 : Bifröst og Matís í samstarf um matvælarekstrarfræði

Sveinn Margeirsson forstjóri MATÍS og Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst skrifuðu nýlega undir samning þess efnis að MATÍS sjái um kennslu og uppbyggingu námsgreina í matvælarekstrarfræði, nýrri námslínu sem verður í boði í Háskólanum á Bifröst frá og með næsta hausti. 

9. jan. 2014 : Samstaða mikilvæg

Aðilar vinnumarkaðarins hafa brugðist illa við hækkunum sem birgjar hafa boðað á vörum sínum. Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI segir samstöðu mikilvæga og ekki einungis hægt að leggja það á launafólk að halda verðbólgunni niðri.

9. jan. 2014 : Samkeppnishæfni íslensks iðnaðar

Nú í ársbyrjun 2014 eru 20 ár liðin frá því Íslendingar gerðust aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI fjallar um EES samninginn og samkeppnishæfni íslensks iðnaðar í vefritinu Kjarnanum.

8. jan. 2014 : Íslandsmót iðn- og verkgreina 2014 og framhaldsskólakynning

Íslandsmót iðn- og verkgreina verður haldið í Kórnum í Kópavogi  6. – 8. mars 2014 og er keppnin sú stærsta til þessa. Framhaldsskólar landsins taka þátt í mótinu og verða með kynningu á starfsemi sinni. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að nýta þetta einstaka tækifæri og mæta með börnum sínum til að kynna sér fjölbreytt námsframboð.

8. jan. 2014 : Sjónvarpsþáttur um BOXIÐ – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna

RÚV hefur gert sjónvarpsþátt um Boxið - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, sem haldin var í nóvember síðastliðnum. Í þættinum keppa 8 framhaldsskólar til úrslita en 18 lið tóku þátt í forkeppninni. Þátturinn verður á dagskrá á RÚV næsta fimmtudag, 9. janúar kl. 20.

3. jan. 2014 : Andri Þór og Októ fá viðskiptaverðlaun viðskiptablaðsins

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar og Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, sem fagnar 100 ára afmæli sínu á þessu ári, fengu í dag Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins fyrir árið 2013.

3. jan. 2014 : Vinnustaðanámssjóður - umsóknarfrestur til 31. janúar

Vinnustaðanámssjóður veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári. 
Síða 7 af 8