Fréttasafn: maí 2017 (Síða 2)
Fyrirsagnalisti
Tímabært að breyta umgjörð raforkumála
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, skrifar grein í Morgunblaðinu í dag um raforkumál.
Allt það nýjasta á einum stað
Í Fréttablaðinu í dag fylgir sérblað um Amazing Home Show en Samtök iðnaðarins eru samstarfsaðilar sýningarinnar ásamt Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Álfyrirtækin í fararbroddi í umhverfis- og öryggismálum
Bryndís Skúladóttir, sviðsstjóri framleiðslusviðs SI, flutti erindi á Ársfundi Samáls sem hægt er að horfa á.
Ný stjórn Ljósmyndarafélags Íslands hefur tekið til starfa
Ný stjórn hefur tekið til starfa í Ljósmyndarafélagi Íslands en félagið sem var stofnað 1926 er félag atvinnuljósmyndara hér á landi.
Kynningarfundur fyrir stjórnendur í iðnaði í HR
Kynningarfundur fyrir stjórnendur í iðnaði verður í Opna háskólanum í HR þriðjudaginn 23. maí næstkomandi kl. 9.45 um nýja námslínu.
SI taka þátt í Amazing Home Show sem opnar á föstudaginn
Samtök iðnaðarins taka þátt í stórsýningunni Amazing Home Show sem verður opnuð á föstudaginn næstkomandi 19. maí í Laugardalshöllinni.
Opnað fyrir umsóknir í frumgreinanám við HR
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í frumgreinanám við Háskólann í Reykjavík.
Eru innviðagjöldin lögmæt?
Í Morgunblaðinu í dag er sagt frá efasemdum Samtaka iðnaðarins um lögmæti innviðagjalda og að slík gjöld eigi sér líklega ekki lagastoð.
Stofna sjóð fyrir viðburði og grasrótarstarf í tæknigeiranum
Sprota- og tæknivefurinn Northstack ásamt Kristjáni Inga Mikaelssyni hefur stofnað nýjan tveggja milljóna króna sjóð sem nefnist „Community Fund“.
Launþegum fjölgar mest í byggingariðnaði
Launþegum fjölgar mest í byggingariðnaði og ferðaþjónustu en hefur fækkað í sjávarútvegi samkvæmt mælingu Hagstofunnar.
Vaxtarsprotinn afhentur í ellefta sinn í Grasagarðinum í Laugardal
Viðurkenningarathöfn Vaxtarsprotans fer fram 23. maí næstkomandi á kaffihúsinu Flóran, Grasagarðinum í Laugardal.
Betri verkefnastaða fyrir verkfræðinga hér á landi
Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um að mikil eftirspurn sé eftir verkfræðingum og að þeir séu að flytja heim frá Noregi í auknum mæli.
Ráðstefna um bætta nýtingu lífrænna aukaafurða á Íslandi
Úrgangur í dag – auðlind á morgun er yfirskrift ráðstefnu um bætta nýtingu lífrænna aukaafurða sem haldin verður 24. maí næstkomandi kl. 9-14 á Grand Hótel Reykjavík.
Málmur mótar framtíðarsýn
Samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði, Málmur, stóðu fyrir stefnumótunarfundi fyrir skömmu í Húsi atvinnulífsins.
Er vörustjórnun lykill að aukinni framleiðni?
Vorráðstefna Vörustjórnunarfélagsins sem verður haldin þriðjudaginn 30. maí kl. 8.15-12.15 á Grand Hótel í Reykjavík ber yfirskriftina Vörustjórnun - Lykill að aukinni framleiðni?.
SI og SA fagna frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra
Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins skiluðu sameiginlegri umsögn um frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, 376. mál.
Brjóstabollur til styrktar krabbameinsrannsóknum
Félagsmenn í Landssambandi bakarameistara, LABAK, efna til sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land um mæðradagshelgina, dagana 11.-14. maí.
Álfyrirtæki í forystu við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Bryndísi Skúladóttur, sviðsstjóra framleiðslusviðs Samtaka iðnaðarins, en hún verður með erindi á ársfundi Samáls næstkomandi fimmtudag.
Fossraf fær D-vottun SI
Fossraf ehf. hefur fengið D-vottun SI.
Helstu áherslur í raforkumálum koma fram í raforkustefnu SI
Í raforkustefnu SI sem samþykkt hefur verið af stjórn kemur meðal annars fram að skipulag, uppbygging og þróun raforkumarkaðar hér á landi skipti skipti sköpum fyrir iðnfyrirtæki, orkufyrirtæki og efnahagslífið í heild sinni.